Fjölskylda Evu Ruzu hafði ekki mikla trú á henni fyrir matarboðið Stefán Árni Pálsson skrifar 26. mars 2020 13:31 Það gekk töluvert mikið á í aðdraganda matarboðsins. Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir byrjaði í gærkvöldi með nýjan þátt á Stöð 2 sem nefnist Matarboð með Evu. Fyrstu fjórir gestirnir í þáttunum eru þær Eva Ruza, Júlíana Sara, Viktoría Hermannsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir. Í þáttunum byrjar hún að bjóða gesti þáttarins heim til sín upp á Akranes til að kenna þeim að reiða fram dýrindis kvöldmáltíð með öllu tilheyrandi. Gestir þáttanna eiga það sameiginlegt að vera kannski ekki meistarakokkar. Því næst þarf gesturinn að halda matarboð fyrir vini og vandamenn í heimahúsi og gera allt frá a-ö sjálf. Eva Ruza var fyrsti gesturinn í gærkvöldi og bauð hún fjölskyldu sinni í mat eftir góða leiðsögn frá Evu Laufey. Hér að neðan má sjá hvernig matarboðið gekk fyrir sig. Klippa: Fjölskylda Evu Ruzu hafði ekki mikla trú á henni fyrir matarboðið Hér að neðan má síðan sjá uppskrift sem fylgir öllum þáttum hér á Vísi: Hvítlauksmarinerað lambalæri ·1 lambalæri, beinlaust ·150 g smjör ·Handfylli steinselja ·Handfylli rósmarín ·4 hvítlauksrif ·1 msk. Ólífuolía ·Salt og nýmalaður piparAðferð: 1.Hitið ofninn í 200°C. 2.Setjið smjör, steinselju, rósmarín, hvítlauksrif, ólífuolíu, salt og pipar í matvinnsluvél og maukið. 3.Nuddið lærinu upp úr hvítlaukssmjörinu og kryddið til með salti og pipar. 4.Eldið lærið í 60 mínútur. 5.Á meðan lærið er í ofninum undirbúið þið meðlætið. 6.Leyfið lærinu að hvíla í lágmark 10 mínútur áður en þið skerið í kjötið og berið fram. Rótargrænmeti ·2 stórar sætar kartöflur ·½ sellerírót ·5 – 6 gulrætur ·2 – 3 bökunarkartöflur ·Tímían, ferskt smátt saxað ·Salt og pipar ·2 msk ólífuolía ·50 g smjör, skorið í teninga Aðferð: 1.Skerið allt hráefnið mjög smátt, blandið olíu og kryddum saman og blandið öllu vel saman. 2.Hellið í eldfast mót og setjið nokkrar smjörklípur yfir. 3.Inn í ofn við 200°C í 35 – 40 mínútur. 4.Gott að hræra í einu sinni til tvisvar. Sveppasósa ·500 ml rjómi ·2 msk smjör ·300 g blandaðir sveppir (kastaníu og flúða) ·Salt og pipar ·1 tsk tímían, ferskt smátt saxað ·1 pakki piparostur ·1 teningur lambakraftur ·Salt og pipar Aðferð: 1.Skerið sveppina smátt, hitið smjör í potti og steikið sveppina upp úr smjörinu í smá stund eða þar til þeir eru mjúkir í gegn. Kryddið með salti, pipar og fersku tímían. 2.Rífið niður piparost og bætið honum út í ásamt rjómanum. Leyfið sósunni að malla við vægan hita á meðan osturinn bráðnar. 3.Bætið krafti út í sósuna og smakkið að sjálfsögðu til með salti og pipar. Smjörsteiktur aspas ·1 búnt aspas, ferskur ·3 msk smjör ·Salt og pipar Aðferð: 1.Skolið aspasinn og þerrið, skerið trénaða hlutann frá og hitið smjör á pönnu. 2.Steikið aspasinn upp úr smjörinu í nokkrar mínútur og kryddið til með salti og pipar. Oreo triffli ·500 g rjómaostur ·500 ml rjómi ·5 msk sykur ·2 tsk vanilludropar ·2 tsk vanillusykur ·200 g Oreo kexkökur ·Fersk ber Aðferð: 1.Stífþeytið rjóma og leggið til hliðar. 2.Þeytið saman rjómaost, sykur og vanillu þar til blandan er orðin silkimjúk og létt í sér. 3.Setjið 8 kökur af Oreo saman við og hrærið þar til það hefur blandast vel við rjómaostinn. 4.Myljið restina af Oreo kökunum mjög fínt og setjið til hliðar. 5.Blandið nú rjómanum saman við með sleikju, og blandið varlega saman. 6.Setjið réttinn saman. Fyrst fer rjómaostablanda og svo fer Oreo mylsna, og þið endurtakið leikinn þar til þið eruð komin með nokkur lög. 7.Skreytið trifflið að vild með ferskum berjum og kælið. Matur Eva Laufey Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir byrjaði í gærkvöldi með nýjan þátt á Stöð 2 sem nefnist Matarboð með Evu. Fyrstu fjórir gestirnir í þáttunum eru þær Eva Ruza, Júlíana Sara, Viktoría Hermannsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir. Í þáttunum byrjar hún að bjóða gesti þáttarins heim til sín upp á Akranes til að kenna þeim að reiða fram dýrindis kvöldmáltíð með öllu tilheyrandi. Gestir þáttanna eiga það sameiginlegt að vera kannski ekki meistarakokkar. Því næst þarf gesturinn að halda matarboð fyrir vini og vandamenn í heimahúsi og gera allt frá a-ö sjálf. Eva Ruza var fyrsti gesturinn í gærkvöldi og bauð hún fjölskyldu sinni í mat eftir góða leiðsögn frá Evu Laufey. Hér að neðan má sjá hvernig matarboðið gekk fyrir sig. Klippa: Fjölskylda Evu Ruzu hafði ekki mikla trú á henni fyrir matarboðið Hér að neðan má síðan sjá uppskrift sem fylgir öllum þáttum hér á Vísi: Hvítlauksmarinerað lambalæri ·1 lambalæri, beinlaust ·150 g smjör ·Handfylli steinselja ·Handfylli rósmarín ·4 hvítlauksrif ·1 msk. Ólífuolía ·Salt og nýmalaður piparAðferð: 1.Hitið ofninn í 200°C. 2.Setjið smjör, steinselju, rósmarín, hvítlauksrif, ólífuolíu, salt og pipar í matvinnsluvél og maukið. 3.Nuddið lærinu upp úr hvítlaukssmjörinu og kryddið til með salti og pipar. 4.Eldið lærið í 60 mínútur. 5.Á meðan lærið er í ofninum undirbúið þið meðlætið. 6.Leyfið lærinu að hvíla í lágmark 10 mínútur áður en þið skerið í kjötið og berið fram. Rótargrænmeti ·2 stórar sætar kartöflur ·½ sellerírót ·5 – 6 gulrætur ·2 – 3 bökunarkartöflur ·Tímían, ferskt smátt saxað ·Salt og pipar ·2 msk ólífuolía ·50 g smjör, skorið í teninga Aðferð: 1.Skerið allt hráefnið mjög smátt, blandið olíu og kryddum saman og blandið öllu vel saman. 2.Hellið í eldfast mót og setjið nokkrar smjörklípur yfir. 3.Inn í ofn við 200°C í 35 – 40 mínútur. 4.Gott að hræra í einu sinni til tvisvar. Sveppasósa ·500 ml rjómi ·2 msk smjör ·300 g blandaðir sveppir (kastaníu og flúða) ·Salt og pipar ·1 tsk tímían, ferskt smátt saxað ·1 pakki piparostur ·1 teningur lambakraftur ·Salt og pipar Aðferð: 1.Skerið sveppina smátt, hitið smjör í potti og steikið sveppina upp úr smjörinu í smá stund eða þar til þeir eru mjúkir í gegn. Kryddið með salti, pipar og fersku tímían. 2.Rífið niður piparost og bætið honum út í ásamt rjómanum. Leyfið sósunni að malla við vægan hita á meðan osturinn bráðnar. 3.Bætið krafti út í sósuna og smakkið að sjálfsögðu til með salti og pipar. Smjörsteiktur aspas ·1 búnt aspas, ferskur ·3 msk smjör ·Salt og pipar Aðferð: 1.Skolið aspasinn og þerrið, skerið trénaða hlutann frá og hitið smjör á pönnu. 2.Steikið aspasinn upp úr smjörinu í nokkrar mínútur og kryddið til með salti og pipar. Oreo triffli ·500 g rjómaostur ·500 ml rjómi ·5 msk sykur ·2 tsk vanilludropar ·2 tsk vanillusykur ·200 g Oreo kexkökur ·Fersk ber Aðferð: 1.Stífþeytið rjóma og leggið til hliðar. 2.Þeytið saman rjómaost, sykur og vanillu þar til blandan er orðin silkimjúk og létt í sér. 3.Setjið 8 kökur af Oreo saman við og hrærið þar til það hefur blandast vel við rjómaostinn. 4.Myljið restina af Oreo kökunum mjög fínt og setjið til hliðar. 5.Blandið nú rjómanum saman við með sleikju, og blandið varlega saman. 6.Setjið réttinn saman. Fyrst fer rjómaostablanda og svo fer Oreo mylsna, og þið endurtakið leikinn þar til þið eruð komin með nokkur lög. 7.Skreytið trifflið að vild með ferskum berjum og kælið.
Matur Eva Laufey Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira