Landsbankahúsið á Ísafirði til sölu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2020 23:39 Landsbankinn fékk 350 milljónir fyrir húsið á Selfossi. Húsið á Ísafirði er töluvert minna og fróðlegt verður að sjá hvað fæst fyrir það. Landsbankinn Landsbankinn hefur sett hús sitt við Pólgötu 1 á Ísafirði á sölu. Bankinn seldi á dögunum hús sitt á Selfossi á 350 milljónir. Óskað er eftir tilboðum í eignina í höfuðstað Vestfjarða. Húsið, sem var reist á árunum 1956-1958, setur sterkan svip á umhverfi sitt og er almennt talið eitt af fallegustu húsum miðbæjarins. Útibú Landsbankans hefur verið rekið í húsinu en til stendur að útibúið verið flutt yfir götuna í Hafnarstræti 19 þar sem Sparisjóður Vestfirðinga var áður til húsa. „Þar er betri aðstaða og aðgengi fyrir viðskiptavini og starfsfólk, auk þess sem húsnæðið er hagkvæmara og hentar starfseminni betur,“ segir í auglýsingu Landsbankans. Bankinn þurfi ekki svo stórt húsnæði Landsbankahúsið á Ísafirði er á fjórum hæðum, að kjallara og rishæð meðtöldum. Grunnflötur hússins er um 220 fermetrar en alls er húsið um 830 fermetrar. Til samanburðar var húsið á Selfossi um 1200 fermetrar. „Breytingar á bankaþjónustu valda því að útibúið þarf nú mun minna húsnæði undir starfsemi sína. Þegar húsið var tekið í notkun voru í kjallara m.a. fjárhirslur, geymsluhólf og kaffistofa starfsfólks.“ Afgreiðslusalur og aðstaða fyrir viðskiptavini var á 1. hæð en á 2. hæð var m.a. íbúð fyrir útibússtjóra og gestaherbergi fyrir viðskiptavini og starfsfólk bankans sem dvaldi um stundarsakir á Ísafirði. Rishæðin var leigð út til að byrja með. Bárður Ísleifsson er arkitekt hússins en byggt var á teikningum Guðjóns Samúelssonar. Húsið stendur á rúmlega 730 m2 eignarlóð og því fylgir 57 m2 bílskúr. Fasteignasala Vestfjarða og Fasteignamiðstöðin annast sölu á húsinu. Landsbankinn áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum í húsið. Hvatti bankann til að flytja höfuðstöðvarnar á Selfoss Landsbankinn tók tilboði þróunarfélagsins Sigtúns í Landsbankahúsið á Selfossi en tilboðið hljómaði upp á 352 milljónir króna. Fjögur tilboð bárust og var því hæsta tekið. Sigtún Þróunarfélag er í eigu Leó Árnasonar og Kristjáns Vilhelmssonar, stærsta einstaka eiganda í útgerðarfélaginu Samherja undanfarin ár. Eiga þeir hvor fyrir sig 44 prósenta hlut í Sigtúni þróunarfélagi. Landsbankahúsið á Selfossi þykir eitt af glæsilegustu húsum á Suðurlandi og er eitt af einkennistáknum fyrir Selfoss.Vísir/Magnús Hlynur Kristján tilkynnti á árinu að börn hans væru orðnir eigendur að hans hlut í Samherja. Bæjarfulltrúi Árborgar gagnrýndi Landsbankann fyrir að setja húsið á Selfossi á sölu. Miklu nær væri að bankinn myndi flytja höfuðstöðvar sínar í húsið í stað þess að vera að eyða milljörðum í byggingu nýrra höfuðstöðva í miðbæ Reykjavíkur. Íslenskir bankar Ísafjarðarbær Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Húsið, sem var reist á árunum 1956-1958, setur sterkan svip á umhverfi sitt og er almennt talið eitt af fallegustu húsum miðbæjarins. Útibú Landsbankans hefur verið rekið í húsinu en til stendur að útibúið verið flutt yfir götuna í Hafnarstræti 19 þar sem Sparisjóður Vestfirðinga var áður til húsa. „Þar er betri aðstaða og aðgengi fyrir viðskiptavini og starfsfólk, auk þess sem húsnæðið er hagkvæmara og hentar starfseminni betur,“ segir í auglýsingu Landsbankans. Bankinn þurfi ekki svo stórt húsnæði Landsbankahúsið á Ísafirði er á fjórum hæðum, að kjallara og rishæð meðtöldum. Grunnflötur hússins er um 220 fermetrar en alls er húsið um 830 fermetrar. Til samanburðar var húsið á Selfossi um 1200 fermetrar. „Breytingar á bankaþjónustu valda því að útibúið þarf nú mun minna húsnæði undir starfsemi sína. Þegar húsið var tekið í notkun voru í kjallara m.a. fjárhirslur, geymsluhólf og kaffistofa starfsfólks.“ Afgreiðslusalur og aðstaða fyrir viðskiptavini var á 1. hæð en á 2. hæð var m.a. íbúð fyrir útibússtjóra og gestaherbergi fyrir viðskiptavini og starfsfólk bankans sem dvaldi um stundarsakir á Ísafirði. Rishæðin var leigð út til að byrja með. Bárður Ísleifsson er arkitekt hússins en byggt var á teikningum Guðjóns Samúelssonar. Húsið stendur á rúmlega 730 m2 eignarlóð og því fylgir 57 m2 bílskúr. Fasteignasala Vestfjarða og Fasteignamiðstöðin annast sölu á húsinu. Landsbankinn áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum í húsið. Hvatti bankann til að flytja höfuðstöðvarnar á Selfoss Landsbankinn tók tilboði þróunarfélagsins Sigtúns í Landsbankahúsið á Selfossi en tilboðið hljómaði upp á 352 milljónir króna. Fjögur tilboð bárust og var því hæsta tekið. Sigtún Þróunarfélag er í eigu Leó Árnasonar og Kristjáns Vilhelmssonar, stærsta einstaka eiganda í útgerðarfélaginu Samherja undanfarin ár. Eiga þeir hvor fyrir sig 44 prósenta hlut í Sigtúni þróunarfélagi. Landsbankahúsið á Selfossi þykir eitt af glæsilegustu húsum á Suðurlandi og er eitt af einkennistáknum fyrir Selfoss.Vísir/Magnús Hlynur Kristján tilkynnti á árinu að börn hans væru orðnir eigendur að hans hlut í Samherja. Bæjarfulltrúi Árborgar gagnrýndi Landsbankann fyrir að setja húsið á Selfossi á sölu. Miklu nær væri að bankinn myndi flytja höfuðstöðvar sínar í húsið í stað þess að vera að eyða milljörðum í byggingu nýrra höfuðstöðva í miðbæ Reykjavíkur.
Íslenskir bankar Ísafjarðarbær Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur