Andslitsgrímuskylda sett á í Þýskalandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. apríl 2020 13:44 Nú er skylda að vera með andlitsgrímu á lestarstöðvum í Þýskalandi. Vísir/AP Nýjar reglur sem gera yfirvöldum kleift að sekta þá sem bera ekki andlitsgrímur um borð í almenningssamgönguvögnum, lestum og í búðum hafa tekið gildi í flestum sambandsríkjum Þýskalands. Hæsta sektin getur numið 1,5 milljón króna en mjög mismunandi er eftir hverju ríki hvernig reglunum verður framfylgt. Reglurnar, sem settar eru í von um að þær muni hefta úbreiðslu kórónuveirunnar, tóku gildi í fimmtán af sextán sambandsríkjum Þýskalands í morgun. Slésvík-Holstein mun bætast í hópinn á miðvikudaginn. Samkvæmt reglunum er lágmarkssekt fyrir þá ekki bera andlitsgrímur 25 evrur, rétt um fjögur þúsund krónur. Hámarkssektin er öllu hærri eða tíu þúsund evrur, um 1,6 milljónir króna. Hámarkssektin gildir fyrir verslunareigendur sem ganga ekki úr skugga um að starfsmenn þeirra beri andlitsgrímur. Það er þó mjög mismunandi eftir ríkjum hvernig reglunum verður framfylgt. Þannig hafa yfirvöld í Brandenburg og Berlín sagt að þar verði ekki lagðar á sektir, heldur frekar höfðað til samvisku íbúa um að ganga um með grímurnar þar sem það er skylt. Yfirvöld hafa einnig lagt áherslu á að andlitsgrímuskyldan feli ekki í sér að grímurnar þurfi að vera læknisfræðilega samþykktar, nóg sé að vera með klút eða annað sem hylur vitin. Þetta hafa sérfræðingar í smitvörnum gagnrýnt og sagt að klútar og treflar séu gagnlitlir til þess að draga úr smithættu, auk þess sem að í því geti falist falskt öryggi. Andlitsgrímukrafan gildir um alla þá sem eru sex ára og eldri. Alls hafa um 155 þúsund einstaklingar greinst með kórónuveirusmit í Þýskalandi, 5.750 hafa látist en faraldurinn virðist vera á niðurleið í Þýskalandi. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira
Nýjar reglur sem gera yfirvöldum kleift að sekta þá sem bera ekki andlitsgrímur um borð í almenningssamgönguvögnum, lestum og í búðum hafa tekið gildi í flestum sambandsríkjum Þýskalands. Hæsta sektin getur numið 1,5 milljón króna en mjög mismunandi er eftir hverju ríki hvernig reglunum verður framfylgt. Reglurnar, sem settar eru í von um að þær muni hefta úbreiðslu kórónuveirunnar, tóku gildi í fimmtán af sextán sambandsríkjum Þýskalands í morgun. Slésvík-Holstein mun bætast í hópinn á miðvikudaginn. Samkvæmt reglunum er lágmarkssekt fyrir þá ekki bera andlitsgrímur 25 evrur, rétt um fjögur þúsund krónur. Hámarkssektin er öllu hærri eða tíu þúsund evrur, um 1,6 milljónir króna. Hámarkssektin gildir fyrir verslunareigendur sem ganga ekki úr skugga um að starfsmenn þeirra beri andlitsgrímur. Það er þó mjög mismunandi eftir ríkjum hvernig reglunum verður framfylgt. Þannig hafa yfirvöld í Brandenburg og Berlín sagt að þar verði ekki lagðar á sektir, heldur frekar höfðað til samvisku íbúa um að ganga um með grímurnar þar sem það er skylt. Yfirvöld hafa einnig lagt áherslu á að andlitsgrímuskyldan feli ekki í sér að grímurnar þurfi að vera læknisfræðilega samþykktar, nóg sé að vera með klút eða annað sem hylur vitin. Þetta hafa sérfræðingar í smitvörnum gagnrýnt og sagt að klútar og treflar séu gagnlitlir til þess að draga úr smithættu, auk þess sem að í því geti falist falskt öryggi. Andlitsgrímukrafan gildir um alla þá sem eru sex ára og eldri. Alls hafa um 155 þúsund einstaklingar greinst með kórónuveirusmit í Þýskalandi, 5.750 hafa látist en faraldurinn virðist vera á niðurleið í Þýskalandi.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira