Flýta heimildarmyndinni um Michael Jordan og 1997-98 Bullsliðið um tvo mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2020 10:00 Michael Jordan fagnar sjötta meistaratitli sínum með fólkinu í Chicago borg eftir sigurinn í lokaúrslitunum árið 1998. Getty/Steve Woltmann Íslenskir sem erlendir NBA-áhugamenn fagna örugglega fréttum næturinnar frá Bandaríkjunum þar sem að ein mest spennandi heimildarmynd um NBA í langan tíma kemur út eftir aðeins „nokkra“ daga í stað þess að koma út eftir meira en tvo mánuði. ESPN og ABC gefa út þessa tíu þátta heimildarmynd og hafa verið að auglýsa hana á síðustu misserum sem hefur um leið byggt upp mikinn spenning með áhugamanna. ABC's much-needed 10-part Michael Jordan documentary will air on April 19th, amid the #NBA's coronavirus suspension https://t.co/6aWspmsrOD— Sports Illustrated (@SInow) March 31, 2020 Það er ljóst að það er mikil eftirspurn eftir nýju íþróttaefni nú þegar kórónuveiran hefur stöðvað allar helstu íþróttadeildir og íþróttakappleiki heimsins. NBA-áhugamenn eru þar engin undantekning en á þessum tíma væri farið að styttast vel í úrslitakeppnina sem nær síðan vanalega hámarki í maí og júní. Fyrsti þátturinn af „The Last Dance“ heimildarmyndinni hefur nú verið færður til 19. apríl næstkomandi en áður var á áætlun að hefja sýningar í júní. Það hefur ekki verið gefið út hvernig framhaldið muni líta út. ESPN's long-awaited 10-part documentary on Michael Jordan and the 1997-98 Bulls originally scheduled to launch in June with the NBA Finals instead will make its debut on Sunday, April 19, a report says.https://t.co/eZfqBAVtV2— Chicago Tribune Sports (@ChicagoSports) March 31, 2020 1997-98 tímabilið var það síðasta sem Michael Jordan spilaði með Chicago Bulls liðinu en á því vann hann sinn sjötta meistaratitil og endaði lokaleikinn á því að tryggja Bulls liðinu titilinn með síðasta skoti leiksins. Phil Jackson kallaði tímabilið „The Last Dance“ eða „Síðasta dansinn“ af því að hann vissi að liðið væri að fara að leysast upp eftir það enda voru svo margir leikmenn að renna út á samning. Svo fór að Chicago Bulls tefldi fram allt öðru og glænýju liði næsta tímabil á eftir og bæði Phil Jackson, Michael Jordan, Scottie Pippen og fleiri voru þar hvergi sjáanlegir. Heimildarmyndin mun sína gríðarlega mikið af óbirtu myndefni frá þessu 1997-98 tímabili og þá sérstaklega frá því sem gekk á bak við tjöldin. Það verða síðan fullt af viðtölum við alla sem komu að þessu liði og þar á meðal við Michael Jordan. Margir eru sérstaklega spenntir fyrir því hvort þeir fái að sjá meira af því hvernig Michael Jordan var á bak við tjöldin og hvernig hann hegðaði sér sem liðsfélagi. Hér fyrir neðan má sjá eina af auglýsingunum um heimildarmyndina þegar stefnan var á það að gefa hana út í júní. IT'S HAPPENING #TheLastDance | Coming in June pic.twitter.com/YSySzSNZIs— ESPN (@espn) December 24, 2019 NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bíó og sjónvarp Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira
Íslenskir sem erlendir NBA-áhugamenn fagna örugglega fréttum næturinnar frá Bandaríkjunum þar sem að ein mest spennandi heimildarmynd um NBA í langan tíma kemur út eftir aðeins „nokkra“ daga í stað þess að koma út eftir meira en tvo mánuði. ESPN og ABC gefa út þessa tíu þátta heimildarmynd og hafa verið að auglýsa hana á síðustu misserum sem hefur um leið byggt upp mikinn spenning með áhugamanna. ABC's much-needed 10-part Michael Jordan documentary will air on April 19th, amid the #NBA's coronavirus suspension https://t.co/6aWspmsrOD— Sports Illustrated (@SInow) March 31, 2020 Það er ljóst að það er mikil eftirspurn eftir nýju íþróttaefni nú þegar kórónuveiran hefur stöðvað allar helstu íþróttadeildir og íþróttakappleiki heimsins. NBA-áhugamenn eru þar engin undantekning en á þessum tíma væri farið að styttast vel í úrslitakeppnina sem nær síðan vanalega hámarki í maí og júní. Fyrsti þátturinn af „The Last Dance“ heimildarmyndinni hefur nú verið færður til 19. apríl næstkomandi en áður var á áætlun að hefja sýningar í júní. Það hefur ekki verið gefið út hvernig framhaldið muni líta út. ESPN's long-awaited 10-part documentary on Michael Jordan and the 1997-98 Bulls originally scheduled to launch in June with the NBA Finals instead will make its debut on Sunday, April 19, a report says.https://t.co/eZfqBAVtV2— Chicago Tribune Sports (@ChicagoSports) March 31, 2020 1997-98 tímabilið var það síðasta sem Michael Jordan spilaði með Chicago Bulls liðinu en á því vann hann sinn sjötta meistaratitil og endaði lokaleikinn á því að tryggja Bulls liðinu titilinn með síðasta skoti leiksins. Phil Jackson kallaði tímabilið „The Last Dance“ eða „Síðasta dansinn“ af því að hann vissi að liðið væri að fara að leysast upp eftir það enda voru svo margir leikmenn að renna út á samning. Svo fór að Chicago Bulls tefldi fram allt öðru og glænýju liði næsta tímabil á eftir og bæði Phil Jackson, Michael Jordan, Scottie Pippen og fleiri voru þar hvergi sjáanlegir. Heimildarmyndin mun sína gríðarlega mikið af óbirtu myndefni frá þessu 1997-98 tímabili og þá sérstaklega frá því sem gekk á bak við tjöldin. Það verða síðan fullt af viðtölum við alla sem komu að þessu liði og þar á meðal við Michael Jordan. Margir eru sérstaklega spenntir fyrir því hvort þeir fái að sjá meira af því hvernig Michael Jordan var á bak við tjöldin og hvernig hann hegðaði sér sem liðsfélagi. Hér fyrir neðan má sjá eina af auglýsingunum um heimildarmyndina þegar stefnan var á það að gefa hana út í júní. IT'S HAPPENING #TheLastDance | Coming in June pic.twitter.com/YSySzSNZIs— ESPN (@espn) December 24, 2019
NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bíó og sjónvarp Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira