Danska þjóðkirkjan leggur til að jólamessu verði aflýst Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. desember 2020 23:55 Kirkja heilags Knúts í Óðinsvéum. EPA/Mikkel Berg Pedersen Danska þjóðkirkjan hvatti til þess fyrr í kvöld, kvöldið fyrir aðfangadag, að öllum jólaguðsþjónustum fram til 3. janúar verði aflýst. Þetta þýðir að þjóðkirkjan mælist til þess að engar jólamessur fari fram á aðfangadag. Joy Mogensen, menningarmálaráðherra Danmerkur, styður þau tilmæli biskupsumdæma landsins, sem þjóðkirkjan tekur undir, um að rétt sé að aflýsa jólamessum. „Við teljum það ekki lengur vera forsvaranlegt,“ segir Marianne Gaarden, biskup í Lolland-Falster biskupsdæmi við TV 2 en hún fundaði í kvöld með öðrum biskupum landsins. Félög prófasta og presta auk landssambands sóknarráða styðja ákvörðunina og mæla með því að guðsþjónusta verði felld niður til 3. janúar, sem er sami dagur og tímabundnar ráðstafanir sem gripið var til fyrir jólin vegna kórónuveirufaraldursins, eiga að óbreyttu að renna úr gildi. Skömmu áður en gerð var grein fyrir tilmælunum um að aflýsa skyldi öllum jólamessum höfðu heilbrigðisyfirvöld gefið út strangar leiðbeiningar um skilyrði sem þyrfti að uppfylla til að halda mætti guðsþjónustu nú á tímum heimsfaraldurs. Nú mæla yfirvöld meðal annars með því að guðsþjónusta vari að hámarki í 30 mínútur og að enginn söngur fari fram að því er segir í tilkynningu á heimasíðu kirkjumálaráðuneytisins. Þetta eru að sögn Marianne Gaarden tilmæli sem erfitt er að fylgja. „Þess vegna leggjum við til að allri jólaguðsþjónustu verði aflýst. Við metum það sem svo að nú sé of seint að gera breytingar á öllu skipulagi guðsþjónustu,“ segir hún. Hún telur að leiðbeiningar ráðuneytisins hafi borist allt of seint til að unnt sé að bregðast við og því sé ekki forsvaranlegt að halda messur. „Það er með sorg í hjarta sem við mælum með þessu, vegna þess að við viljum dreifa ljósi á þessum dimmu tímum. En nú er mælikvarðinn hvað varðar leiðbeiningar svo hár að við erum hrædd um að við náum ekki að uppfylla þau skilyrði sem eru sett,“ segir Gaarden. Trúmál Jól Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
„Við teljum það ekki lengur vera forsvaranlegt,“ segir Marianne Gaarden, biskup í Lolland-Falster biskupsdæmi við TV 2 en hún fundaði í kvöld með öðrum biskupum landsins. Félög prófasta og presta auk landssambands sóknarráða styðja ákvörðunina og mæla með því að guðsþjónusta verði felld niður til 3. janúar, sem er sami dagur og tímabundnar ráðstafanir sem gripið var til fyrir jólin vegna kórónuveirufaraldursins, eiga að óbreyttu að renna úr gildi. Skömmu áður en gerð var grein fyrir tilmælunum um að aflýsa skyldi öllum jólamessum höfðu heilbrigðisyfirvöld gefið út strangar leiðbeiningar um skilyrði sem þyrfti að uppfylla til að halda mætti guðsþjónustu nú á tímum heimsfaraldurs. Nú mæla yfirvöld meðal annars með því að guðsþjónusta vari að hámarki í 30 mínútur og að enginn söngur fari fram að því er segir í tilkynningu á heimasíðu kirkjumálaráðuneytisins. Þetta eru að sögn Marianne Gaarden tilmæli sem erfitt er að fylgja. „Þess vegna leggjum við til að allri jólaguðsþjónustu verði aflýst. Við metum það sem svo að nú sé of seint að gera breytingar á öllu skipulagi guðsþjónustu,“ segir hún. Hún telur að leiðbeiningar ráðuneytisins hafi borist allt of seint til að unnt sé að bregðast við og því sé ekki forsvaranlegt að halda messur. „Það er með sorg í hjarta sem við mælum með þessu, vegna þess að við viljum dreifa ljósi á þessum dimmu tímum. En nú er mælikvarðinn hvað varðar leiðbeiningar svo hár að við erum hrædd um að við náum ekki að uppfylla þau skilyrði sem eru sett,“ segir Gaarden.
Trúmál Jól Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira