Ólafur um bróðurmissinn: „Stjórnin og þeir sem stóðu að liðinu sýndu úr hverju þeir eru gerðir“ Anton Ingi Leifsson skrifar 1. maí 2020 18:00 Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH. vísir/bára Knattspyrnuþjálfarinn Ólafur Helgi Kristjánsson missti bróður sinn í bílslysi árið 2009. Hann ræddi meðal annars bróðurmissinn í samtali við Guðmund Benediktsson í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Í viðtalinu var farið yfir fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil Blika í karlaflokki en Ólafur var þá þjálfari liðsins en hann þjálfar uppeldisfélagið FH í dag. „Ég held að allt þetta í kringum jólin 2009, hvort sem það var fótbolti eða vinnan manns, þá eðli málinu samkvæmt þá fór það ekki í annað sætið, heldur fimmta eða sjötta sætið,“ sagði Ólafur og hélt áfram: „Ég man alltaf eftir þessu að við erum að klára síðustu æfinguna fyrir jól þann 18. desember. Menn voru á leiðinni í frí og slökun þá verður þetta hörmulega slys og manni er kippt út úr „comfort-zoneinu“ og raunveruleikanum. Við tekur vika á gjörgæslu.“ Hann hrósar stjórn Blika á þessum tíma og segir að þeir hafi hjálpað honum mikið. „Þegar ég hugsa og horfi til baka þá nefndi ég leikmenn og þjálfara sem voru með mér en stjórnin sem var hjá Breiðabliki og þeir sem stóðu að liðinu, og höfðu staðið með mér þetta erfiða 2009 tímabil sem endaði með titli, þeir sýndu úr hverju þeir voru gerðir. Þeir sýndu skilning á því að gefa back-up.“ „Ég man eftir því að fljótlega eftir að Hrafnkell er jarðaður í byrjun janúar, þá koma þeir til mín og segja við mig að ég þurfi breik. Þeir senda mig til Boston ásamt konunni. Við tókum fimm til sex daga þar. Þetta sýnir það að ef þú ætlar að fá max út úr mönnum þá þurfa þeir eitthvað breik. Ég sjálfur held ég hafi ekki gert mér grein fyrir öllu. Ég lærði mikið um sjálfan mig og samskipti sem ég áttaði mig ekki á fyrr en seinna.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Ólafur um bróðurmissinn Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Breiðablik Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Sjá meira
Knattspyrnuþjálfarinn Ólafur Helgi Kristjánsson missti bróður sinn í bílslysi árið 2009. Hann ræddi meðal annars bróðurmissinn í samtali við Guðmund Benediktsson í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Í viðtalinu var farið yfir fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil Blika í karlaflokki en Ólafur var þá þjálfari liðsins en hann þjálfar uppeldisfélagið FH í dag. „Ég held að allt þetta í kringum jólin 2009, hvort sem það var fótbolti eða vinnan manns, þá eðli málinu samkvæmt þá fór það ekki í annað sætið, heldur fimmta eða sjötta sætið,“ sagði Ólafur og hélt áfram: „Ég man alltaf eftir þessu að við erum að klára síðustu æfinguna fyrir jól þann 18. desember. Menn voru á leiðinni í frí og slökun þá verður þetta hörmulega slys og manni er kippt út úr „comfort-zoneinu“ og raunveruleikanum. Við tekur vika á gjörgæslu.“ Hann hrósar stjórn Blika á þessum tíma og segir að þeir hafi hjálpað honum mikið. „Þegar ég hugsa og horfi til baka þá nefndi ég leikmenn og þjálfara sem voru með mér en stjórnin sem var hjá Breiðabliki og þeir sem stóðu að liðinu, og höfðu staðið með mér þetta erfiða 2009 tímabil sem endaði með titli, þeir sýndu úr hverju þeir voru gerðir. Þeir sýndu skilning á því að gefa back-up.“ „Ég man eftir því að fljótlega eftir að Hrafnkell er jarðaður í byrjun janúar, þá koma þeir til mín og segja við mig að ég þurfi breik. Þeir senda mig til Boston ásamt konunni. Við tókum fimm til sex daga þar. Þetta sýnir það að ef þú ætlar að fá max út úr mönnum þá þurfa þeir eitthvað breik. Ég sjálfur held ég hafi ekki gert mér grein fyrir öllu. Ég lærði mikið um sjálfan mig og samskipti sem ég áttaði mig ekki á fyrr en seinna.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Ólafur um bróðurmissinn Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Breiðablik Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Sjá meira