Gefur eftir helming launa sinna Anton Ingi Leifsson skrifar 24. mars 2020 19:00 Mikael Nikulásson er þjálfari Njarðvíkur sem og spekingur í hlaðvarpsþættinum vinsæla Dr. Football. vísir/skjáskot Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur í knattspyrnu, hefur ákveðið að gefa eftir hluta af launum sínum sem þjálfari liðsins en mörg lið róa lífróður þessa daganna vegna ástandsins sem upp er komin vegna kórónuveirunnar. Mikael tilkynnti þetta í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær en Kjartan Atli Kjartansson hitti Mikael í dag þar sem hann fór yfir ákvörðun Mikaels. Innslagið var svo sýnt í Sportið í dag. „Ég tel það mína skyldu. Við erum ekki búnir að æfa í rúma viku og ég sé ekki fram á að fyrsta æfing verði fyrr en í fyrsta lagi 15. apríl. Vonandi þá. Á þessum mánuði er ég ekki að fara á neinar æfingar. Ég set upp prógram fyrir strákana og þarf ekki að keyra til Keflavíkur og er ekkert að æfa frekar en aðrir,“ sagði Mikael í þætti dagsins. Klippa: Sportið í dag: Mikael gefur eftir laun „Það er hart í ári hjá öllum liðum og ég legg mitt að mörkum að reyna halda þeim leikmönnum sem við erum búnir að semja við fyrir tímabilið. Við erum með tvo útlendinga sem kosta. Ég vil halda þeim og ég gef eftir helminginn af laununum mínum í mars og væntanlega apríl líka.“ En hvetur Mikael aðra leikmenn og þjálfara til að gera slíkt hið sama? „Ég held að margir leikmenn og þjálfarar hafa tök á því og ef menn hafa tök á því þá tel ég að þeir eigi að gera það. Það hjálpar til í öllum rekstrinum og það gefur gott inn í klúbbinn og leikmannahópinn að menn séu að sína samstöðu.“ „Það kostar að reka þetta og það er lítið til hjá mörgum og verður væntanlega minna. Ég myndi telja að menn ættu að fara að þessu fordæmi ef menn virkilega geta það. Ef hver og einn myndi gefa eitthvað smotterí af laununum sínum, eins og í stóru liðunum í efstu deild, þá myndi það hjálpa heilmikið og gera félögin sterkari.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjanesbær Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur í knattspyrnu, hefur ákveðið að gefa eftir hluta af launum sínum sem þjálfari liðsins en mörg lið róa lífróður þessa daganna vegna ástandsins sem upp er komin vegna kórónuveirunnar. Mikael tilkynnti þetta í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær en Kjartan Atli Kjartansson hitti Mikael í dag þar sem hann fór yfir ákvörðun Mikaels. Innslagið var svo sýnt í Sportið í dag. „Ég tel það mína skyldu. Við erum ekki búnir að æfa í rúma viku og ég sé ekki fram á að fyrsta æfing verði fyrr en í fyrsta lagi 15. apríl. Vonandi þá. Á þessum mánuði er ég ekki að fara á neinar æfingar. Ég set upp prógram fyrir strákana og þarf ekki að keyra til Keflavíkur og er ekkert að æfa frekar en aðrir,“ sagði Mikael í þætti dagsins. Klippa: Sportið í dag: Mikael gefur eftir laun „Það er hart í ári hjá öllum liðum og ég legg mitt að mörkum að reyna halda þeim leikmönnum sem við erum búnir að semja við fyrir tímabilið. Við erum með tvo útlendinga sem kosta. Ég vil halda þeim og ég gef eftir helminginn af laununum mínum í mars og væntanlega apríl líka.“ En hvetur Mikael aðra leikmenn og þjálfara til að gera slíkt hið sama? „Ég held að margir leikmenn og þjálfarar hafa tök á því og ef menn hafa tök á því þá tel ég að þeir eigi að gera það. Það hjálpar til í öllum rekstrinum og það gefur gott inn í klúbbinn og leikmannahópinn að menn séu að sína samstöðu.“ „Það kostar að reka þetta og það er lítið til hjá mörgum og verður væntanlega minna. Ég myndi telja að menn ættu að fara að þessu fordæmi ef menn virkilega geta það. Ef hver og einn myndi gefa eitthvað smotterí af laununum sínum, eins og í stóru liðunum í efstu deild, þá myndi það hjálpa heilmikið og gera félögin sterkari.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjanesbær Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn