Öllum skólum og flestum verslunum í Hollandi lokað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. desember 2020 22:38 Verslunargötur og búðir hafa verið troðfullar af fólki í Hollandi þrátt fyrir strangar sóttvarnaaðgerðir. Getty/ Niels Wenstedt Yfirvöld í Hollandi hafa boðað hertari aðgerðir til þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þetta verður í annað sinn sem svo harðar aðgerðir eru teknar í gildi en nú verður öllum skólum og verslunum lokað í minnst fimm vikur. „Holland er að loka,“ sagði Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands í sjónvörpuðu ávarpi í dag. Mótmælendur höfðu safnast saman fyrir utan skrifstofu hans í Haag í dag og mátti heyra í trommuslættinum í ávarpinu. „Við skiljum vel hvað aðgerðirnar eru strangar, svona rétt fyrir jól.“ Aðgerðirnar fela meðal annars í sér að hvergi mega fleiri en tveir koma saman, meira að segja inni á heimilum. Undantekning verður gerð á reglunni í þrjá daga yfir jól, en þá mega þrír fullorðnir koma saman. Fólki verður gert að halda sig heima, það er beðið um að ferðast ekki til vinnu og forðast samskipti við annað fólk eins og mögulegt er. Rutte bað jafnframt fólk um að fresta öllum alþjóðlegum ferðalögum þar til 15. mars. Frá og með morgundeginum, þriðjudag, verður öllum almenningssvæðum lokað. Þar á meðal eru leikskólar, líkamsræktarstöðvar, söfn, dýragarðar, kvikmyndahús, hárgreiðslustofur og snyrtistofur. Lokanirnar eru í gildi þar til 19. janúar næstkomandi. Skólar verða lokaðir til 18. janúar. Undanskilin aðgerðunum eru apótek, matvöruverslanir og bankar. Í gær greindust 8500 smitaðir af veirunni og daginn áður 10 þúsund. Smitin hafa ekki verið fleiri í rúmar sex vikur. Frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á hafa meira en 600 þúsund manns smitast og 10 þúsund látist af völdum veirunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Tengdar fréttir Daglegum Covid-dauðsföllum í Evrópu fer fjölgandi Daglegum dauðsföllum sem rekja má til Covid-19 hefur fjölgað um hátt í 40% milli vikna í Evrópu. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir talsmanni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. 27. október 2020 23:37 Reiði vegna ferðalaga konungshjóna í miðjum heimsfaraldri Vilhjálmur Alexander, konungur Hollands, og Maxima drottning sneru heim aðeins degi eftir að þau héldu til Grikklands í frí. 18. október 2020 08:31 Hert á takmörkunum víða um Evrópu Tékkar ætla að loka stórum hluta samfélagsins næstu þrjár vikurnar til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Fleiri þjóðir boða hertar reglur. 14. október 2020 07:05 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
„Holland er að loka,“ sagði Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands í sjónvörpuðu ávarpi í dag. Mótmælendur höfðu safnast saman fyrir utan skrifstofu hans í Haag í dag og mátti heyra í trommuslættinum í ávarpinu. „Við skiljum vel hvað aðgerðirnar eru strangar, svona rétt fyrir jól.“ Aðgerðirnar fela meðal annars í sér að hvergi mega fleiri en tveir koma saman, meira að segja inni á heimilum. Undantekning verður gerð á reglunni í þrjá daga yfir jól, en þá mega þrír fullorðnir koma saman. Fólki verður gert að halda sig heima, það er beðið um að ferðast ekki til vinnu og forðast samskipti við annað fólk eins og mögulegt er. Rutte bað jafnframt fólk um að fresta öllum alþjóðlegum ferðalögum þar til 15. mars. Frá og með morgundeginum, þriðjudag, verður öllum almenningssvæðum lokað. Þar á meðal eru leikskólar, líkamsræktarstöðvar, söfn, dýragarðar, kvikmyndahús, hárgreiðslustofur og snyrtistofur. Lokanirnar eru í gildi þar til 19. janúar næstkomandi. Skólar verða lokaðir til 18. janúar. Undanskilin aðgerðunum eru apótek, matvöruverslanir og bankar. Í gær greindust 8500 smitaðir af veirunni og daginn áður 10 þúsund. Smitin hafa ekki verið fleiri í rúmar sex vikur. Frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á hafa meira en 600 þúsund manns smitast og 10 þúsund látist af völdum veirunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Tengdar fréttir Daglegum Covid-dauðsföllum í Evrópu fer fjölgandi Daglegum dauðsföllum sem rekja má til Covid-19 hefur fjölgað um hátt í 40% milli vikna í Evrópu. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir talsmanni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. 27. október 2020 23:37 Reiði vegna ferðalaga konungshjóna í miðjum heimsfaraldri Vilhjálmur Alexander, konungur Hollands, og Maxima drottning sneru heim aðeins degi eftir að þau héldu til Grikklands í frí. 18. október 2020 08:31 Hert á takmörkunum víða um Evrópu Tékkar ætla að loka stórum hluta samfélagsins næstu þrjár vikurnar til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Fleiri þjóðir boða hertar reglur. 14. október 2020 07:05 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Daglegum Covid-dauðsföllum í Evrópu fer fjölgandi Daglegum dauðsföllum sem rekja má til Covid-19 hefur fjölgað um hátt í 40% milli vikna í Evrópu. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir talsmanni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. 27. október 2020 23:37
Reiði vegna ferðalaga konungshjóna í miðjum heimsfaraldri Vilhjálmur Alexander, konungur Hollands, og Maxima drottning sneru heim aðeins degi eftir að þau héldu til Grikklands í frí. 18. október 2020 08:31
Hert á takmörkunum víða um Evrópu Tékkar ætla að loka stórum hluta samfélagsins næstu þrjár vikurnar til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Fleiri þjóðir boða hertar reglur. 14. október 2020 07:05