Demókratar fresta landsfundi sínum vegna faraldursins Kjartan Kjartansson skrifar 2. apríl 2020 16:55 Frá landsfundi demókrata í Fíladelfíu árið 2016. Slíkir fundir eru mikið sjónarspil og fá frambjóðendur flokkana yfirleitt byr undir báða vængi í skoðanakönnunum, að minnsta kosti fyrstu vikurnar eftir fundina. AP/John Locher Landsfundi Demókrataflokksins þar sem velja á forsetaframbjóðanda flokksins verður frestað fram í miðjan ágúst til að auka líkurnar á að hægt verði að halda hann með hefðbundnu sniði. Upphaflega átti fundurinn að fara fram í Milwaukee í júlí. „Við núverandi óvissuástand teljum við skynsamlegustu nálgunina að taka aukinn tíma í að fylgjast með hvernig málin þróast svo við getum búið flokkinn sem best undir öruggan og árangursríkan landsfund,“ sagði Joe Solmonese, formaður landsfundarnefndar Demókrataflokksins með vísan í kórónuveiruheimsfaraldurinn í yfirlýsingu í dag. Hafi faraldurinn rénað nægilega fer landsfundurinn því fram í viku 17. ágúst, að sögn Washington Post. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti sem leiðir forval Demókrataflokksins, hefur lýst fullum stuðningi við að fresta landsfundinum. Donald Trump forseti og Repúblikanaflokkur hans hefur sagt að stefnt sé að landsfundi flokksins með óbreyttu sniði 24. ágúst. Trump útilokaði að fundinum yrði aflýst í síðustu viku. Venju samkvæmt heldur sá flokkur sem heldur ekki forsetaembætti sínu landsfund sinn fyrst. Leiðtogar demókrata eru sagðir hafa áhyggjur af því að landsfundi þeirra yrði aflýst en að repúblikanar gætu haldið sinn. Það gæti gefið Trump forseta forskot í kosningabaráttunni en frambjóðendur flokkanna fá yfirleitt byr í seglin í skoðanakönnunum vikurnar eftir landsfund. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Landsfundi Demókrataflokksins þar sem velja á forsetaframbjóðanda flokksins verður frestað fram í miðjan ágúst til að auka líkurnar á að hægt verði að halda hann með hefðbundnu sniði. Upphaflega átti fundurinn að fara fram í Milwaukee í júlí. „Við núverandi óvissuástand teljum við skynsamlegustu nálgunina að taka aukinn tíma í að fylgjast með hvernig málin þróast svo við getum búið flokkinn sem best undir öruggan og árangursríkan landsfund,“ sagði Joe Solmonese, formaður landsfundarnefndar Demókrataflokksins með vísan í kórónuveiruheimsfaraldurinn í yfirlýsingu í dag. Hafi faraldurinn rénað nægilega fer landsfundurinn því fram í viku 17. ágúst, að sögn Washington Post. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti sem leiðir forval Demókrataflokksins, hefur lýst fullum stuðningi við að fresta landsfundinum. Donald Trump forseti og Repúblikanaflokkur hans hefur sagt að stefnt sé að landsfundi flokksins með óbreyttu sniði 24. ágúst. Trump útilokaði að fundinum yrði aflýst í síðustu viku. Venju samkvæmt heldur sá flokkur sem heldur ekki forsetaembætti sínu landsfund sinn fyrst. Leiðtogar demókrata eru sagðir hafa áhyggjur af því að landsfundi þeirra yrði aflýst en að repúblikanar gætu haldið sinn. Það gæti gefið Trump forseta forskot í kosningabaráttunni en frambjóðendur flokkanna fá yfirleitt byr í seglin í skoðanakönnunum vikurnar eftir landsfund.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira