Dauðadómi vegna morðs blaðamanns Wall Street Journal snúið við í Pakistan Samúel Karl Ólason skrifar 2. apríl 2020 08:58 Judea Pearl, faðir Daniel Pearl, við hlið myndar af syni hans. AP/WILFREDO LEE Dómstóll í Pakistan hefur snúið við dauðadómi yfir pakistönskum manni vegna mannráns og morðs blaðamanns Wall Street Journal árið 2002. Blaðamaður Daniel Pearl hvarf þegar hann var að rannsaka öfgastarfsemi í Pakistan í kjölfar árásanna á tvíburaturnana í New York ári áður. Nánar tiltekið hvarf hann þegar hann leitaði upplýsinga um tengsl á milli pakistanskra vígamanna og Richard C. Reid, sem var handtekinn með sprengju í skóm sínum um borð í flugvél sem flogið var frá París til Miami. Mánuði síðar barst yfirvöldum myndband sem sýndi afhöfðun hans. Lík Pearl fannst í grunnri gröf fyrir utan borgina Karachi, fjórum mánuðum eftir að hann hvarf. Omar Saeed Sheikh, sem fæddist í Bretlandi, var dæmdur til dauða vegna morðsins skömmu seinna. Saksóknarar sögðu hann hafa leitt Pearl í gildru, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann viðurkenndi að hafa komið að ráni Pearl en ekki morðinu. Hann hefur setið í fangelsi síðan en nú hefur sá dómur verið felldur niður og hann dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir mannrán. Lögmaður hans segir að sleppa eigi honum úr fangelsi hið snarasta. Dómum gegn þremur öðrum mönnum sem voru dæmdir vegna morðsins var einnig snúið við og er búið að sleppa þeim, samkvæmt frétt BBC. Sjö aðrir, þar á meðal þeir sem eru taldir hafa myrt Pearl, voru aldrei handteknir. Hópur bandarískra blaðamanna, meðal annars nokkurra sem störfuðu með Pearl hjá Wall Street Journal, hafa haldið því fram að Khalid Sheikh Mohammed, sem var um tíma einn af æðstu mönnum al-Qaeda, hafi myrt Pearl. Hann var handsamaður í Pakistan árið 2003 og fluttur til Guantanamo Bay og hefur hann verið ákærður í tengslum við árásanna á tvíburaturnana. Þá er Sheikh Mohammed sagður hafa viðurkennt við yfirheyrslu að hafa afhöfðað Pearl. Pakistan Bandaríkin Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Dómstóll í Pakistan hefur snúið við dauðadómi yfir pakistönskum manni vegna mannráns og morðs blaðamanns Wall Street Journal árið 2002. Blaðamaður Daniel Pearl hvarf þegar hann var að rannsaka öfgastarfsemi í Pakistan í kjölfar árásanna á tvíburaturnana í New York ári áður. Nánar tiltekið hvarf hann þegar hann leitaði upplýsinga um tengsl á milli pakistanskra vígamanna og Richard C. Reid, sem var handtekinn með sprengju í skóm sínum um borð í flugvél sem flogið var frá París til Miami. Mánuði síðar barst yfirvöldum myndband sem sýndi afhöfðun hans. Lík Pearl fannst í grunnri gröf fyrir utan borgina Karachi, fjórum mánuðum eftir að hann hvarf. Omar Saeed Sheikh, sem fæddist í Bretlandi, var dæmdur til dauða vegna morðsins skömmu seinna. Saksóknarar sögðu hann hafa leitt Pearl í gildru, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann viðurkenndi að hafa komið að ráni Pearl en ekki morðinu. Hann hefur setið í fangelsi síðan en nú hefur sá dómur verið felldur niður og hann dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir mannrán. Lögmaður hans segir að sleppa eigi honum úr fangelsi hið snarasta. Dómum gegn þremur öðrum mönnum sem voru dæmdir vegna morðsins var einnig snúið við og er búið að sleppa þeim, samkvæmt frétt BBC. Sjö aðrir, þar á meðal þeir sem eru taldir hafa myrt Pearl, voru aldrei handteknir. Hópur bandarískra blaðamanna, meðal annars nokkurra sem störfuðu með Pearl hjá Wall Street Journal, hafa haldið því fram að Khalid Sheikh Mohammed, sem var um tíma einn af æðstu mönnum al-Qaeda, hafi myrt Pearl. Hann var handsamaður í Pakistan árið 2003 og fluttur til Guantanamo Bay og hefur hann verið ákærður í tengslum við árásanna á tvíburaturnana. Þá er Sheikh Mohammed sagður hafa viðurkennt við yfirheyrslu að hafa afhöfðað Pearl.
Pakistan Bandaríkin Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira