Íslandsmeistarar dagsins: Tíundi Íslandsmeistaratitilinn á fimmtán árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2020 12:30 Anna María Sveinsdóttir með bikarana á síðum Morgunblaðsins 3.apríl eftir sigur Keflavíkur á Íslandsmóti kvenna kvöldið áður. Skjámynd/Morgunblaðið Þessa dagana eru úrslitin vanalega að ráðast í úrslitakeppnum Domino´s og Olís deildanna í körfubolta og handbolta. Kórónuveiran hefur komið í veg fyrir það gerist í ár en Vísir ætlar í staðinn að rifja upp Íslandsmeistara dagsins næstu vikurnar. Frá því að úrslitakeppnirnar voru fyrst teknar upp í deildunum fjórum, Olís karla og kvenna og Domino´s karla og kvenna, hefur eitt lið orðið Íslandsmeistari 2. apríl. Íslandsmeistarar dagsins er kvennalið Keflavíkur í körfubolta sem vann tíunda Íslandsmeistaratitil félagsins 2. apríl 2003. Keflavíkurkonur unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil vorið 1988 og voru þarna fimmtán árum seinna að vinna sinn tíunda. Keflavíkurliðið vann alla fimm leiki sína í úrslitakeppninni og alla tíu leiki sína eftir að liðið missti niður sextán stiga forystu í fjórða leikhluta í bikarúrslitaleiknum. Anna María Sveinsdóttir var búin að vera með í öllum tíu Íslandsmeistaraliðum Keflavíkur en missti af úrslitakeppninni 1993 þegar hún fór í barneignarfrí um áramótin. Að þessu sinni var hún spilandi þjálfari. Opnuumfjöllun DV um Íslandsmeistaratitil Keflavíkurkvenna á þessum degi árið 2003.Skjámynd/DV Langt síðan við höfum hampað titlinum hér „Þetta var frábært og við ætluðum okkur að klára þetta hér í kvöld á okkar heimavelli enda langt síðan við höfum hampað titlinum hér. Þessi öruggi sigur okkar hefur eflaust komið aðeins á óvart en málið er að breiddin hjá okkur er mjög góð og talsvert betri en hjá þeim og hún nýtist alltaf best þegar það er spilað svona þétt eins og í úrslitakeppninni,“ sagði Anna María Sveinsdóttir í viðtali við DV eftir leikinn. Sem dæmi um breiddina þá skoruðu fjórir leikmenn liðsins meira en ellefu stig að meðaltali í leik í lokaúrslitunum en stigahæst var landsliðsmiðherjinn Erla Þorsteinsdóttir með 16 stig og 7,7 fráköst í leik. Anna María var hins vegar með hæsta framlagið eða 19,4 í leik eftir að hafa verið með 11,3 stig, 8,3 fráköst og 4,3 stoðsendingar að meðaltali. Fengum aðeins á baukinn fyrr í vetur „Við spiluðum einfaldlega þrjá góða leiki og unnum þetta mjög sannfærandi. Við fengum aðeins á baukinn fyrr í vetur en eftir það hefur leiðin legið upp á við. Við toppuðum á hárréttum tíma og það er engin spurning að við erum með besta liðið. Auðvitað var sárt að tapa bikarúrslitaleiknum en þetta er mjög góð uppbót fyrir það,“ sagði Kristin Blöndal fyrirliði Keflavíkur við DV eftir leikinn. Hin mexíkanska Sonia Ortega var erlendi leikmaður Keflavíkur þetta tímabili og á sínu öðru tímabili með liðinu. Hún kom aftur til Keflavíkur til að klára Íslandsmeistaratitilinn og varð síðan í framhaldinu sænskur meistari með Visby 2005 og mexíkanskur meistari með Chihuahua 2006. Ortega var frábær varnarmaður og í leiknum sem Keflavík tryggði sér titilinn var hún síðan með 18 stig, 8 fráköst, 7 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Keflavík Íslandsmeistari 2003 1. deild kvenna í körfubolta Dagssetning: 2.apríl Staður: Íþróttahúsið við Sunnubraut í Keflavík Þjálfari: Anna María Sveinsdóttir (spilandi) Fyrirliði: Kristín Blöndal Árangur: 18 sigrar og 2 töp í 20 deildarleikjum 5 sigrar og 0 töp í 5 leikjum í úrslitakeppni 92 prósent sigurhlutfall (23-2) Atkvæðamestar í lokaúrslitunum: Erla Þorsteinsdóttir 48 stig (16,0 í leik) Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 42 stig (14,0) Sonja Ortega 36 stig (12,0) Anna María Sveinsdóttir 34 stig (11,3) Kristín Blöndal 26 stig (8,7) Svava Ósk Stefánsdóttir 23 stig (7,7) Rannveig Randversdóttir 16 stig (5,3) Marín Rós Karlsdóttir 14 stig (4,7) Dominos-deild kvenna Einu sinni var... Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira
Þessa dagana eru úrslitin vanalega að ráðast í úrslitakeppnum Domino´s og Olís deildanna í körfubolta og handbolta. Kórónuveiran hefur komið í veg fyrir það gerist í ár en Vísir ætlar í staðinn að rifja upp Íslandsmeistara dagsins næstu vikurnar. Frá því að úrslitakeppnirnar voru fyrst teknar upp í deildunum fjórum, Olís karla og kvenna og Domino´s karla og kvenna, hefur eitt lið orðið Íslandsmeistari 2. apríl. Íslandsmeistarar dagsins er kvennalið Keflavíkur í körfubolta sem vann tíunda Íslandsmeistaratitil félagsins 2. apríl 2003. Keflavíkurkonur unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil vorið 1988 og voru þarna fimmtán árum seinna að vinna sinn tíunda. Keflavíkurliðið vann alla fimm leiki sína í úrslitakeppninni og alla tíu leiki sína eftir að liðið missti niður sextán stiga forystu í fjórða leikhluta í bikarúrslitaleiknum. Anna María Sveinsdóttir var búin að vera með í öllum tíu Íslandsmeistaraliðum Keflavíkur en missti af úrslitakeppninni 1993 þegar hún fór í barneignarfrí um áramótin. Að þessu sinni var hún spilandi þjálfari. Opnuumfjöllun DV um Íslandsmeistaratitil Keflavíkurkvenna á þessum degi árið 2003.Skjámynd/DV Langt síðan við höfum hampað titlinum hér „Þetta var frábært og við ætluðum okkur að klára þetta hér í kvöld á okkar heimavelli enda langt síðan við höfum hampað titlinum hér. Þessi öruggi sigur okkar hefur eflaust komið aðeins á óvart en málið er að breiddin hjá okkur er mjög góð og talsvert betri en hjá þeim og hún nýtist alltaf best þegar það er spilað svona þétt eins og í úrslitakeppninni,“ sagði Anna María Sveinsdóttir í viðtali við DV eftir leikinn. Sem dæmi um breiddina þá skoruðu fjórir leikmenn liðsins meira en ellefu stig að meðaltali í leik í lokaúrslitunum en stigahæst var landsliðsmiðherjinn Erla Þorsteinsdóttir með 16 stig og 7,7 fráköst í leik. Anna María var hins vegar með hæsta framlagið eða 19,4 í leik eftir að hafa verið með 11,3 stig, 8,3 fráköst og 4,3 stoðsendingar að meðaltali. Fengum aðeins á baukinn fyrr í vetur „Við spiluðum einfaldlega þrjá góða leiki og unnum þetta mjög sannfærandi. Við fengum aðeins á baukinn fyrr í vetur en eftir það hefur leiðin legið upp á við. Við toppuðum á hárréttum tíma og það er engin spurning að við erum með besta liðið. Auðvitað var sárt að tapa bikarúrslitaleiknum en þetta er mjög góð uppbót fyrir það,“ sagði Kristin Blöndal fyrirliði Keflavíkur við DV eftir leikinn. Hin mexíkanska Sonia Ortega var erlendi leikmaður Keflavíkur þetta tímabili og á sínu öðru tímabili með liðinu. Hún kom aftur til Keflavíkur til að klára Íslandsmeistaratitilinn og varð síðan í framhaldinu sænskur meistari með Visby 2005 og mexíkanskur meistari með Chihuahua 2006. Ortega var frábær varnarmaður og í leiknum sem Keflavík tryggði sér titilinn var hún síðan með 18 stig, 8 fráköst, 7 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Keflavík Íslandsmeistari 2003 1. deild kvenna í körfubolta Dagssetning: 2.apríl Staður: Íþróttahúsið við Sunnubraut í Keflavík Þjálfari: Anna María Sveinsdóttir (spilandi) Fyrirliði: Kristín Blöndal Árangur: 18 sigrar og 2 töp í 20 deildarleikjum 5 sigrar og 0 töp í 5 leikjum í úrslitakeppni 92 prósent sigurhlutfall (23-2) Atkvæðamestar í lokaúrslitunum: Erla Þorsteinsdóttir 48 stig (16,0 í leik) Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 42 stig (14,0) Sonja Ortega 36 stig (12,0) Anna María Sveinsdóttir 34 stig (11,3) Kristín Blöndal 26 stig (8,7) Svava Ósk Stefánsdóttir 23 stig (7,7) Rannveig Randversdóttir 16 stig (5,3) Marín Rós Karlsdóttir 14 stig (4,7)
Keflavík Íslandsmeistari 2003 1. deild kvenna í körfubolta Dagssetning: 2.apríl Staður: Íþróttahúsið við Sunnubraut í Keflavík Þjálfari: Anna María Sveinsdóttir (spilandi) Fyrirliði: Kristín Blöndal Árangur: 18 sigrar og 2 töp í 20 deildarleikjum 5 sigrar og 0 töp í 5 leikjum í úrslitakeppni 92 prósent sigurhlutfall (23-2) Atkvæðamestar í lokaúrslitunum: Erla Þorsteinsdóttir 48 stig (16,0 í leik) Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 42 stig (14,0) Sonja Ortega 36 stig (12,0) Anna María Sveinsdóttir 34 stig (11,3) Kristín Blöndal 26 stig (8,7) Svava Ósk Stefánsdóttir 23 stig (7,7) Rannveig Randversdóttir 16 stig (5,3) Marín Rós Karlsdóttir 14 stig (4,7)
Dominos-deild kvenna Einu sinni var... Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira