Tegnell telur kórónuveiruna hafa komið til Svíþjóðar í nóvember Atli Ísleifsson skrifar 5. maí 2020 08:43 Anders Tegnell er sóttvarnalæknir Svíþjóðar. Þó að ráðleggingar hans hafi verið umdeildar þá nýtur hann mikils trausts meðal Svía samkvæmt könnunum. EPA Sænski sóttvarnalæknirinn Anders Tegnell telur að kórónuveiran hafi í raun komið til Svíþjóðar í nóvember á síðasta ári. „Líklega voru einstaka menn í Svíþjóð smitaðir af kórónuveirunni þegar í nóvember. En það stendur ekki til að kortleggja tilfellin aftur í tímann,“ segir Tegnell í viðtali við sænska fjölmiðla í morgun. „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum leggja á heilbrigðiskerfið.“ Fréttir bárust frá Frakklandi í gær að maður þar í landi hafi verið smitaður af kórónuveirunni 27. desember síðastliðinn, það er fjórum dögum áður en greint var frá fyrsta tilfellinu í Kína. „Ekki var útbreiðsla utan Wuhan fyrr en við uppgötvuðum slíkt í Evrópu. En ég tel að hægt sé að finna einstaka tilfelli meðal ferðamanna sem voru í Wuhan í nóvember, desember. Það er ekki ósennilegt, heldur mjög eðlilegt,“ segir Tegnell. Hefur nóg á sínum herðum Hann segir að sænska heilbrigðiskerfið hafi nóg á sínum herðum og því standi ekki til að rannsaka gömul sýni úr sjúklingum sem höfðu leitað á heilbrigðisstofnanir vegna einkenna lungnabólgu eða flensu í lok síðasta árs. „Það er mikið að gera og það myndi ekki leiða til sérstakra aðgerða.“ Tegnell segir að þó kunni að vera áhugavert að rannsaka hvernig veiran breiddist út í Kína og hvernig hún hagaði sér í upphafi faraldursins. Hvort um hafi verið að ræða einstaka smit úr dýri og í mann, eða hvort veiran hafi smitast í hóp manna yfir lengri tíma. „Það er ekki oft sem við höfum getað rakið smit úr dýrum í menn þegar um er að ræða nýja tegund veiru. Þekking okkar er ekki mikil um hvernig það gerist í raun og veru,“ segir Tegnell og bætir við að það yrði mikils virði til að vita hvernig megi verja sig gegn slíkri þróun í framtíðinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Tengdar fréttir Fórnarkostnaður Svíanna greinilega mjög mikill Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir, telur ljóst að fórnarkostnaður yfirvalda í Svíþjóð í baráttunni við faraldur kórónuveiru sé mjög mikill. 1. maí 2020 07:00 Fórnarkostnaður Svíanna greinilega mjög mikill Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir, telur ljóst að fórnarkostnaður yfirvalda í Svíþjóð í baráttunni við faraldur kórónuveiru sé mjög mikill. 1. maí 2020 07:00 Annars konar aðgerðir Svíþjóðar virðast kosta mannslíf Yfirvöld Svíþjóðar hafa gripið til töluvert öðruvísi aðgerða en yfirvöld annarra landa Skandinavíu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ekki hefur verið gripið til umfangsmikillar félagsforðunar þar í landi. 29. apríl 2020 11:10 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Sænski sóttvarnalæknirinn Anders Tegnell telur að kórónuveiran hafi í raun komið til Svíþjóðar í nóvember á síðasta ári. „Líklega voru einstaka menn í Svíþjóð smitaðir af kórónuveirunni þegar í nóvember. En það stendur ekki til að kortleggja tilfellin aftur í tímann,“ segir Tegnell í viðtali við sænska fjölmiðla í morgun. „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum leggja á heilbrigðiskerfið.“ Fréttir bárust frá Frakklandi í gær að maður þar í landi hafi verið smitaður af kórónuveirunni 27. desember síðastliðinn, það er fjórum dögum áður en greint var frá fyrsta tilfellinu í Kína. „Ekki var útbreiðsla utan Wuhan fyrr en við uppgötvuðum slíkt í Evrópu. En ég tel að hægt sé að finna einstaka tilfelli meðal ferðamanna sem voru í Wuhan í nóvember, desember. Það er ekki ósennilegt, heldur mjög eðlilegt,“ segir Tegnell. Hefur nóg á sínum herðum Hann segir að sænska heilbrigðiskerfið hafi nóg á sínum herðum og því standi ekki til að rannsaka gömul sýni úr sjúklingum sem höfðu leitað á heilbrigðisstofnanir vegna einkenna lungnabólgu eða flensu í lok síðasta árs. „Það er mikið að gera og það myndi ekki leiða til sérstakra aðgerða.“ Tegnell segir að þó kunni að vera áhugavert að rannsaka hvernig veiran breiddist út í Kína og hvernig hún hagaði sér í upphafi faraldursins. Hvort um hafi verið að ræða einstaka smit úr dýri og í mann, eða hvort veiran hafi smitast í hóp manna yfir lengri tíma. „Það er ekki oft sem við höfum getað rakið smit úr dýrum í menn þegar um er að ræða nýja tegund veiru. Þekking okkar er ekki mikil um hvernig það gerist í raun og veru,“ segir Tegnell og bætir við að það yrði mikils virði til að vita hvernig megi verja sig gegn slíkri þróun í framtíðinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Tengdar fréttir Fórnarkostnaður Svíanna greinilega mjög mikill Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir, telur ljóst að fórnarkostnaður yfirvalda í Svíþjóð í baráttunni við faraldur kórónuveiru sé mjög mikill. 1. maí 2020 07:00 Fórnarkostnaður Svíanna greinilega mjög mikill Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir, telur ljóst að fórnarkostnaður yfirvalda í Svíþjóð í baráttunni við faraldur kórónuveiru sé mjög mikill. 1. maí 2020 07:00 Annars konar aðgerðir Svíþjóðar virðast kosta mannslíf Yfirvöld Svíþjóðar hafa gripið til töluvert öðruvísi aðgerða en yfirvöld annarra landa Skandinavíu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ekki hefur verið gripið til umfangsmikillar félagsforðunar þar í landi. 29. apríl 2020 11:10 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Fórnarkostnaður Svíanna greinilega mjög mikill Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir, telur ljóst að fórnarkostnaður yfirvalda í Svíþjóð í baráttunni við faraldur kórónuveiru sé mjög mikill. 1. maí 2020 07:00
Fórnarkostnaður Svíanna greinilega mjög mikill Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir, telur ljóst að fórnarkostnaður yfirvalda í Svíþjóð í baráttunni við faraldur kórónuveiru sé mjög mikill. 1. maí 2020 07:00
Annars konar aðgerðir Svíþjóðar virðast kosta mannslíf Yfirvöld Svíþjóðar hafa gripið til töluvert öðruvísi aðgerða en yfirvöld annarra landa Skandinavíu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ekki hefur verið gripið til umfangsmikillar félagsforðunar þar í landi. 29. apríl 2020 11:10