Palli fimmtugur í dag: „Þetta mun ekki vara að eilífu og mun líða hjá“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. mars 2020 13:33 Páll Óskar er fimmtugur í dag. „Ég er alltaf hress og ég veit að þetta er enginn heimsendir,“ segir afmælisbarnið Páll Óskar Hjálmtýsson sem er fimmtugur í dag. Hann viðurkennir að afmælisdagurinn sé töluvert öðruvísi en þeir 49 á undan en lítur samt sem áður björtum augum á næstu mánuði. Eins og alþjóð veit er samkomubann á Íslandi og hófst það á miðnætti. Er það gert til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. „Þetta mun ekki vara að eilífu og mun líða hjá og bara spurning hvernig þú dílar við þennan tíma. Ég er bara í góðu yfirlæti heima hjá mér og mun nýta tímann til að skapa og semja fleiri lög.“ Palli er strax farinn að taka til í geymslunni, raða gömlum ljósmyndum í albúm og flokka kvikmyndasafn sitt upp á nýtt. „Í dag ætla ég að fara vel með mig og hafa það næs. Ég ætla að fara í líkamsrækt og hrista í mér blóðið, þó sumir séu hættir að fara í ræktina. Svo í kvöld mun ég gera mig huggulegan fyrir afmælisdinner með fjölskyldunni.“ Páll Óskar ætlaði sér að halda afmælistónleika í Háskólabíó í mars og var lítið mál að færa þrenna uppselda tónleika fram í september. „Það halda allir sínum miðum og sömu sætum en tónleikarnir verða 10., 11. og 12. september. Sumir þurftu að fá endurgreitt þar sem þeir verða erlendis á þessum tíma og það er lítið mál,“ segir Palli sem mun nýta næstu daga og vikur til að semja tónlist. Páll Óskar gerði upp ferlinn sinn og líf í Einkalífinu í nóvember 2018 og má horfa á þann þátt hér að neðan. Tímamót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Sjá meira
„Ég er alltaf hress og ég veit að þetta er enginn heimsendir,“ segir afmælisbarnið Páll Óskar Hjálmtýsson sem er fimmtugur í dag. Hann viðurkennir að afmælisdagurinn sé töluvert öðruvísi en þeir 49 á undan en lítur samt sem áður björtum augum á næstu mánuði. Eins og alþjóð veit er samkomubann á Íslandi og hófst það á miðnætti. Er það gert til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. „Þetta mun ekki vara að eilífu og mun líða hjá og bara spurning hvernig þú dílar við þennan tíma. Ég er bara í góðu yfirlæti heima hjá mér og mun nýta tímann til að skapa og semja fleiri lög.“ Palli er strax farinn að taka til í geymslunni, raða gömlum ljósmyndum í albúm og flokka kvikmyndasafn sitt upp á nýtt. „Í dag ætla ég að fara vel með mig og hafa það næs. Ég ætla að fara í líkamsrækt og hrista í mér blóðið, þó sumir séu hættir að fara í ræktina. Svo í kvöld mun ég gera mig huggulegan fyrir afmælisdinner með fjölskyldunni.“ Páll Óskar ætlaði sér að halda afmælistónleika í Háskólabíó í mars og var lítið mál að færa þrenna uppselda tónleika fram í september. „Það halda allir sínum miðum og sömu sætum en tónleikarnir verða 10., 11. og 12. september. Sumir þurftu að fá endurgreitt þar sem þeir verða erlendis á þessum tíma og það er lítið mál,“ segir Palli sem mun nýta næstu daga og vikur til að semja tónlist. Páll Óskar gerði upp ferlinn sinn og líf í Einkalífinu í nóvember 2018 og má horfa á þann þátt hér að neðan.
Tímamót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Sjá meira