Tímabundið dregið úr starfsemi sendiráða Íslands í Afríku 23. mars 2020 12:30 Sendiráð Danmerkur og Íslands í Kampala. Sendiráð Íslands í Úganda og Malaví munu draga úr starfsemi sinni næstu vikur vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Útsendir starfsmenn munu snúa heim tímabundið. Er það gert í ljósi ferðatakmarkana sem settar hafa verið á í þessum ríkjum og þeirrar óvissu sem framundan er um útbreiðslu veirunnar og flugframboð í heiminum. Sendiráðin hafa umsjón með tvíhliða þróunarsamvinnu Íslands í Malaví og Úganda. Flest verkefna eru unnin með héraðsyfirvöldum og alþjóðastofnunum í ríkjunum og er stýrt af þarlendu starfsfólki. Svo lengi sem aðstæður leyfa verður þessum verkefnum haldið áfram. Umdæmi sendiráðsins í Kampala í Úganda nær að auki til Kenía, Eþíópíu, Djíbútí, Suður-Afríku, Namibíu og Afríkusambandsins í Addis Ababa og sinnir sendiráðið jafnframt fastanefnd Íslands hjá Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) í Næróbí. Á meðan starfsemi er í lágmarki verða skrifstofur sendiráðanna lokaðar en hægt er að hafa samband við sendiráðið í Kampala í gegnum netfangið kampala@mfa.is og í síma +256 312 531 100 eða +354 545 7455 og sendiráðið í Lilongwe í gegnum netfangið lilongwe@mfa.is í síma +265 888 960 464/999 960 464. Viðbúið er að faraldurinn geti aukið enn frekar á þá neyð sem nú þegar er fyrir hendi á svæðum þar sem sárafátækt ríkir og jafnvel skapað óróa. Ísland hyggst leggja þeim svæðum lið í samstarfi við alþjóðastofnanir og mannúðarsamtök. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Utanríkismál Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent
Sendiráð Íslands í Úganda og Malaví munu draga úr starfsemi sinni næstu vikur vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Útsendir starfsmenn munu snúa heim tímabundið. Er það gert í ljósi ferðatakmarkana sem settar hafa verið á í þessum ríkjum og þeirrar óvissu sem framundan er um útbreiðslu veirunnar og flugframboð í heiminum. Sendiráðin hafa umsjón með tvíhliða þróunarsamvinnu Íslands í Malaví og Úganda. Flest verkefna eru unnin með héraðsyfirvöldum og alþjóðastofnunum í ríkjunum og er stýrt af þarlendu starfsfólki. Svo lengi sem aðstæður leyfa verður þessum verkefnum haldið áfram. Umdæmi sendiráðsins í Kampala í Úganda nær að auki til Kenía, Eþíópíu, Djíbútí, Suður-Afríku, Namibíu og Afríkusambandsins í Addis Ababa og sinnir sendiráðið jafnframt fastanefnd Íslands hjá Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) í Næróbí. Á meðan starfsemi er í lágmarki verða skrifstofur sendiráðanna lokaðar en hægt er að hafa samband við sendiráðið í Kampala í gegnum netfangið kampala@mfa.is og í síma +256 312 531 100 eða +354 545 7455 og sendiráðið í Lilongwe í gegnum netfangið lilongwe@mfa.is í síma +265 888 960 464/999 960 464. Viðbúið er að faraldurinn geti aukið enn frekar á þá neyð sem nú þegar er fyrir hendi á svæðum þar sem sárafátækt ríkir og jafnvel skapað óróa. Ísland hyggst leggja þeim svæðum lið í samstarfi við alþjóðastofnanir og mannúðarsamtök. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Utanríkismál Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent