Salmond sýknaður af ákæru um kynferðisbrot Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2020 10:44 Alex Salmond yfirgefur dómshús í Edinborg við upphaf réttarhaldanna yfir honum fyrr í þessum mánuði. Hann hefur meðal annars stýrst sjónvarpsþætti á rússnesku ríkissjónvarpsstöðinni RT undanfarin ár. Vísir/EPA Kviðdómur sýknaði Alex Salmond, fyrrverandi oddvita skosku heimastjórnarinnar, af ákæru um að hann hefði ráðist kynferðislega á níu konur á meðan hann gegndi embætti í gær. Hann hefur alla tíð neitað sök og fullyrðir að logið hafi verið upp á hann í pólitískum tilgangi. Salmond var sýknaður af tólf ákæruliðum en sök hans var ekki talin sönnuð í þeim þrettánda. Saksóknarar höfðu áður fellt niður ákæru fyrir kynferðisofbeldi gegn tíundu konunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þingkona Skoska þjóðarflokksins (SNP), starfsmaður flokksins og nokkrir núverandi og fyrrverandi opinberir starfsmenn og embættismenn voru á meðal þeirra kvenna sem báru Salmond sökum. Hann var meðal annars ákærður fyrir tilraun til nauðgunar. Sum brotin áttu sér stað í Bláa húsinu, forsætisráðherrabústaðnum í Edinborg. Sjá einnig: Salmond ákærður í kjölfar ásakana um kynferðisbrot Salmond bar því við fyrir dómi að þær hefðu logið upp á hann eða ýkt atvik. Verjendur hans héldu því fram fyrir dómi að háttsettur embættismaður, sem sakaði Salmond um kynferðisbrot, hefði verið í sambandi við nokkrar af hinum konunum áður en Salmond var ákærður. Eftir að dómurinn lá fyrir í gær sagði Salmond að hann hefði viljað leggja ákveðin sönnunargöng fram en að það hafi ekki verið hægt „af ýmsum ástæðum“. „Á einhverjum tímapunkti munu þær staðreyndir og sannanir líta dagsins ljós,“ boðaði Salmond. Nicola Sturgeon, núverandi oddviti heimastjórnarinnar sem tók við af Salmond árið 2014, sagði að virða yrði niðurstöðu kviðdómsins. Hún taki fagnandi rannsókn skoska þingsins á hvernig ríkisstjórn hennar brást við ásökunum á hendur Salmond. Heimastjórnin gekkst við því í janúar að hún hefði brotið lög við rannsókn á ásökunum með því að skipa rannsakanda sem hafði komið að málinu á fyrri stigum. Skotland Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sjá meira
Kviðdómur sýknaði Alex Salmond, fyrrverandi oddvita skosku heimastjórnarinnar, af ákæru um að hann hefði ráðist kynferðislega á níu konur á meðan hann gegndi embætti í gær. Hann hefur alla tíð neitað sök og fullyrðir að logið hafi verið upp á hann í pólitískum tilgangi. Salmond var sýknaður af tólf ákæruliðum en sök hans var ekki talin sönnuð í þeim þrettánda. Saksóknarar höfðu áður fellt niður ákæru fyrir kynferðisofbeldi gegn tíundu konunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þingkona Skoska þjóðarflokksins (SNP), starfsmaður flokksins og nokkrir núverandi og fyrrverandi opinberir starfsmenn og embættismenn voru á meðal þeirra kvenna sem báru Salmond sökum. Hann var meðal annars ákærður fyrir tilraun til nauðgunar. Sum brotin áttu sér stað í Bláa húsinu, forsætisráðherrabústaðnum í Edinborg. Sjá einnig: Salmond ákærður í kjölfar ásakana um kynferðisbrot Salmond bar því við fyrir dómi að þær hefðu logið upp á hann eða ýkt atvik. Verjendur hans héldu því fram fyrir dómi að háttsettur embættismaður, sem sakaði Salmond um kynferðisbrot, hefði verið í sambandi við nokkrar af hinum konunum áður en Salmond var ákærður. Eftir að dómurinn lá fyrir í gær sagði Salmond að hann hefði viljað leggja ákveðin sönnunargöng fram en að það hafi ekki verið hægt „af ýmsum ástæðum“. „Á einhverjum tímapunkti munu þær staðreyndir og sannanir líta dagsins ljós,“ boðaði Salmond. Nicola Sturgeon, núverandi oddviti heimastjórnarinnar sem tók við af Salmond árið 2014, sagði að virða yrði niðurstöðu kviðdómsins. Hún taki fagnandi rannsókn skoska þingsins á hvernig ríkisstjórn hennar brást við ásökunum á hendur Salmond. Heimastjórnin gekkst við því í janúar að hún hefði brotið lög við rannsókn á ásökunum með því að skipa rannsakanda sem hafði komið að málinu á fyrri stigum.
Skotland Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sjá meira