Sportið í dag: „Beðnir um að fara ekki út að borða né hittast utan körfuboltans“ Anton Ingi Leifsson skrifar 23. mars 2020 22:00 Haukur Helgi í viðtalinu í dag. Hann talaði frá Rússlandi þar sem hann hefur leikið í tæplega ár. vísir/skjáskot Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Unics Kazan í Rússlandi, segir að óvissan sé það versta á tíma kórónuveirunnar en körfuboltinn í Rússlandi er eins og margar aðrar íþróttir í hléi vegna veirunnar. Haukur Helgi og félagar spiluðu leik 7. mars gegn Mónakó í EuroCup en síðan þá hefur deildinni verið frestað. Að minnsta kosti þangað til 10. apríl. Landsliðsmaðurinn var í viðtali í Sportið í dag þar sem Kjartan Atli Kjartansson ræddi við Hauk sem er í hálfgerðu sóttkví í Rússlandi án kærustu og barns. „Þetta er öðruvísi. Ég hlakkaði mjög til að fá stelpurnar mínar aftur til mín svo þetta er öðruvísi. Við erum í sóttkví. Við förum á æfingu í einn og hálfan tíma og svo er beðið okkur um að vera ekki að fara út að borða né hittast utan körfuboltans,“ sagði Haukur. Klippa: Sportið í dag: Haukur Helgi frá Rússlandi Hann segir þó að liðið sé í hálfgerðu sóttkví þá eru menn ekkert hættir að æfa. „Við förum á æfingu og förum svo aftur heim. Þetta verður frekar einmanalegt og erfitt. Það er ekkert hægt að gera núna svo maður tekur þetta á kassann og vonast til að fá svör. Óvissan er verst.“ „Að þurfa bíða til 10. apríl til að fá svör frá alþjóðakörfuboltasambandinu og svo fjórum dögum síðar með EuroCup. Það var lið sem dró sig úr keppni núna frá Eistlandi. Maður veit ekki alveg hvað gerist og það er óþægilegast.“ Haukur sér fram til þess tíma að það komi einhver svör en segir skiljanlegt að félagið hleypi sér og öðrum leikmönnum ekki út úr landinu. „Það eru þrjár vikur í að það komi einhver svör og maður skilur félagið líka að vilja halda áfram og þeir eru með sín markmið. Þeir vilja ekkert hleypa fólki heim því þeir vita að þú þarft að fara í sóttkví þar og svo aftur þegar þú kemur til baka.“ „Þá missir þú rosalegan tíma af æfingum ef að þeir myndu ákveða að við myndum halda áfram. Þeir bíða eftir svörum frá embættinu hvað þeir eiga að gera. Þetta er erfið staða fyrir félögin líka. Það er þessi endalausa óvissa sem er óþægilegust,“ sagði Haukur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Körfubolti Sportið í dag Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Unics Kazan í Rússlandi, segir að óvissan sé það versta á tíma kórónuveirunnar en körfuboltinn í Rússlandi er eins og margar aðrar íþróttir í hléi vegna veirunnar. Haukur Helgi og félagar spiluðu leik 7. mars gegn Mónakó í EuroCup en síðan þá hefur deildinni verið frestað. Að minnsta kosti þangað til 10. apríl. Landsliðsmaðurinn var í viðtali í Sportið í dag þar sem Kjartan Atli Kjartansson ræddi við Hauk sem er í hálfgerðu sóttkví í Rússlandi án kærustu og barns. „Þetta er öðruvísi. Ég hlakkaði mjög til að fá stelpurnar mínar aftur til mín svo þetta er öðruvísi. Við erum í sóttkví. Við förum á æfingu í einn og hálfan tíma og svo er beðið okkur um að vera ekki að fara út að borða né hittast utan körfuboltans,“ sagði Haukur. Klippa: Sportið í dag: Haukur Helgi frá Rússlandi Hann segir þó að liðið sé í hálfgerðu sóttkví þá eru menn ekkert hættir að æfa. „Við förum á æfingu og förum svo aftur heim. Þetta verður frekar einmanalegt og erfitt. Það er ekkert hægt að gera núna svo maður tekur þetta á kassann og vonast til að fá svör. Óvissan er verst.“ „Að þurfa bíða til 10. apríl til að fá svör frá alþjóðakörfuboltasambandinu og svo fjórum dögum síðar með EuroCup. Það var lið sem dró sig úr keppni núna frá Eistlandi. Maður veit ekki alveg hvað gerist og það er óþægilegast.“ Haukur sér fram til þess tíma að það komi einhver svör en segir skiljanlegt að félagið hleypi sér og öðrum leikmönnum ekki út úr landinu. „Það eru þrjár vikur í að það komi einhver svör og maður skilur félagið líka að vilja halda áfram og þeir eru með sín markmið. Þeir vilja ekkert hleypa fólki heim því þeir vita að þú þarft að fara í sóttkví þar og svo aftur þegar þú kemur til baka.“ „Þá missir þú rosalegan tíma af æfingum ef að þeir myndu ákveða að við myndum halda áfram. Þeir bíða eftir svörum frá embættinu hvað þeir eiga að gera. Þetta er erfið staða fyrir félögin líka. Það er þessi endalausa óvissa sem er óþægilegust,“ sagði Haukur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Körfubolti Sportið í dag Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira