Verð olíu hríðfellur áfram Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2020 21:43 Olíuframleiðendur Vestanhafs eiga í miklum vandræðum þessa dagana. AP/Paul Sancya Hrun olíumarkaða hélt áfram í dag og hefur olíuverð haldið áfram að hríðfalla. Það hefur sömuleiðis haft áhrif á hlutabréfamarkaði þar sem dagurinn var rauður á verðbréfamörkuðum um mest allan heim. Staðan er sérstaklega slæm hjá olíufélögum í Bandaríkjunum þar sem birgðatankar eru að fyllast. Kostnaður við bandaríska olíu, sem afhenda á í júní, lækkaði um nærri því helming í dag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í gær varð verðmæti olíu sem afhenda á í næsta mánuði neikvætt í fyrsta sinn. Það þýddi að þeir sem áttu olíu greiddu öðrum fyrir að taka við henni. Verðmæti þeirrar olíu endaði þó í um níu dölum á tunnuna í dag. Sérfræðingur sem AP fréttaveitan ræddi við segir þetta ástand mun vara út næsta mánuðinn. Verðmæti olíu sem afhenda á í júní muni sömuleiðis hríðfalla. Sjá eining: Bandarískir olíuframleiðendur borga með lítranum Verð Brent olíu féll sömuleiðis um nærri því fjórðung í dag og fór undir tuttugu dali á tunnuna í fyrsta sinn í tæpa tvo áratugi. Á hádegisfréttum Bylgjunnar í dag kom fram að haldi þróunin áfram gæti hún haft veruleg áhrif á olíuverð hér á landi. Sjá einnig: Söguleg staða á olíumörkuðum sem gæti komið íslenskum neytendum vel Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur leitt til mun minni eftirspurnar eftir olíu og hafa birgðir verið að safnast upp. Á sama tíma hafa yfirvöld Sádi-Arabíu og Rússlands átt í verðstríði og hafa ríkin dælt olíu á markaði þar sem nóg var af olíu fyrir. Ríkin hafa þó komist að samkomulagi um að draga verulega úr framleiðslu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bensín og olía Tengdar fréttir Söguleg staða á olíumörkuðum sem gæti komið íslenskum neytendum vel Sögulegir tímar eru nú uppi á olíumörkuðum þar sem verð hefur hríðfallið vegna hárrar birgðastöð og einstaklega lítillar eftirspurnar vegna kórónuveirunnar. Hagfræðingur segir þetta geta haft veruleg áhrif á olíuverð hér heima haldi þróunin áfram. 21. apríl 2020 12:32 Bandarískir olíuframleiðendur borga með lítranum Verð bandarískrar olíu hríðféll í dag vegna hárrar birgðastöðu og einstaklega lítillar eftirspurnar. 20. apríl 2020 18:29 Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Hrun olíumarkaða hélt áfram í dag og hefur olíuverð haldið áfram að hríðfalla. Það hefur sömuleiðis haft áhrif á hlutabréfamarkaði þar sem dagurinn var rauður á verðbréfamörkuðum um mest allan heim. Staðan er sérstaklega slæm hjá olíufélögum í Bandaríkjunum þar sem birgðatankar eru að fyllast. Kostnaður við bandaríska olíu, sem afhenda á í júní, lækkaði um nærri því helming í dag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í gær varð verðmæti olíu sem afhenda á í næsta mánuði neikvætt í fyrsta sinn. Það þýddi að þeir sem áttu olíu greiddu öðrum fyrir að taka við henni. Verðmæti þeirrar olíu endaði þó í um níu dölum á tunnuna í dag. Sérfræðingur sem AP fréttaveitan ræddi við segir þetta ástand mun vara út næsta mánuðinn. Verðmæti olíu sem afhenda á í júní muni sömuleiðis hríðfalla. Sjá eining: Bandarískir olíuframleiðendur borga með lítranum Verð Brent olíu féll sömuleiðis um nærri því fjórðung í dag og fór undir tuttugu dali á tunnuna í fyrsta sinn í tæpa tvo áratugi. Á hádegisfréttum Bylgjunnar í dag kom fram að haldi þróunin áfram gæti hún haft veruleg áhrif á olíuverð hér á landi. Sjá einnig: Söguleg staða á olíumörkuðum sem gæti komið íslenskum neytendum vel Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur leitt til mun minni eftirspurnar eftir olíu og hafa birgðir verið að safnast upp. Á sama tíma hafa yfirvöld Sádi-Arabíu og Rússlands átt í verðstríði og hafa ríkin dælt olíu á markaði þar sem nóg var af olíu fyrir. Ríkin hafa þó komist að samkomulagi um að draga verulega úr framleiðslu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bensín og olía Tengdar fréttir Söguleg staða á olíumörkuðum sem gæti komið íslenskum neytendum vel Sögulegir tímar eru nú uppi á olíumörkuðum þar sem verð hefur hríðfallið vegna hárrar birgðastöð og einstaklega lítillar eftirspurnar vegna kórónuveirunnar. Hagfræðingur segir þetta geta haft veruleg áhrif á olíuverð hér heima haldi þróunin áfram. 21. apríl 2020 12:32 Bandarískir olíuframleiðendur borga með lítranum Verð bandarískrar olíu hríðféll í dag vegna hárrar birgðastöðu og einstaklega lítillar eftirspurnar. 20. apríl 2020 18:29 Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Söguleg staða á olíumörkuðum sem gæti komið íslenskum neytendum vel Sögulegir tímar eru nú uppi á olíumörkuðum þar sem verð hefur hríðfallið vegna hárrar birgðastöð og einstaklega lítillar eftirspurnar vegna kórónuveirunnar. Hagfræðingur segir þetta geta haft veruleg áhrif á olíuverð hér heima haldi þróunin áfram. 21. apríl 2020 12:32
Bandarískir olíuframleiðendur borga með lítranum Verð bandarískrar olíu hríðféll í dag vegna hárrar birgðastöðu og einstaklega lítillar eftirspurnar. 20. apríl 2020 18:29
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent