Jóhann Berg: „Best case senario“ væri að byrja að spila í ensku úrvalsdeildinni í júní Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2020 16:30 Jóhann Berg Gudmundsson fagnar marki með Burnley. Getty/Chris Brunskill Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni, ræddi um framtíð þessa tímabils í ensku úrvalsdeildinni í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport. „Staðan hjá mér er skrýtin eins og hjá flestum í heiminum í dag. Þetta er ótrúlegir tímar sem við erum að upplifa og það er enginn undantekning hjá okkur í Manchester,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson. Hann veit ekkert um framhaldið hjá sér. „Það sem mér finnst óþægilegast persónulega er óvissan. Venjulega þegar þú ert í sumarfríi þá veistu hvenær undirbúningstímabilið byrjar og þú átt að byrja að æfa. Þú ert að reyna að halda þér í formi en að sama skapi þá veistu ekki hvenær þú ert að fara að mæta á æfingar,“ sagði Jóhann Berg. „Það er ekkert vitað um framhaldið hér. Það var talað um miðjan apríl en það er ekki að fara að gerast. Ég sé okkur ekki byrja að æfa fyrr en í fyrsta lagi í maí og deildin byrjar þá ekki fyrr en í byrjun júní. Það væri held ég „best case senario“ ef við slettum aðeins,“ sagði Jóhann Berg. „Ef þetta fer eitthvað lengra en það þá verður mjög erfitt að klára deildina,“ sagði Jóhann Berg en hann ætti að vera að laus við öll meiðsli í júní. „Ég er búinn að missa af fótbolta á þessu tímabili og það væri frábært fyrir mig persónulega að koma sterkur inn í þessa níu síðustu leiki í deildinni og svo landsleikina. Það væri frábært fyrir mig persónulega en það ómögulegt að segja hvað gerist í þessu. Ef deildin fer aftur af stað þá verð ég hundrað prósent klár,“ sagði Jóhann Berg. En hvað með líkurnar á því að tímabilið verði flautað af. „Það eru gríðarlega tekjur sem úrvalsdeildin er að þéna og þeir myndu tapa svakalegum peningum á því. Ég held að það sé algjörlega síðasta sort hjá þeim að fara að fresta þessari deild. Þeir vilja auðvitað klára hana og það verður að ráðast hvernig það verður gert. Það væri hægt að klára þessa níu leiki á fjórum vikum ef það væri spilað mjög þétt,“ sagði Jóhann Berg. „Leikmenn myndu láta sig hafa það að klára tímabilið og auðvitað er það æskilegt. Það yrði hræðilegt fyrir liðin sem eru að koma upp í deildina og sama skapi fyrir Liverpool ef þessu yrði öllu slaufað. Það yrði hrikalegt fyrir úrvalsdeildina og bara fyrir fótbolta alls staðar. Maður veit ekki neitt en vill klára þetta,“ sagði Jóhann Berg. Viðtalið við Jóhann Berg má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í dag - Jóhann Berg í viðtali Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni, ræddi um framtíð þessa tímabils í ensku úrvalsdeildinni í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport. „Staðan hjá mér er skrýtin eins og hjá flestum í heiminum í dag. Þetta er ótrúlegir tímar sem við erum að upplifa og það er enginn undantekning hjá okkur í Manchester,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson. Hann veit ekkert um framhaldið hjá sér. „Það sem mér finnst óþægilegast persónulega er óvissan. Venjulega þegar þú ert í sumarfríi þá veistu hvenær undirbúningstímabilið byrjar og þú átt að byrja að æfa. Þú ert að reyna að halda þér í formi en að sama skapi þá veistu ekki hvenær þú ert að fara að mæta á æfingar,“ sagði Jóhann Berg. „Það er ekkert vitað um framhaldið hér. Það var talað um miðjan apríl en það er ekki að fara að gerast. Ég sé okkur ekki byrja að æfa fyrr en í fyrsta lagi í maí og deildin byrjar þá ekki fyrr en í byrjun júní. Það væri held ég „best case senario“ ef við slettum aðeins,“ sagði Jóhann Berg. „Ef þetta fer eitthvað lengra en það þá verður mjög erfitt að klára deildina,“ sagði Jóhann Berg en hann ætti að vera að laus við öll meiðsli í júní. „Ég er búinn að missa af fótbolta á þessu tímabili og það væri frábært fyrir mig persónulega að koma sterkur inn í þessa níu síðustu leiki í deildinni og svo landsleikina. Það væri frábært fyrir mig persónulega en það ómögulegt að segja hvað gerist í þessu. Ef deildin fer aftur af stað þá verð ég hundrað prósent klár,“ sagði Jóhann Berg. En hvað með líkurnar á því að tímabilið verði flautað af. „Það eru gríðarlega tekjur sem úrvalsdeildin er að þéna og þeir myndu tapa svakalegum peningum á því. Ég held að það sé algjörlega síðasta sort hjá þeim að fara að fresta þessari deild. Þeir vilja auðvitað klára hana og það verður að ráðast hvernig það verður gert. Það væri hægt að klára þessa níu leiki á fjórum vikum ef það væri spilað mjög þétt,“ sagði Jóhann Berg. „Leikmenn myndu láta sig hafa það að klára tímabilið og auðvitað er það æskilegt. Það yrði hræðilegt fyrir liðin sem eru að koma upp í deildina og sama skapi fyrir Liverpool ef þessu yrði öllu slaufað. Það yrði hrikalegt fyrir úrvalsdeildina og bara fyrir fótbolta alls staðar. Maður veit ekki neitt en vill klára þetta,“ sagði Jóhann Berg. Viðtalið við Jóhann Berg má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í dag - Jóhann Berg í viðtali
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira