Ráðherra styður að boltinn byrji að rúlla í maí Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2020 14:15 Leikmenn Bayern München eru eins og aðrir í Þýskalandi byrjaðir að æfa í minni hópum. VÍSIR/GETTY Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskalands, hefur lýst yfir stuðningi við það að keppni hefjist að nýju í þýska fótboltanum í þessum mánuði eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Ljóst er að ekki verður spilað fyrir framan áhorfendur í sumar. Hlé hefur verið á keppni í þýsku 1. deildinni síðan um miðjan mars en liðin eru byrjuð að æfa saman í litlum hópum, eins og Alfreð Finnbogason hefur lýst en hann er leikmaður Augsburg. Á fundi ríkisstjórnar í vikunni verður tekin ákvörðun varðandi framhald keppnisíþrótta. Þýsku deildarsamtökin vilja byrja aftur sem fyrst, stefndu fyrst á 9. maí en geta nú í besta falli horft til þess að hefja keppni á ný 16. maí. Samtökin hafa sett saman áætlun til að gæta að heilsu leikmanna og annarra sem að leiknum koma, sem felur í sér reglubundin próf. Í áætlununum er, samkvæmt Reuters, einnig talað um að ekki þurfi að setja heilu leikmannahópana í sóttkví þó að það greinist smit hjá leikmanni. Það leggst ekki eins vel í Seehofer sem segir allt liðið eiga að fara í sóttkví greinist smit. „Mér finnst skynsemi í tímarammanum sem þýska deildin hefur sett fram og ég styð það að hefja keppni að nýju í maí. En fyrir mér er alveg á hreinu að deildin á ekki að njóta einhverra sérstakra forréttinda fram yfir aðra,“ sagði Seehofer við Bild. Þýski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Alfreð vongóður um að spila bráðum: „Vantar bara að pólitíkin gefi grænt ljós“ Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason er bjartsýnn á að geta byrjað að spila fótbolta á nýjan leik í þessum mánuði, með Augsburg í þýsku 1. deildinni. 2. maí 2020 13:30 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskalands, hefur lýst yfir stuðningi við það að keppni hefjist að nýju í þýska fótboltanum í þessum mánuði eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Ljóst er að ekki verður spilað fyrir framan áhorfendur í sumar. Hlé hefur verið á keppni í þýsku 1. deildinni síðan um miðjan mars en liðin eru byrjuð að æfa saman í litlum hópum, eins og Alfreð Finnbogason hefur lýst en hann er leikmaður Augsburg. Á fundi ríkisstjórnar í vikunni verður tekin ákvörðun varðandi framhald keppnisíþrótta. Þýsku deildarsamtökin vilja byrja aftur sem fyrst, stefndu fyrst á 9. maí en geta nú í besta falli horft til þess að hefja keppni á ný 16. maí. Samtökin hafa sett saman áætlun til að gæta að heilsu leikmanna og annarra sem að leiknum koma, sem felur í sér reglubundin próf. Í áætlununum er, samkvæmt Reuters, einnig talað um að ekki þurfi að setja heilu leikmannahópana í sóttkví þó að það greinist smit hjá leikmanni. Það leggst ekki eins vel í Seehofer sem segir allt liðið eiga að fara í sóttkví greinist smit. „Mér finnst skynsemi í tímarammanum sem þýska deildin hefur sett fram og ég styð það að hefja keppni að nýju í maí. En fyrir mér er alveg á hreinu að deildin á ekki að njóta einhverra sérstakra forréttinda fram yfir aðra,“ sagði Seehofer við Bild.
Þýski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Alfreð vongóður um að spila bráðum: „Vantar bara að pólitíkin gefi grænt ljós“ Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason er bjartsýnn á að geta byrjað að spila fótbolta á nýjan leik í þessum mánuði, með Augsburg í þýsku 1. deildinni. 2. maí 2020 13:30 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Alfreð vongóður um að spila bráðum: „Vantar bara að pólitíkin gefi grænt ljós“ Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason er bjartsýnn á að geta byrjað að spila fótbolta á nýjan leik í þessum mánuði, með Augsburg í þýsku 1. deildinni. 2. maí 2020 13:30