Ævintýri Justin Shouse á Íslandi í heimildarmyndinni „Kjúklingur og körfubolti“ í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2020 12:00 Justin Shouse var kjörinn mikilvægasti leikmaðurinn í bikarúrslitaleiknum árið 2015. Hér fær hann verðlaunin frá Hannesi Jónssyni formanni KKÍ. vísir/þórdís Justin Shouse kom til Íslands fyrir fimmtán árum og er einn af eftirminnilegustu körfuboltamönnum sem leikið hafa í efstu deild á Íslandi. Hann átti skilið að fá um sig heimildarmynd sem verður frumsýnd í kvöld. Stöð 2 Sport sýnir í kvöld heimildarmynd um ævintýri Justin Shouse á Íslandi en hún hefur fengið nafnið „Kjúklingur og körfubolti“ og er í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar. Justin Shouse kom til Íslands fyrst árið 2005 til að spila körfubolta með Drang í Vík í Mýrdal. Hann kom hingað frá Erie í Pennsylvaniu þar sem hann hafði spilað með Mercyhurst University í bandaríska háskólaboltanum. Eftir eitt magnað tímabil með Drangi í 1. deildinni þar sem Justin skoraði 37,7 stig í leik þá fékk hann tækifæri með Snæfelli í úrvalsdeildinni. Justin Shouse spilaði tvö tímabil með Snæfelli og varð bikarmeistari með liðinu 2008. Tímabilið eftir fór hann til Stjörnunnar þar sem hann spilaði síðustu níu tímabil sín á ferlinum. Shouse var í ítarlegu viðtali við Vísi árið 2013 þar sem hann fór um víðan völl. Justin náði ekki að verða Íslandsmeistari með Stjörnunni en hann bætti við þremur bikarmeistaratitlum. Justin Shouse var tvisvar kosinn besti leikmaður tímabilsins eftir að hann fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2011. Shouse sló stoðsendingametið í úrvalsdeildinni á sínum ferli en það var áður í eigu Jóns Arnars Ingvarssonar. Justin Shouse var alls með 4606 stig og 1486 stoðsendingar í 230 leikjum í úrvalsdeildinni eða 20,0 stig og 6,5 stoðsendingar í leik. AMAZING NEWS! The documentary, Justin Shouse: Kjúklingur og Körfubolti airs Monday, December 28th at 20:00 on Stöð 2...Posted by Justin Shouse on Sunnudagur, 27. desember 2020 Hann er leikjahæsti (186 leikir), langstigahæsti (3757 stig) og langstoðsendingahæsti (1212 stoðsendingar) leikmaður Stjörnunnar í úrvalsdeildinni og árið 2019 heiðraði Stjarnan hann með því að hengja upp treyju númer 12 sem verður ekki notuð hjá Stjörnunni honum til heiðurs. Justin Shouse hefur verið mjög vinsæll kennari á Íslandi með því að spila körfubolta og eftir að hann hætti í körfunni þá stofnaði hann sinn eigin veitingastað. Kjúklingavængirnir hans hjá Vængjavagninnum Just Wingin it hafa slegið í gegn og koma auðvitað mikið við sögu í myndinni. Í heimildarmyndinni er annars farið yfir allan feril Justins sem og ævintýri hans utan vallar. Heimildarmyndin „Justin Shouse - Kjúklingur og körfubolti“ verður frumsýnd klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport í kvöld. Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira
Stöð 2 Sport sýnir í kvöld heimildarmynd um ævintýri Justin Shouse á Íslandi en hún hefur fengið nafnið „Kjúklingur og körfubolti“ og er í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar. Justin Shouse kom til Íslands fyrst árið 2005 til að spila körfubolta með Drang í Vík í Mýrdal. Hann kom hingað frá Erie í Pennsylvaniu þar sem hann hafði spilað með Mercyhurst University í bandaríska háskólaboltanum. Eftir eitt magnað tímabil með Drangi í 1. deildinni þar sem Justin skoraði 37,7 stig í leik þá fékk hann tækifæri með Snæfelli í úrvalsdeildinni. Justin Shouse spilaði tvö tímabil með Snæfelli og varð bikarmeistari með liðinu 2008. Tímabilið eftir fór hann til Stjörnunnar þar sem hann spilaði síðustu níu tímabil sín á ferlinum. Shouse var í ítarlegu viðtali við Vísi árið 2013 þar sem hann fór um víðan völl. Justin náði ekki að verða Íslandsmeistari með Stjörnunni en hann bætti við þremur bikarmeistaratitlum. Justin Shouse var tvisvar kosinn besti leikmaður tímabilsins eftir að hann fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2011. Shouse sló stoðsendingametið í úrvalsdeildinni á sínum ferli en það var áður í eigu Jóns Arnars Ingvarssonar. Justin Shouse var alls með 4606 stig og 1486 stoðsendingar í 230 leikjum í úrvalsdeildinni eða 20,0 stig og 6,5 stoðsendingar í leik. AMAZING NEWS! The documentary, Justin Shouse: Kjúklingur og Körfubolti airs Monday, December 28th at 20:00 on Stöð 2...Posted by Justin Shouse on Sunnudagur, 27. desember 2020 Hann er leikjahæsti (186 leikir), langstigahæsti (3757 stig) og langstoðsendingahæsti (1212 stoðsendingar) leikmaður Stjörnunnar í úrvalsdeildinni og árið 2019 heiðraði Stjarnan hann með því að hengja upp treyju númer 12 sem verður ekki notuð hjá Stjörnunni honum til heiðurs. Justin Shouse hefur verið mjög vinsæll kennari á Íslandi með því að spila körfubolta og eftir að hann hætti í körfunni þá stofnaði hann sinn eigin veitingastað. Kjúklingavængirnir hans hjá Vængjavagninnum Just Wingin it hafa slegið í gegn og koma auðvitað mikið við sögu í myndinni. Í heimildarmyndinni er annars farið yfir allan feril Justins sem og ævintýri hans utan vallar. Heimildarmyndin „Justin Shouse - Kjúklingur og körfubolti“ verður frumsýnd klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport í kvöld.
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira