Yfirvöld í Frakklandi boða tilslakanir þrátt fyrir 10 þúsund dagleg smit Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. desember 2020 20:10 Götur átta borga í Frakklandi voru nær mannlausar í nótt út af útgöngubanninu. AP Photo/Laurent Cipriani Yfirvöld í Frakklandi hafa boðað tilslakanir í sóttvarnaaðgerðum þrátt fyrir að enn greinist meira en 10 þúsund manns smitaðir í landinu dag hvern. Til stóð að opna menningarstaði að nýju en því hefur verið frestað og hefur útgöngubann að nóttu til verið boðað. Jean Castex, forsætisráðherra Frakklands, sagði í dag að fjölda smita fækkaði ekki eins fljótt og vonir voru um eftir að útgöngubann var sett á í lok október. Útgöngubanninu sem hefur verið í gildi síðan þá verður aflétt en þess í stað verður sett á útgöngubann frá klukkan átta á kvöldin til sex að morgni og tekur það gildi frá og með 15. desember. Útgöngubanninu verður ekki aflétt um áramót, eins og einhverjir vonuðust til, til þess að koma í veg fyrir að stórir hópar fólks safnist saman. Ríkisstjórnin hafði áætlað að boða ekki tilslakanir fyrr en dagleg smit væru orðin færri en fimm þúsund. Það virðist hins vegar ekki raunin, en undanfarna daga hafa meira en tíu þúsund greinst smitaðir dag hvern og í gær greindust 13.750 smitaðir af veirunni. „Við erum enn ekki komin að lokum þessarar annarrar bylgju, og við munum ekki ná markmiðum okkar sem við ætluðum að ná 15. desember,“ sagði Castex á blaðamannafundi í dag. „Við getum ekki slakað alveg á strax. Við verðum að vera einbeitt og vera vakandi til þess að komast í gegnum komandi vikur,“ bætti hann við. Söfn, kvikmyndahús, leikhús og íþróttamiðstöðvar verða ekki opnaðar aftur næstu þrjár vikurnar eins og búist var við. Ákvörðunin um að opna ekki þessar menningarmiðstöðvar hefur verið harðlega gagnrýnd af meðlimum listasenunnar og sagði Phillipe Lellouche, leikari og leikstjóri, í samtali við sjónvarpsstöðina BMF: „Við erum orðin þreytt á því að vera hundsuð. Enn á ný hefur menningin verið skilin eftir á hliðarlínunni.“ Frekari tilslakanir voru tilkynntar af Castex í dag. Leyfilegt verður að ferðast á milli landshluta, útgöngubannið mun ekki gilda á aðfangadagskvöld, fjölskyldur mega fagna jólunum saman en þó ekki fleiri en sex í einu. Í Frakklandi hafa meira en 2,3 milljónir greinst smitaðir af veirunni og nærri 57 þúsund látið lífið frá upphafi faraldursins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Tengdar fréttir Mannlausar götur í París Umdeilt útgöngubann tók gildi í gærkvöldi í París svo og átta öðru borgum Frakklands. Götur borganna voru nær mannlausar en lögregla fylgdi því eftir að bannið væri virt. 18. október 2020 10:46 Mismuna Rómafólki í skjóli faraldursins Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur verið notraður til að áreita Rómafólk víða í Mið- og Austur-Evrópu. Mannréttindasamtök og sérfræðingar óttast að með aukinni dreifingu veirunnar muni mismununin og áreitið aukast einnig. 15. október 2020 11:13 Koma á útgöngubanni í Frakklandi Útgöngubann til að hefta hraða útbreiðslu kórónuveirunnar tekur gildi í París og átta öðrum borgum í Frakklandi á laugardag. Emmanuel Macron, forseti, segir bannið verða í gildi í að minnsta kosti fjórar vikur. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna uppgangs veirunnar. 14. október 2020 19:28 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira
Jean Castex, forsætisráðherra Frakklands, sagði í dag að fjölda smita fækkaði ekki eins fljótt og vonir voru um eftir að útgöngubann var sett á í lok október. Útgöngubanninu sem hefur verið í gildi síðan þá verður aflétt en þess í stað verður sett á útgöngubann frá klukkan átta á kvöldin til sex að morgni og tekur það gildi frá og með 15. desember. Útgöngubanninu verður ekki aflétt um áramót, eins og einhverjir vonuðust til, til þess að koma í veg fyrir að stórir hópar fólks safnist saman. Ríkisstjórnin hafði áætlað að boða ekki tilslakanir fyrr en dagleg smit væru orðin færri en fimm þúsund. Það virðist hins vegar ekki raunin, en undanfarna daga hafa meira en tíu þúsund greinst smitaðir dag hvern og í gær greindust 13.750 smitaðir af veirunni. „Við erum enn ekki komin að lokum þessarar annarrar bylgju, og við munum ekki ná markmiðum okkar sem við ætluðum að ná 15. desember,“ sagði Castex á blaðamannafundi í dag. „Við getum ekki slakað alveg á strax. Við verðum að vera einbeitt og vera vakandi til þess að komast í gegnum komandi vikur,“ bætti hann við. Söfn, kvikmyndahús, leikhús og íþróttamiðstöðvar verða ekki opnaðar aftur næstu þrjár vikurnar eins og búist var við. Ákvörðunin um að opna ekki þessar menningarmiðstöðvar hefur verið harðlega gagnrýnd af meðlimum listasenunnar og sagði Phillipe Lellouche, leikari og leikstjóri, í samtali við sjónvarpsstöðina BMF: „Við erum orðin þreytt á því að vera hundsuð. Enn á ný hefur menningin verið skilin eftir á hliðarlínunni.“ Frekari tilslakanir voru tilkynntar af Castex í dag. Leyfilegt verður að ferðast á milli landshluta, útgöngubannið mun ekki gilda á aðfangadagskvöld, fjölskyldur mega fagna jólunum saman en þó ekki fleiri en sex í einu. Í Frakklandi hafa meira en 2,3 milljónir greinst smitaðir af veirunni og nærri 57 þúsund látið lífið frá upphafi faraldursins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Tengdar fréttir Mannlausar götur í París Umdeilt útgöngubann tók gildi í gærkvöldi í París svo og átta öðru borgum Frakklands. Götur borganna voru nær mannlausar en lögregla fylgdi því eftir að bannið væri virt. 18. október 2020 10:46 Mismuna Rómafólki í skjóli faraldursins Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur verið notraður til að áreita Rómafólk víða í Mið- og Austur-Evrópu. Mannréttindasamtök og sérfræðingar óttast að með aukinni dreifingu veirunnar muni mismununin og áreitið aukast einnig. 15. október 2020 11:13 Koma á útgöngubanni í Frakklandi Útgöngubann til að hefta hraða útbreiðslu kórónuveirunnar tekur gildi í París og átta öðrum borgum í Frakklandi á laugardag. Emmanuel Macron, forseti, segir bannið verða í gildi í að minnsta kosti fjórar vikur. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna uppgangs veirunnar. 14. október 2020 19:28 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira
Mannlausar götur í París Umdeilt útgöngubann tók gildi í gærkvöldi í París svo og átta öðru borgum Frakklands. Götur borganna voru nær mannlausar en lögregla fylgdi því eftir að bannið væri virt. 18. október 2020 10:46
Mismuna Rómafólki í skjóli faraldursins Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur verið notraður til að áreita Rómafólk víða í Mið- og Austur-Evrópu. Mannréttindasamtök og sérfræðingar óttast að með aukinni dreifingu veirunnar muni mismununin og áreitið aukast einnig. 15. október 2020 11:13
Koma á útgöngubanni í Frakklandi Útgöngubann til að hefta hraða útbreiðslu kórónuveirunnar tekur gildi í París og átta öðrum borgum í Frakklandi á laugardag. Emmanuel Macron, forseti, segir bannið verða í gildi í að minnsta kosti fjórar vikur. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna uppgangs veirunnar. 14. október 2020 19:28