„Viðræðurnar við Rúnar og Heimi virðast hafa verið leikþáttur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. desember 2020 14:42 Strákarnir í Sportinu í dag segja að Arnar Þór Viðarsson hafi alltaf verið fyrsti kostur Guðna Bergssonar í starf landsliðsþjálfara. vísir/vilhelm Henry Birgi Gunnarssyni finnst skrítið að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hafi rætt við aðra þjálfara þegar hann virtist hafa ákveðið snemma að Arnar Þór Viðarsson myndi taka við íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. Arnar var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari 22. desember. Honum til aðstoðar verður Eiður Smári Guðjohnsen. Á blaðamannafundinum þegar Arnar og Eiður voru kynntir til leiks sagðist Guðni hafa talað við fleiri þjálfara í ráðningarferlinu, meðal annars Rúnar Kristinsson, Heimi Guðjónsson og þrjá erlenda þjálfara. Henry Birgir furðar sig á því að Guðni hafi rætt við umrædda þjálfara þegar Arnar virðist alltaf hafa verið fyrsti kostur í starf landsliðsþjálfara. „Svo voru við tekin viðtöl við Rúnar og Heimi og miðað við það sem maður hefur heyrt virðist það bara hafa verið einhver leikþáttur. Það hafi verið búið að ákveða að ráða Arnar og Eið og menn hafi verið kallaðir á fund að tilefnislausu,“ sagði Henry Birgir í Sportinu í dag. Hann hefði viljað sjá Guðna lýsa því yfir að Arnar og Eiður hefðu verið hans menn allt frá upphafi. „Guðni ræður þessu að mestu leyti, hver verður næsti landsliðsþjálfari. Ef hann vill setja eggin sín í þessa körfu og trúir því staðfastlega að þetta sé réttasta og besta teymið fyrir landsliðið, þá vil ég bara sjá hann standa í lappirnar og bakka það upp frá fyrsta degi. Ef þetta voru hans menn frá degi eitt átti hann bara að segja það, treysta þeim og styðja þá og ekki vera með einhvern leikþátt og taka aðra menn í viðtöl bara til að halda meintri umræðu góðri,“ sagði Henry Birgir. Ríkharð Óskar Guðnason, sem greindi fyrstur frá því að Arnar og Eiður myndu taka við landsliðinu, tók í sama streng og Henry Birgir. „Ég spurði ykkur fyrir nokkru síðan hvort það væri búið að ráða hann fyrir löngu. Á tímabili voru hvorki Rúnar Kristinsson né Heimir Guðjónsson búnir að fá símtal. Þá var byrjað að tala um að Arnar og Eiður yrðu landsliðsþjálfarar,“ sagði Ríkharð. „Þetta var greinilega planað frá degi eitt. Og ef það hefði verið þannig hefði það verið allt í góðu. Guðni hefði bara átt að segja það strax: þetta eru mínir fyrstu kostir, þeir eru klárir í þetta og ég þarf ekki að tala við fleiri.“ Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. KSÍ HM 2022 í Katar Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum að horfa inn á við“ Leik lokið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Sjá meira
Arnar var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari 22. desember. Honum til aðstoðar verður Eiður Smári Guðjohnsen. Á blaðamannafundinum þegar Arnar og Eiður voru kynntir til leiks sagðist Guðni hafa talað við fleiri þjálfara í ráðningarferlinu, meðal annars Rúnar Kristinsson, Heimi Guðjónsson og þrjá erlenda þjálfara. Henry Birgir furðar sig á því að Guðni hafi rætt við umrædda þjálfara þegar Arnar virðist alltaf hafa verið fyrsti kostur í starf landsliðsþjálfara. „Svo voru við tekin viðtöl við Rúnar og Heimi og miðað við það sem maður hefur heyrt virðist það bara hafa verið einhver leikþáttur. Það hafi verið búið að ákveða að ráða Arnar og Eið og menn hafi verið kallaðir á fund að tilefnislausu,“ sagði Henry Birgir í Sportinu í dag. Hann hefði viljað sjá Guðna lýsa því yfir að Arnar og Eiður hefðu verið hans menn allt frá upphafi. „Guðni ræður þessu að mestu leyti, hver verður næsti landsliðsþjálfari. Ef hann vill setja eggin sín í þessa körfu og trúir því staðfastlega að þetta sé réttasta og besta teymið fyrir landsliðið, þá vil ég bara sjá hann standa í lappirnar og bakka það upp frá fyrsta degi. Ef þetta voru hans menn frá degi eitt átti hann bara að segja það, treysta þeim og styðja þá og ekki vera með einhvern leikþátt og taka aðra menn í viðtöl bara til að halda meintri umræðu góðri,“ sagði Henry Birgir. Ríkharð Óskar Guðnason, sem greindi fyrstur frá því að Arnar og Eiður myndu taka við landsliðinu, tók í sama streng og Henry Birgir. „Ég spurði ykkur fyrir nokkru síðan hvort það væri búið að ráða hann fyrir löngu. Á tímabili voru hvorki Rúnar Kristinsson né Heimir Guðjónsson búnir að fá símtal. Þá var byrjað að tala um að Arnar og Eiður yrðu landsliðsþjálfarar,“ sagði Ríkharð. „Þetta var greinilega planað frá degi eitt. Og ef það hefði verið þannig hefði það verið allt í góðu. Guðni hefði bara átt að segja það strax: þetta eru mínir fyrstu kostir, þeir eru klárir í þetta og ég þarf ekki að tala við fleiri.“ Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
KSÍ HM 2022 í Katar Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum að horfa inn á við“ Leik lokið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Sjá meira