Malaví „land ársins“ hjá The Economist Heimsljós 21. desember 2020 11:12 Frá mótmælum í Malaví eftir kosningarnar 2019. RF Tímaritið The Economist hefur útnefnd Malaví land ársins. Viðurkenninguna fær Malaví fyrir að „endurvekja lýðræðið í landi sem þekkt er fyrir einræðistilburði.“ Tímaritið The Economist hefur útnefnd Malaví land ársins. Viðurkenninguna fær Malaví fyrir að „endurvekja lýðræðið í landi sem þekkt er fyrir einræðistilburði.“ Stjórnlagadómstóll landsins ógilti fyrr á þessu ári niðurstöðu forsetakosninga árið 2019 vegna kosningasvindls og nýr forseti var kjörinn í kosningum sem haldnar voru í júní. Að mati The Economist er ákvörðun dómstólsins um ógildingu forsetakosninganna og friðsamleg valdaskipti í framhaldinu „fullkomið dæmi um það hvernig stjórnvöld eiga að fara með lýðræðið,“ eins og segir í tímaritinu. Kosningarnar árið 2019 hafa verið kallaðar „tipp-ex“ kosningarnar en eins og fram kemur í grein The Economist hafði verið átt við fjöldann allan af atkvæðaseðlum með því að afmá merki á seðlinum með „tipp-ex“ leiðréttingarvökvanum. Þar segir ennfremur að erlendir fulltrúar í kosningaeftirliti hafi samþykkt kosningarnar með semingi. Íbúar Malaví hafi hins vegar hafið fjöldamótmæli og dómarar hafi afþakkað „ferðatöskur af mútugreiðslum“ og ógilt kosningarnar. Í kosningunum síðastliðið sumar fór Lazarus Chakwera með sigur af hólmi og felldi sitjandi forseta, Peter Mutharika. Í október hlutu dómarar við stjórnlagadómstólinn í Malaví sérstaka viðurkenningu bresku hugveitunnar Chatham House fyrir „hugrekki og sjálfstæði í þágu lýðræðis,“ eins og sagði í umsögn um verðlaunahafa ársins. Malaví er eins og flestir vita elsta samstarfsríki Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu en íslensk stjórnvöld hafa allar götur frá 1989 starfað í landinu að margvíslegum verkefnum, lengst af í Mangochi héraði. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Malaví Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Innlent Allt að sautján stiga hiti í dag Veður „Þurfum að huga að forvörnum“ Fréttir Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent
Tímaritið The Economist hefur útnefnd Malaví land ársins. Viðurkenninguna fær Malaví fyrir að „endurvekja lýðræðið í landi sem þekkt er fyrir einræðistilburði.“ Stjórnlagadómstóll landsins ógilti fyrr á þessu ári niðurstöðu forsetakosninga árið 2019 vegna kosningasvindls og nýr forseti var kjörinn í kosningum sem haldnar voru í júní. Að mati The Economist er ákvörðun dómstólsins um ógildingu forsetakosninganna og friðsamleg valdaskipti í framhaldinu „fullkomið dæmi um það hvernig stjórnvöld eiga að fara með lýðræðið,“ eins og segir í tímaritinu. Kosningarnar árið 2019 hafa verið kallaðar „tipp-ex“ kosningarnar en eins og fram kemur í grein The Economist hafði verið átt við fjöldann allan af atkvæðaseðlum með því að afmá merki á seðlinum með „tipp-ex“ leiðréttingarvökvanum. Þar segir ennfremur að erlendir fulltrúar í kosningaeftirliti hafi samþykkt kosningarnar með semingi. Íbúar Malaví hafi hins vegar hafið fjöldamótmæli og dómarar hafi afþakkað „ferðatöskur af mútugreiðslum“ og ógilt kosningarnar. Í kosningunum síðastliðið sumar fór Lazarus Chakwera með sigur af hólmi og felldi sitjandi forseta, Peter Mutharika. Í október hlutu dómarar við stjórnlagadómstólinn í Malaví sérstaka viðurkenningu bresku hugveitunnar Chatham House fyrir „hugrekki og sjálfstæði í þágu lýðræðis,“ eins og sagði í umsögn um verðlaunahafa ársins. Malaví er eins og flestir vita elsta samstarfsríki Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu en íslensk stjórnvöld hafa allar götur frá 1989 starfað í landinu að margvíslegum verkefnum, lengst af í Mangochi héraði. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Malaví Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Innlent Allt að sautján stiga hiti í dag Veður „Þurfum að huga að forvörnum“ Fréttir Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent