Lilja: Erum mjög meðvituð um stöðu íþróttahreyfingarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2020 15:43 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Íslensk stjórnvöld eru ekki enn tilbúin að gefa út sérstaka aðgerðapakka vegna stöðunnar í íslensku íþróttalífi út af kórónuveirunni. Íþróttamálaráðherra segir samt að stjórnvöld séu í miklum sambandi við íslensku íþróttahreyfinguna. Lilja Alfreðsdóttir, íþróttamálaráðherra, var gestur Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar í þættinum í Sportið í dag á Stöð 2 Sport. „Við erum að setja saman aðgerðapakka í þessum töluðu orðum og við vitum að það eru erfiðleikar út um allt. Vonandi er staðan tímabundin en þetta er rosalegt högg meðan á þessu stendur og þetta tekur sinn tíma,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir í þættinum. „Ég hef alltaf talað fyrir því að það sé mjög mikilvægt að við myndum svokallaða efnahagslega loftbrú meðan á þessu ástandi varir. Þetta er heilbrigðisvá sem er orðin núna samfélagsvá og þá kemur ríkisvaldið og hið opinbera og tekur höndum saman til að ná utan um þá þætti samfélagsins sem skipta okkur verulegu máli,“ sagði Lilja. „Við höfum verið með samninga við íþróttahreyfinguna og vitum auðvitað að það eru mörg vandamál og við viljum að sjálfsögðu gera allt sem við getum til að koma til móts við þessa fordómalausu stöðu,“ sagði Lilja. Lilja var ekki tilbúin að gefa neitt út um aðgerðapakka í þættinum hjá Henry og Kjartani en hún segir að þessi aðgerðapakki sé á leiðinni. „Það er ekki búið að klára aðgerðapakkann en ég get sagt ykkur það að við eigum í mjög miklu samstarfi við íþrótta- og æskulífshreyfinguna. Við höfum verið að heyra í henni um hver nákvæmlega staðan er. Sama á við um menntakerfið og um menninguna,“ sagði Lilja. Hún gat því ekki sagt neitt um sértækar aðgerðir fyrir íþróttahreyfinguna eins og staðan er núna. „Ég get ekki sagt það á þessum tímapunkti því það á eftir að kynna aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem verður gert á allra næstu dögum. Við erum mjög meðvituð um stöðuna og við vitum að íþróttahreyfingin hefur staðið sig frábærlega og hefur gert það um áratuga skeið. Ég hef sagt það að það gleymist stundum að íþróttafélögin eru eldri en elstu stjórnmálaflokkarnir og hafa heldur betur lagt sitt af mörkum til að búa til þetta sterka samfélag okkar,“ sagði Lilja. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Sjá meira
Íslensk stjórnvöld eru ekki enn tilbúin að gefa út sérstaka aðgerðapakka vegna stöðunnar í íslensku íþróttalífi út af kórónuveirunni. Íþróttamálaráðherra segir samt að stjórnvöld séu í miklum sambandi við íslensku íþróttahreyfinguna. Lilja Alfreðsdóttir, íþróttamálaráðherra, var gestur Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar í þættinum í Sportið í dag á Stöð 2 Sport. „Við erum að setja saman aðgerðapakka í þessum töluðu orðum og við vitum að það eru erfiðleikar út um allt. Vonandi er staðan tímabundin en þetta er rosalegt högg meðan á þessu stendur og þetta tekur sinn tíma,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir í þættinum. „Ég hef alltaf talað fyrir því að það sé mjög mikilvægt að við myndum svokallaða efnahagslega loftbrú meðan á þessu ástandi varir. Þetta er heilbrigðisvá sem er orðin núna samfélagsvá og þá kemur ríkisvaldið og hið opinbera og tekur höndum saman til að ná utan um þá þætti samfélagsins sem skipta okkur verulegu máli,“ sagði Lilja. „Við höfum verið með samninga við íþróttahreyfinguna og vitum auðvitað að það eru mörg vandamál og við viljum að sjálfsögðu gera allt sem við getum til að koma til móts við þessa fordómalausu stöðu,“ sagði Lilja. Lilja var ekki tilbúin að gefa neitt út um aðgerðapakka í þættinum hjá Henry og Kjartani en hún segir að þessi aðgerðapakki sé á leiðinni. „Það er ekki búið að klára aðgerðapakkann en ég get sagt ykkur það að við eigum í mjög miklu samstarfi við íþrótta- og æskulífshreyfinguna. Við höfum verið að heyra í henni um hver nákvæmlega staðan er. Sama á við um menntakerfið og um menninguna,“ sagði Lilja. Hún gat því ekki sagt neitt um sértækar aðgerðir fyrir íþróttahreyfinguna eins og staðan er núna. „Ég get ekki sagt það á þessum tímapunkti því það á eftir að kynna aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem verður gert á allra næstu dögum. Við erum mjög meðvituð um stöðuna og við vitum að íþróttahreyfingin hefur staðið sig frábærlega og hefur gert það um áratuga skeið. Ég hef sagt það að það gleymist stundum að íþróttafélögin eru eldri en elstu stjórnmálaflokkarnir og hafa heldur betur lagt sitt af mörkum til að búa til þetta sterka samfélag okkar,“ sagði Lilja.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Sjá meira