„Við ætlum ekki að vera Titanic“ Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2020 18:50 Ása Inga Þorsteinsdóttir er framkvæmdastjóri Stjörnunnar. SKJÁSKOT/STÖÐ 2 SPORT Ása Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri Stjörnunnar kallar eftir samstöðu innan félagsins á erfiðum tímum vegna kórónuveirufaraldursins og segir Stjörnufólk ætla að komast sameinað í gegnum vandann. Ása Inga var í heimsókn í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport þar sem hún ræddi um það hvað Stjörnufólk hygðist gera nú þegar allt mótahald liggur niðri, minna fé fæst frá styrktaraðilum og foreldrar iðkenda vilja jafnvel fá æfingagjöld endurgreidd. „Ég held að eina lausnin í stöðu eins og þessari, og ég ætla að fá að vitna í það flotta fólk sem er búið að vera í framlínunni hjá okkur varðandi þennan vágest, sé liðsheild. Þau hafa nefnt það að í þessari stöðu þá þýði ekki að vera með einhverja einstaklingshyggju. Þetta sé samfélagslegt vandamál sem við þurfum að takast á við. Íþróttahreyfingin er eitt af þeim samfélagslegu vandamálum sem við þurfum að finna lausn á núna í sameiningu,“ sagði Ása Inga. „Fyrir mitt félag alla vega hefur umræðan verið þannig, og þið afsakið þessa dramatísku lýsingu, að við ætlum ekki að vera Titanic, þar sem sumir fá björgunarbáta og horfa á hina drukkna. Við sem félag erum að kenna börnum liðsheild alla daga, og ef að við ætlum núna ekki að standa saman og vinna að því að við öll tökum á okkur einhvers konar högg, en við gerum það saman og það verður þá að öllum líkindum mildara, að þá stöndum við ekki fyrir það sem við segjumst standa fyrir,“ sagði Ása Inga. Hún sagði Stjörnufólk horfa til svipaðrar leiðar og Valsmenn hafa farið. „Þær aðgerðir sem við í Stjörnunni horfum á í dag er að við tökum þetta á okkur sem lið, hvort sem um er að ræða barna- og unglingastarf eða meistaraflokkastarf. Við erum Stjarnan, ekki Stjarnan þetta eða Stjarnan hitt. Við vinnum sameiginlega að lausn á vandanum, og ég held að þetta sé mjög svipuð lausn og Valur tilkynnti um í dag. Við erum akkúrat núna að taka þessi samtöl við okkar fólk í Stjörnunni og þess vegna vil ég ekki fara út í það nánar um hvað er að ræða, en mín upplifun af því hefur verið að menn taki almennt mjög vel í þetta og það eru allir á því að við stöndum saman.“ Klippa: Sportið í dag - Ása Inga ræðir leið Stjörnunnar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild karla Fimleikar Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Sjá meira
Ása Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri Stjörnunnar kallar eftir samstöðu innan félagsins á erfiðum tímum vegna kórónuveirufaraldursins og segir Stjörnufólk ætla að komast sameinað í gegnum vandann. Ása Inga var í heimsókn í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport þar sem hún ræddi um það hvað Stjörnufólk hygðist gera nú þegar allt mótahald liggur niðri, minna fé fæst frá styrktaraðilum og foreldrar iðkenda vilja jafnvel fá æfingagjöld endurgreidd. „Ég held að eina lausnin í stöðu eins og þessari, og ég ætla að fá að vitna í það flotta fólk sem er búið að vera í framlínunni hjá okkur varðandi þennan vágest, sé liðsheild. Þau hafa nefnt það að í þessari stöðu þá þýði ekki að vera með einhverja einstaklingshyggju. Þetta sé samfélagslegt vandamál sem við þurfum að takast á við. Íþróttahreyfingin er eitt af þeim samfélagslegu vandamálum sem við þurfum að finna lausn á núna í sameiningu,“ sagði Ása Inga. „Fyrir mitt félag alla vega hefur umræðan verið þannig, og þið afsakið þessa dramatísku lýsingu, að við ætlum ekki að vera Titanic, þar sem sumir fá björgunarbáta og horfa á hina drukkna. Við sem félag erum að kenna börnum liðsheild alla daga, og ef að við ætlum núna ekki að standa saman og vinna að því að við öll tökum á okkur einhvers konar högg, en við gerum það saman og það verður þá að öllum líkindum mildara, að þá stöndum við ekki fyrir það sem við segjumst standa fyrir,“ sagði Ása Inga. Hún sagði Stjörnufólk horfa til svipaðrar leiðar og Valsmenn hafa farið. „Þær aðgerðir sem við í Stjörnunni horfum á í dag er að við tökum þetta á okkur sem lið, hvort sem um er að ræða barna- og unglingastarf eða meistaraflokkastarf. Við erum Stjarnan, ekki Stjarnan þetta eða Stjarnan hitt. Við vinnum sameiginlega að lausn á vandanum, og ég held að þetta sé mjög svipuð lausn og Valur tilkynnti um í dag. Við erum akkúrat núna að taka þessi samtöl við okkar fólk í Stjörnunni og þess vegna vil ég ekki fara út í það nánar um hvað er að ræða, en mín upplifun af því hefur verið að menn taki almennt mjög vel í þetta og það eru allir á því að við stöndum saman.“ Klippa: Sportið í dag - Ása Inga ræðir leið Stjörnunnar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild karla Fimleikar Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn