Merkustu mottumenn íslenskra íþrótta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. mars 2020 10:00 Íslendingar halda mottumars hvert einasta ár. Eitt sinn söfnuðu karlmenn yfirvaraskeggi en nú lætur fólk sér duga að kaupa skræpótta sokka. Blessunarlega segja kannski einhverjir. En í tilnefni af mottumars tók Vísir saman merkustu mottumenni íslenskra íþrótta. Á listanum eru ekki menn sem söfnuðu mottu af einhverju tilefni, í mottumars eða úrslitakeppni. Mennirnir hér fyrir neðan eru, eða voru, mottumenn af lífi og sál; maðurinn og mottan voru eitt. Pétur Guðmundsson í leik með San Antonio Spurs gegn hans gömlu félögum í Los Angeles Lakers. Pétur Guðmundsson er eins og allir vita eini Íslendingurinn sem hefur leikið í NBA-deildinni í körfubolta. Hann var m.a. um tíma hjá stjörnum prýddu liði Los Angeles Lakers. Pétur, sem var tekinn inn í heiðurshöll ÍSÍ 2015, lék einnig í Argentínu og á Englandi. Pétur var jafnan vopnaður góðri mottu í baráttunni undir körfunni. Þorbjörn Jensson stofnaði Fjölsmiðjuna eftir að hann dró sig í hlé frá handboltanum. Þorbjörn Jensson skartar tilkomumikilli mottu og þeirri flottustu í handboltanum ásamt hinum þýska Heiner Brand. Þorbjörn hefur verið með mottu svo lengi sem elstu menn muna og hún er samofin ímynd hans. Þorbjörn var harður í horn að taka sem leikmaður, vann fjölda titla sem þjálfari Vals og tók svo við íslenska karlalandsliðinu. Marteinn Geirsson slökkti elda, innan vallar og utan. Marteinn Geirsson átti um tíma leikjamet íslenska fótboltalandsliðsins og er markahæsti varnarmaður í sögu efstu deildar. Marteinn, sem var um tíma landsliðsfyrirliði, skartaði líka hinni laglegustu mottu. Eftir að skórnir fóru á hilluna þjálfaði hann nokkur lið og hefur starfað sem slökkviliðsmaður um áratuga skeið. Hinn íslenski Rivellino, Árni Sveinsson. Árni Sveinsson var afar sigursæll með liði ÍA á 7. og 8. áratug síðustu aldar. Hann fór síðan í Stjörnuna og hjálpaði liðinu að komast upp í efstu deild í fyrsta sinn í sögu þess. Árni, sem lék 50 landsleiki, var líka með ræktarlegt yfirvaraskegg og minnti um margt á Brassan frábæra, Rivellino. Alexander Ermolinskij varð bikarmeistari með Grindavík árið 2000, þá á 41. aldursári. Alexander Ermolinskij kom til Íslands 1992 eftir flottan feril í Sovétríkjunum og Ungverjalandi. Hann lék eingöngu með liðum í gulu hér á landi; Skallagrími, ÍA og Grindavík og varð bikarmeistari með síðastnefnda liðinu. Alexander lék bæði með sovéska og íslenska landsliðinu og starfaði við þjálfun hér á landi. Hann á eitt svalasta augnablik íslenskrar íþróttasögu þegar hann kyssti boltann áður hann setti niður þriggja stiga skot í leik með Skallagrími. Gunnlaugur Hjálmarsson dæmdi langt fram á sjötugsaldurinn. Gunnlaugur Hjálmarsson var ein af fyrstu handboltastjörnum Íslands og lék á þremur heimsmeistaramótum. Hann var þriðji markahæsti leikmaður HM 1961 og var valinn í heimsliðið fyrstur Íslendinga. Gunnlaugur hellti sér síðan út í dómgæslu og dæmdi fram á sjötugsaldur. Það var ekki vænlegt til árangurs að rífa kjaft við mann með svona vígalega mottu. Sigfried Held hirti ekki jafn vel um augabrúnirnar og mottuna.vísir/getty Sigfried Held stýrði íslenska karlalandsliðinu á árunum 1986-89. Hann var þekktur leikmaður á sínum tíma og var í silfurliði Vestur-Þjóðverja á HM 1966. Hann lék yfir 40 landsleiki fyrir Vestur-Þýskaland og varð Evrópumeistari bikarhafa með Borussia Dortmund. Auk Íslands þjálfaði Held í Þýskalandi, Tyrklandi, Austurríki, á Möltu og í Taílandi. Ingvar Jónsson ásamt sonum sínum, Pétri og Jóni Arnari. Mynd úr Íþróttablaðinu. Ingvar Jónsson er oft kallaður guðfaðir körfuboltans í Hafnarfirði. Hann var prímusmótorinn í starfi Hauka um langt skeið og synir hans og sonarsynir hafa einnig gert það gott í körfuboltanum. Ingvar var einnig með myndarlega mottu eins og myndin hér fyrir ofan ber vitni um. Grín og gaman Einu sinni var... Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Sjá meira
Íslendingar halda mottumars hvert einasta ár. Eitt sinn söfnuðu karlmenn yfirvaraskeggi en nú lætur fólk sér duga að kaupa skræpótta sokka. Blessunarlega segja kannski einhverjir. En í tilnefni af mottumars tók Vísir saman merkustu mottumenni íslenskra íþrótta. Á listanum eru ekki menn sem söfnuðu mottu af einhverju tilefni, í mottumars eða úrslitakeppni. Mennirnir hér fyrir neðan eru, eða voru, mottumenn af lífi og sál; maðurinn og mottan voru eitt. Pétur Guðmundsson í leik með San Antonio Spurs gegn hans gömlu félögum í Los Angeles Lakers. Pétur Guðmundsson er eins og allir vita eini Íslendingurinn sem hefur leikið í NBA-deildinni í körfubolta. Hann var m.a. um tíma hjá stjörnum prýddu liði Los Angeles Lakers. Pétur, sem var tekinn inn í heiðurshöll ÍSÍ 2015, lék einnig í Argentínu og á Englandi. Pétur var jafnan vopnaður góðri mottu í baráttunni undir körfunni. Þorbjörn Jensson stofnaði Fjölsmiðjuna eftir að hann dró sig í hlé frá handboltanum. Þorbjörn Jensson skartar tilkomumikilli mottu og þeirri flottustu í handboltanum ásamt hinum þýska Heiner Brand. Þorbjörn hefur verið með mottu svo lengi sem elstu menn muna og hún er samofin ímynd hans. Þorbjörn var harður í horn að taka sem leikmaður, vann fjölda titla sem þjálfari Vals og tók svo við íslenska karlalandsliðinu. Marteinn Geirsson slökkti elda, innan vallar og utan. Marteinn Geirsson átti um tíma leikjamet íslenska fótboltalandsliðsins og er markahæsti varnarmaður í sögu efstu deildar. Marteinn, sem var um tíma landsliðsfyrirliði, skartaði líka hinni laglegustu mottu. Eftir að skórnir fóru á hilluna þjálfaði hann nokkur lið og hefur starfað sem slökkviliðsmaður um áratuga skeið. Hinn íslenski Rivellino, Árni Sveinsson. Árni Sveinsson var afar sigursæll með liði ÍA á 7. og 8. áratug síðustu aldar. Hann fór síðan í Stjörnuna og hjálpaði liðinu að komast upp í efstu deild í fyrsta sinn í sögu þess. Árni, sem lék 50 landsleiki, var líka með ræktarlegt yfirvaraskegg og minnti um margt á Brassan frábæra, Rivellino. Alexander Ermolinskij varð bikarmeistari með Grindavík árið 2000, þá á 41. aldursári. Alexander Ermolinskij kom til Íslands 1992 eftir flottan feril í Sovétríkjunum og Ungverjalandi. Hann lék eingöngu með liðum í gulu hér á landi; Skallagrími, ÍA og Grindavík og varð bikarmeistari með síðastnefnda liðinu. Alexander lék bæði með sovéska og íslenska landsliðinu og starfaði við þjálfun hér á landi. Hann á eitt svalasta augnablik íslenskrar íþróttasögu þegar hann kyssti boltann áður hann setti niður þriggja stiga skot í leik með Skallagrími. Gunnlaugur Hjálmarsson dæmdi langt fram á sjötugsaldurinn. Gunnlaugur Hjálmarsson var ein af fyrstu handboltastjörnum Íslands og lék á þremur heimsmeistaramótum. Hann var þriðji markahæsti leikmaður HM 1961 og var valinn í heimsliðið fyrstur Íslendinga. Gunnlaugur hellti sér síðan út í dómgæslu og dæmdi fram á sjötugsaldur. Það var ekki vænlegt til árangurs að rífa kjaft við mann með svona vígalega mottu. Sigfried Held hirti ekki jafn vel um augabrúnirnar og mottuna.vísir/getty Sigfried Held stýrði íslenska karlalandsliðinu á árunum 1986-89. Hann var þekktur leikmaður á sínum tíma og var í silfurliði Vestur-Þjóðverja á HM 1966. Hann lék yfir 40 landsleiki fyrir Vestur-Þýskaland og varð Evrópumeistari bikarhafa með Borussia Dortmund. Auk Íslands þjálfaði Held í Þýskalandi, Tyrklandi, Austurríki, á Möltu og í Taílandi. Ingvar Jónsson ásamt sonum sínum, Pétri og Jóni Arnari. Mynd úr Íþróttablaðinu. Ingvar Jónsson er oft kallaður guðfaðir körfuboltans í Hafnarfirði. Hann var prímusmótorinn í starfi Hauka um langt skeið og synir hans og sonarsynir hafa einnig gert það gott í körfuboltanum. Ingvar var einnig með myndarlega mottu eins og myndin hér fyrir ofan ber vitni um.
Grín og gaman Einu sinni var... Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Sjá meira