Glataður giftingarhringur fannst fínpússaður og hreinn í fjósinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. mars 2020 17:30 Ingveldur og Kristinn Þór notuðu hárteygju og leikfangahring á brúðkaupsdaginn en settu svo upp giftingahringana sína nokkrum dögum síðar Mynd/Úr einkasafni Kristinn Þór Sigurjónsson týndi giftingarhring sínum fyrir hálfu ári síðan og hafði hann útilokað að fá hann nokkurn tímann aftur. Í gær fannst hringurinn óvænt og lýsir Kristinn Þór þessu sem kraftaverki. Hringurinn týndist í september síðastliðnum í sveit Ingveldar Geirsdóttur eiginkonu Kristins, sem féll frá í apríl á síðasta ári eftir erfiða baráttu við krabbamein. „Ég var að vinna við bygg í sveitinni hjá konunni, maður setur sýru á bygg sem er eitthvert rotvarnarefni eða eitthvað svoleiðis,“ segir Kristinn Þór í samtali við Vísi um aðstæðurnar þegar hringurinn hvarf. „Það er vél sem brýtur byggið og þetta fer í stóra 800 kílóa sekki. Ég var bara í þessu allan daginn og í lok dags var hringurinn ekki lengur til staðar og ljóst var að hann var í einhverjum af þessum sekkjum. Þetta voru í kringum hundrað sekkir þannig að það var alveg vonlaust að finna hann.“ Kristinn Þór segir að þetta hafi verið verulegt áfall, enda hafði Ingveldur fallið frá nokkrum mánuðum áður. Hann saknaði hringsins ógurlega en segist þó hafa fundið huggun í því að hringurinn týndist á þessum ákveðna stað, Ingveldur hafi greinilega viljað hafa hann í sveitinni hjá sér. „Ég reiknaði alltaf bara með því að hann færi í gegnum meltingarfærin á einhverri kúnni þarna, það var það sem ég sá fyrir mér að myndi gerast. Svo færi hann bara í jörðina og lægi þarna í sveitinni sem er við hliðina á kirkjugarðinum þar sem konan liggur með sinn hring.“ Hringurinn sleiktur og pússaður Hann hafði algjörlega útilokað að sjá hringinn nokkurn tímann aftur. „En þetta var allavega besti staðurinn til að týna honum, ég var ánægður með að ef hann átti að týnast yfir höfuð þá væri það þarna.“ Klukkan sjö í morgun fékk hann svo þær óvæntu fréttir að hringurinn væri fundinn. „Í gær átti sonur konunnar minnar afmæli og ég tengi þetta svolítið við það. Kýrnar voru að borða bygg úr stálkassa sem byggið er í sem kom úr þessum sekkjum. Síðan voru tengdó og mágur minn þarna í fjósinu í gær að ganga frá og þá voru kýrnar búnar að éta upp allt úr þessum dalli og sleikja hringinn og pússa hann og skilja hann eftir í miðjum dallinum.“ Giftingarhringur Kristins Þórs lá því á botninum í miðjum dallinum, fínpússaður og hreinn. Ekki eitt byggkorn var eftir í dallinum þar sem hringurinn fannst. „Hann er bara í sveitinni núna og ég bíð bara eftir að færðin verði þannig að maður geti farið að sækja hann. Covid og allt slíkt.“ Hringurinn bíður nú hjá tengdaforeldrum Kristins, pússaður og fínn.Mynd/Úr einkasafni Hún var alltaf að finna allt Kristinn Þór telur að það hafi ekki verið nein tilviljun að hringurinn fannst á þessum ákveðna degi. „Hún fann alltaf allt fyrir mig og hún bara fann hann núna.“ Kristinn segir að Inga hans hafi verið mjög fundvís og alltaf verið að finna eitthvað sem hann týndi. Nú hafi hún gert það með aðstoð vinkvennanna í fjósinu. „Ég var líka að tala við tengdó og hún fann mjög sterkt fyrir dóttur sinni í gær. Þannig að ef maður vill einhvern tímann trúa einhverju, þá er það núna. Maður finnur fyrir henni þarna. Ég var alltaf að týna öllu og hún var alltaf að finna allt.“ Á brúðkaupsdaginn sinn notuðu Kristinn Þór og Ingveldur hárteygju og hring frá dóttur þeirra. „Það gafst ekki tími til að kaupa hringa fyrir giftinguna þar sem það var mjög óvíst með hversu langt hún ætti eftir á þeim tíma. Réttir hringar komu svo upp um viku síðar.“ Um hálsinn það sem eftir er Hann er því einstaklega þakklátur fyrir að hringurinn er kominn í leitirnar. „Þetta var náttúrulega giftingarhringurinn okkar. Við giftum okkur á erfiðum tímum og við náðum ekki einu sinni árs brúðkaupsafmælinu saman. Þetta er hringurinn sem var keyptur og ég ætlaði að hafa um hálsinn á mér allavega, það sem eftir er.“ Kristinn sá fyrir sér að ganga með þennan hring út ævina í minningu hennar og óttaðist að það væri nú ekki mögulegt. Hringurinn spilaði óvænt stórt hlutverk í fyrsta hálfmaraþoni Kristins síðasta sumar, skömmu áður en hann týndist. Reykjavíkurmaraþonið bar upp á eins árs brúðkaupsafmælinu og ég held að ég hafi haldið í giftingahringinn 80% af hlaupinu - svo var planið að setja hringinn í hálsmen. Geri ráð fyrir því að Ingveldur hafi ekki verið fylgjandi þeirri hugmynd minni, enda minn helsti tískuráðunautur til þessa,“ skrifaði Kristinn Þór á bloggið sitt. Þar segir hann frá daglegu lífi og minningum. Síðasta árið hjá fjölskyldunni hefur snúist um að jafna sig eftir áfallið. Kristinn Þór segist ekki geta neitað því að veturinn hafi verið andlega mjög erfiður og þar með líkamlega erfiður líka. „Að öðru leyti dafna allir krakkarnir vel, Gerður Freyja er ævinlega kát og alltaf að læra meira og meira á lífið, Kristín Þórunn er á fullu alla daga hvort sem það sé í skóla eða íþróttum, Sigurjón Þór er alltaf hjálpsamur og stefnir hratt í það að hann verði fullorðinn maður. Ásgeir Skarphéðinn hef ég ekki fengið að umgangast jafn mikið og með reglulegum hætti og ég myndi vilja - en hann er að standa sig mjög vel í breyttum aðstæðum. Byrjaður að æfa fótbolta með Breiðablik og er í skólakór,“ Ástin og lífið Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Sjá meira
Kristinn Þór Sigurjónsson týndi giftingarhring sínum fyrir hálfu ári síðan og hafði hann útilokað að fá hann nokkurn tímann aftur. Í gær fannst hringurinn óvænt og lýsir Kristinn Þór þessu sem kraftaverki. Hringurinn týndist í september síðastliðnum í sveit Ingveldar Geirsdóttur eiginkonu Kristins, sem féll frá í apríl á síðasta ári eftir erfiða baráttu við krabbamein. „Ég var að vinna við bygg í sveitinni hjá konunni, maður setur sýru á bygg sem er eitthvert rotvarnarefni eða eitthvað svoleiðis,“ segir Kristinn Þór í samtali við Vísi um aðstæðurnar þegar hringurinn hvarf. „Það er vél sem brýtur byggið og þetta fer í stóra 800 kílóa sekki. Ég var bara í þessu allan daginn og í lok dags var hringurinn ekki lengur til staðar og ljóst var að hann var í einhverjum af þessum sekkjum. Þetta voru í kringum hundrað sekkir þannig að það var alveg vonlaust að finna hann.“ Kristinn Þór segir að þetta hafi verið verulegt áfall, enda hafði Ingveldur fallið frá nokkrum mánuðum áður. Hann saknaði hringsins ógurlega en segist þó hafa fundið huggun í því að hringurinn týndist á þessum ákveðna stað, Ingveldur hafi greinilega viljað hafa hann í sveitinni hjá sér. „Ég reiknaði alltaf bara með því að hann færi í gegnum meltingarfærin á einhverri kúnni þarna, það var það sem ég sá fyrir mér að myndi gerast. Svo færi hann bara í jörðina og lægi þarna í sveitinni sem er við hliðina á kirkjugarðinum þar sem konan liggur með sinn hring.“ Hringurinn sleiktur og pússaður Hann hafði algjörlega útilokað að sjá hringinn nokkurn tímann aftur. „En þetta var allavega besti staðurinn til að týna honum, ég var ánægður með að ef hann átti að týnast yfir höfuð þá væri það þarna.“ Klukkan sjö í morgun fékk hann svo þær óvæntu fréttir að hringurinn væri fundinn. „Í gær átti sonur konunnar minnar afmæli og ég tengi þetta svolítið við það. Kýrnar voru að borða bygg úr stálkassa sem byggið er í sem kom úr þessum sekkjum. Síðan voru tengdó og mágur minn þarna í fjósinu í gær að ganga frá og þá voru kýrnar búnar að éta upp allt úr þessum dalli og sleikja hringinn og pússa hann og skilja hann eftir í miðjum dallinum.“ Giftingarhringur Kristins Þórs lá því á botninum í miðjum dallinum, fínpússaður og hreinn. Ekki eitt byggkorn var eftir í dallinum þar sem hringurinn fannst. „Hann er bara í sveitinni núna og ég bíð bara eftir að færðin verði þannig að maður geti farið að sækja hann. Covid og allt slíkt.“ Hringurinn bíður nú hjá tengdaforeldrum Kristins, pússaður og fínn.Mynd/Úr einkasafni Hún var alltaf að finna allt Kristinn Þór telur að það hafi ekki verið nein tilviljun að hringurinn fannst á þessum ákveðna degi. „Hún fann alltaf allt fyrir mig og hún bara fann hann núna.“ Kristinn segir að Inga hans hafi verið mjög fundvís og alltaf verið að finna eitthvað sem hann týndi. Nú hafi hún gert það með aðstoð vinkvennanna í fjósinu. „Ég var líka að tala við tengdó og hún fann mjög sterkt fyrir dóttur sinni í gær. Þannig að ef maður vill einhvern tímann trúa einhverju, þá er það núna. Maður finnur fyrir henni þarna. Ég var alltaf að týna öllu og hún var alltaf að finna allt.“ Á brúðkaupsdaginn sinn notuðu Kristinn Þór og Ingveldur hárteygju og hring frá dóttur þeirra. „Það gafst ekki tími til að kaupa hringa fyrir giftinguna þar sem það var mjög óvíst með hversu langt hún ætti eftir á þeim tíma. Réttir hringar komu svo upp um viku síðar.“ Um hálsinn það sem eftir er Hann er því einstaklega þakklátur fyrir að hringurinn er kominn í leitirnar. „Þetta var náttúrulega giftingarhringurinn okkar. Við giftum okkur á erfiðum tímum og við náðum ekki einu sinni árs brúðkaupsafmælinu saman. Þetta er hringurinn sem var keyptur og ég ætlaði að hafa um hálsinn á mér allavega, það sem eftir er.“ Kristinn sá fyrir sér að ganga með þennan hring út ævina í minningu hennar og óttaðist að það væri nú ekki mögulegt. Hringurinn spilaði óvænt stórt hlutverk í fyrsta hálfmaraþoni Kristins síðasta sumar, skömmu áður en hann týndist. Reykjavíkurmaraþonið bar upp á eins árs brúðkaupsafmælinu og ég held að ég hafi haldið í giftingahringinn 80% af hlaupinu - svo var planið að setja hringinn í hálsmen. Geri ráð fyrir því að Ingveldur hafi ekki verið fylgjandi þeirri hugmynd minni, enda minn helsti tískuráðunautur til þessa,“ skrifaði Kristinn Þór á bloggið sitt. Þar segir hann frá daglegu lífi og minningum. Síðasta árið hjá fjölskyldunni hefur snúist um að jafna sig eftir áfallið. Kristinn Þór segist ekki geta neitað því að veturinn hafi verið andlega mjög erfiður og þar með líkamlega erfiður líka. „Að öðru leyti dafna allir krakkarnir vel, Gerður Freyja er ævinlega kát og alltaf að læra meira og meira á lífið, Kristín Þórunn er á fullu alla daga hvort sem það sé í skóla eða íþróttum, Sigurjón Þór er alltaf hjálpsamur og stefnir hratt í það að hann verði fullorðinn maður. Ásgeir Skarphéðinn hef ég ekki fengið að umgangast jafn mikið og með reglulegum hætti og ég myndi vilja - en hann er að standa sig mjög vel í breyttum aðstæðum. Byrjaður að æfa fótbolta með Breiðablik og er í skólakór,“
Ástin og lífið Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Sjá meira