Gjaldþrota ef ekki verður byrjað að spila í Danmörku fyrir sumarfrí Anton Ingi Leifsson skrifar 4. maí 2020 12:00 Pal Alexander Kirkevold, framherji Hobro, í leik gegn AGF fyrr á leiktíðinni. vísir/getty Danska úrvalsdeildarfélagið Hobro verður gjaldþrota ef boltinn í dönsku úrvalsdeildinni byrjar ekki að rúlla fyrir sumarfrí. Þetta staðfseti Lars Kühnel, stjórnarformaður félagsins, í samtali við Nordjyske. Hobro er eitt margra félaga í Danmörku og í allri Evrópu sem berst í bökkum á tímum kórónuveirunnar. Félagið hafði áður viðrað fjárhagslegar áhyggjur sínar vegna veirunnar en ekki eins alvarlega og nú. „Við verðum gjaldþrota ef við byrjum ekki að spila aftur. Tilvist okkar ræðst á því að forsætisráðherrann, Mette Frederiksen, gefur grænt ljós á að úrvalsdeildin fari aftur af stað fyrir sumarið,“ sagði stjórnarformaðurinn. Hobro-formand: Vi går konkurs uden Superliga-genstart https://t.co/cT9zeyM5Vl pic.twitter.com/s1U44qR0Z1— JP Sport (@sportenJP) May 3, 2020 Það er þá helst peningur frá sjónvarpssamningi sem Hobro saknar þessa daganna en rétthafinn í Danmörku hefur greint frá því að hann muni ekki borga samninginn til fulls verði tímabilið ekki klárað í Danmörku. Kühnel segir að félagið gæti lifað af án áhorfenda því sjónvarpssamningur skilar mestu í kassann. Hobro er í 12. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, af fjórtán liðum, og er því einnig í bullandi fallbaráttu en liðið myndi þar af leiðandi berjast fyrir sæti sínu í deildinni fari boltinn aftur að rúlla. „Þetta er mjög óvænt,“ sagði framherji félagsins, Mads Hvilsom. „Það er skelfilegt ef félagið er í þeirri stöðu að það getur orðið gjaldþrota. Við vissum það fáir að þetta væri staðan og hún væri svo slæm. Ég fékk áfall.“ Danir eru klárir með allar reglur fari boltinn aftur að rúlla en þeir hafa stefnt á að byrja deildina aftur 27. maí. Þeir bíða þó eftir viðbrögðum stjórnvalda en reikna má með að ný tíðindi komi frá dönsku ríkisstjórninni í vikunni. Næstu afléttingar þar í landi eru 10. maí. Danski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Sjá meira
Danska úrvalsdeildarfélagið Hobro verður gjaldþrota ef boltinn í dönsku úrvalsdeildinni byrjar ekki að rúlla fyrir sumarfrí. Þetta staðfseti Lars Kühnel, stjórnarformaður félagsins, í samtali við Nordjyske. Hobro er eitt margra félaga í Danmörku og í allri Evrópu sem berst í bökkum á tímum kórónuveirunnar. Félagið hafði áður viðrað fjárhagslegar áhyggjur sínar vegna veirunnar en ekki eins alvarlega og nú. „Við verðum gjaldþrota ef við byrjum ekki að spila aftur. Tilvist okkar ræðst á því að forsætisráðherrann, Mette Frederiksen, gefur grænt ljós á að úrvalsdeildin fari aftur af stað fyrir sumarið,“ sagði stjórnarformaðurinn. Hobro-formand: Vi går konkurs uden Superliga-genstart https://t.co/cT9zeyM5Vl pic.twitter.com/s1U44qR0Z1— JP Sport (@sportenJP) May 3, 2020 Það er þá helst peningur frá sjónvarpssamningi sem Hobro saknar þessa daganna en rétthafinn í Danmörku hefur greint frá því að hann muni ekki borga samninginn til fulls verði tímabilið ekki klárað í Danmörku. Kühnel segir að félagið gæti lifað af án áhorfenda því sjónvarpssamningur skilar mestu í kassann. Hobro er í 12. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, af fjórtán liðum, og er því einnig í bullandi fallbaráttu en liðið myndi þar af leiðandi berjast fyrir sæti sínu í deildinni fari boltinn aftur að rúlla. „Þetta er mjög óvænt,“ sagði framherji félagsins, Mads Hvilsom. „Það er skelfilegt ef félagið er í þeirri stöðu að það getur orðið gjaldþrota. Við vissum það fáir að þetta væri staðan og hún væri svo slæm. Ég fékk áfall.“ Danir eru klárir með allar reglur fari boltinn aftur að rúlla en þeir hafa stefnt á að byrja deildina aftur 27. maí. Þeir bíða þó eftir viðbrögðum stjórnvalda en reikna má með að ný tíðindi komi frá dönsku ríkisstjórninni í vikunni. Næstu afléttingar þar í landi eru 10. maí.
Danski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn