Nýir eigendur Cintamani óttast ekki áhrif kórónuveirunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2020 13:27 Einar Karl Birgisson er í forsvari fyrir nýja eigendur Cintamani. Til hægri má sjá verslun Cintamani í Austurhrauni í Garðabæ. Samsett/Aðsend Einar Karl Birgisson, athafnamaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Cintamani, leiðir hóp fjárfesta sem keyptu Cintamani í síðustu viku, með öllu tilheyrandi. Hann segir nýja eigendur ekki hræðast breyttar efnahagshorfur vegna heimsfaraldurs kórónuveiru – þeir horfi spenntir og bjartsýnir fram á veginn. Greint var frá því í morgun að félagið Cinta 2020 ehf. hefði keypt vörumerkið Cintamani, ásamt vörulager og og léni félagsins. Cintamani var tekið til gjaldþrotaskipta í lok janúar og Íslandsbanki tók að sér að sjá um söluferlið. „Þetta leggst stórvel í mig. Þó að það séu skrýtnir tímar framundan, þá taldi ég að það væri tækifæri til þess að gera eitthvað nýtt og spennandi,“ segir Einar í samtali við Vísi. Hann er enda kunnugur staðarháttum, var framkvæmdastjóri Cintamani árin 2015 til 2018. Einir segir að nú verði lögð áhersla á vefverslun hjá Cintamani. Verslanir Cintamani voru alls orðnar fimm í lok janúar, þegar félagið fór í þrot, en nýir eigendur hafa ákveðið að opna eingöngu verslunina í Austurhrauni í Garðabæ, þar sem vörulager og skrifstofur fyrirtækisins hafa verið til húsa. „En við erum í þeirri vinnu að koma vefversluninni í loftið, aðlaga hana svolítið að því sem er að gerast í samfélaginu núna,“ segir Einar. Þannig verði þjónustusniði breytt og lögð áhersla á að auka vöruúrvalið í vefverslun frá því sem áður var. Bjartsýnir en ekki með bundið fyrir augun Ljóst þykir að faraldur kórónuveirunnar muni hafa í för með sér gríðarlegan samdrátt í straumi ferðamanna hingað til lands, og þar með efnahagslífsins alls. Þegar hefur áhrifa faraldursins gætt á ýmsum sviðum vinnumarkaðar og stjórnvöld undirbúa nú víðtækar aðgerðir til að koma til móts við launþega og atvinnurekendur. Einar kveðst ekki uggandi yfir stöðunni og segir fyrirtækið sjá tækifæri í breyttum efnahagshorfum. „En við erum samt ekki með bundið fyrir augun, við erum meðvitaðir um stöðuna. En sem betur fer, af því að ég þekki nú sjálfur til, þá var stór meirihluti viðskiptavina Cintamani Íslendingar og við trúum því og treystum að Íslendingar taki áfram fagnandi á móti Cintamani. Íslendingar eiga örugglega eftir að ferðast meira innanlands, stunda meiri útivist og hreyfingu og vera meira úti. Við trúum því að við pössum vel inn í það mynstur,“ segir Einar. „Við hræðumst þetta ekki en við munum bara taka þetta skref fyrir skref og sjá hvernig markaðurinn aðlagar sig breyttu mynstri.“ Einar segir ekki búið að manna allar stöður innan hins endurreista fyrirtækis. „Þetta ber svolítið hratt að.“ Viðræður standi yfir við fyrrverandi starfsmenn Cintamani. „Þeir starfsmenn sem við ætlum að ráða munu koma úr þeim hóp, að mestu leyti,“ segir Einar. Þá er gert ráð fyrir að verslanir Cintamani, í raun- og netheimum, opni á allra næstu dögum. „Bara öðru hvoru megin við helgina,“ segir Einar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Undirrituðu kaupsamning í síðustu viku og opna aftur á næstu dögum Íslandsbanki hefur lokið söluferli á vörumerkinu Cintamani ásamt vörulager og léni félagsins. 18. mars 2020 09:24 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Einar Karl Birgisson, athafnamaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Cintamani, leiðir hóp fjárfesta sem keyptu Cintamani í síðustu viku, með öllu tilheyrandi. Hann segir nýja eigendur ekki hræðast breyttar efnahagshorfur vegna heimsfaraldurs kórónuveiru – þeir horfi spenntir og bjartsýnir fram á veginn. Greint var frá því í morgun að félagið Cinta 2020 ehf. hefði keypt vörumerkið Cintamani, ásamt vörulager og og léni félagsins. Cintamani var tekið til gjaldþrotaskipta í lok janúar og Íslandsbanki tók að sér að sjá um söluferlið. „Þetta leggst stórvel í mig. Þó að það séu skrýtnir tímar framundan, þá taldi ég að það væri tækifæri til þess að gera eitthvað nýtt og spennandi,“ segir Einar í samtali við Vísi. Hann er enda kunnugur staðarháttum, var framkvæmdastjóri Cintamani árin 2015 til 2018. Einir segir að nú verði lögð áhersla á vefverslun hjá Cintamani. Verslanir Cintamani voru alls orðnar fimm í lok janúar, þegar félagið fór í þrot, en nýir eigendur hafa ákveðið að opna eingöngu verslunina í Austurhrauni í Garðabæ, þar sem vörulager og skrifstofur fyrirtækisins hafa verið til húsa. „En við erum í þeirri vinnu að koma vefversluninni í loftið, aðlaga hana svolítið að því sem er að gerast í samfélaginu núna,“ segir Einar. Þannig verði þjónustusniði breytt og lögð áhersla á að auka vöruúrvalið í vefverslun frá því sem áður var. Bjartsýnir en ekki með bundið fyrir augun Ljóst þykir að faraldur kórónuveirunnar muni hafa í för með sér gríðarlegan samdrátt í straumi ferðamanna hingað til lands, og þar með efnahagslífsins alls. Þegar hefur áhrifa faraldursins gætt á ýmsum sviðum vinnumarkaðar og stjórnvöld undirbúa nú víðtækar aðgerðir til að koma til móts við launþega og atvinnurekendur. Einar kveðst ekki uggandi yfir stöðunni og segir fyrirtækið sjá tækifæri í breyttum efnahagshorfum. „En við erum samt ekki með bundið fyrir augun, við erum meðvitaðir um stöðuna. En sem betur fer, af því að ég þekki nú sjálfur til, þá var stór meirihluti viðskiptavina Cintamani Íslendingar og við trúum því og treystum að Íslendingar taki áfram fagnandi á móti Cintamani. Íslendingar eiga örugglega eftir að ferðast meira innanlands, stunda meiri útivist og hreyfingu og vera meira úti. Við trúum því að við pössum vel inn í það mynstur,“ segir Einar. „Við hræðumst þetta ekki en við munum bara taka þetta skref fyrir skref og sjá hvernig markaðurinn aðlagar sig breyttu mynstri.“ Einar segir ekki búið að manna allar stöður innan hins endurreista fyrirtækis. „Þetta ber svolítið hratt að.“ Viðræður standi yfir við fyrrverandi starfsmenn Cintamani. „Þeir starfsmenn sem við ætlum að ráða munu koma úr þeim hóp, að mestu leyti,“ segir Einar. Þá er gert ráð fyrir að verslanir Cintamani, í raun- og netheimum, opni á allra næstu dögum. „Bara öðru hvoru megin við helgina,“ segir Einar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Undirrituðu kaupsamning í síðustu viku og opna aftur á næstu dögum Íslandsbanki hefur lokið söluferli á vörumerkinu Cintamani ásamt vörulager og léni félagsins. 18. mars 2020 09:24 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Undirrituðu kaupsamning í síðustu viku og opna aftur á næstu dögum Íslandsbanki hefur lokið söluferli á vörumerkinu Cintamani ásamt vörulager og léni félagsins. 18. mars 2020 09:24