Ólafur um bróðurmissinn: „Stjórnin og þeir sem stóðu að liðinu sýndu úr hverju þeir eru gerðir“ Anton Ingi Leifsson skrifar 1. maí 2020 18:00 Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH. vísir/bára Knattspyrnuþjálfarinn Ólafur Helgi Kristjánsson missti bróður sinn í bílslysi árið 2009. Hann ræddi meðal annars bróðurmissinn í samtali við Guðmund Benediktsson í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Í viðtalinu var farið yfir fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil Blika í karlaflokki en Ólafur var þá þjálfari liðsins en hann þjálfar uppeldisfélagið FH í dag. „Ég held að allt þetta í kringum jólin 2009, hvort sem það var fótbolti eða vinnan manns, þá eðli málinu samkvæmt þá fór það ekki í annað sætið, heldur fimmta eða sjötta sætið,“ sagði Ólafur og hélt áfram: „Ég man alltaf eftir þessu að við erum að klára síðustu æfinguna fyrir jól þann 18. desember. Menn voru á leiðinni í frí og slökun þá verður þetta hörmulega slys og manni er kippt út úr „comfort-zoneinu“ og raunveruleikanum. Við tekur vika á gjörgæslu.“ Hann hrósar stjórn Blika á þessum tíma og segir að þeir hafi hjálpað honum mikið. „Þegar ég hugsa og horfi til baka þá nefndi ég leikmenn og þjálfara sem voru með mér en stjórnin sem var hjá Breiðabliki og þeir sem stóðu að liðinu, og höfðu staðið með mér þetta erfiða 2009 tímabil sem endaði með titli, þeir sýndu úr hverju þeir voru gerðir. Þeir sýndu skilning á því að gefa back-up.“ „Ég man eftir því að fljótlega eftir að Hrafnkell er jarðaður í byrjun janúar, þá koma þeir til mín og segja við mig að ég þurfi breik. Þeir senda mig til Boston ásamt konunni. Við tókum fimm til sex daga þar. Þetta sýnir það að ef þú ætlar að fá max út úr mönnum þá þurfa þeir eitthvað breik. Ég sjálfur held ég hafi ekki gert mér grein fyrir öllu. Ég lærði mikið um sjálfan mig og samskipti sem ég áttaði mig ekki á fyrr en seinna.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Ólafur um bróðurmissinn Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Breiðablik Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Sjá meira
Knattspyrnuþjálfarinn Ólafur Helgi Kristjánsson missti bróður sinn í bílslysi árið 2009. Hann ræddi meðal annars bróðurmissinn í samtali við Guðmund Benediktsson í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Í viðtalinu var farið yfir fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil Blika í karlaflokki en Ólafur var þá þjálfari liðsins en hann þjálfar uppeldisfélagið FH í dag. „Ég held að allt þetta í kringum jólin 2009, hvort sem það var fótbolti eða vinnan manns, þá eðli málinu samkvæmt þá fór það ekki í annað sætið, heldur fimmta eða sjötta sætið,“ sagði Ólafur og hélt áfram: „Ég man alltaf eftir þessu að við erum að klára síðustu æfinguna fyrir jól þann 18. desember. Menn voru á leiðinni í frí og slökun þá verður þetta hörmulega slys og manni er kippt út úr „comfort-zoneinu“ og raunveruleikanum. Við tekur vika á gjörgæslu.“ Hann hrósar stjórn Blika á þessum tíma og segir að þeir hafi hjálpað honum mikið. „Þegar ég hugsa og horfi til baka þá nefndi ég leikmenn og þjálfara sem voru með mér en stjórnin sem var hjá Breiðabliki og þeir sem stóðu að liðinu, og höfðu staðið með mér þetta erfiða 2009 tímabil sem endaði með titli, þeir sýndu úr hverju þeir voru gerðir. Þeir sýndu skilning á því að gefa back-up.“ „Ég man eftir því að fljótlega eftir að Hrafnkell er jarðaður í byrjun janúar, þá koma þeir til mín og segja við mig að ég þurfi breik. Þeir senda mig til Boston ásamt konunni. Við tókum fimm til sex daga þar. Þetta sýnir það að ef þú ætlar að fá max út úr mönnum þá þurfa þeir eitthvað breik. Ég sjálfur held ég hafi ekki gert mér grein fyrir öllu. Ég lærði mikið um sjálfan mig og samskipti sem ég áttaði mig ekki á fyrr en seinna.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Ólafur um bróðurmissinn Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Breiðablik Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Sjá meira