Mette boðar lokanir í Danmörku í jólalegu ávarpi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2020 21:14 Mette Frederiksen forsætisráðherra segir að fólk verði að takmarka hverja það hitti á næstunni. EPA Ríkisstjórn Danmerkur hefur boðað til blaðamannafundar í fyrramálið þar sem tilkynna á nýjar aðgerðir í stórum hluta landsins til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta kom fram í ávarpi Mette Frederiksen forsætisráðherra sem hún birti á Facebook í kvöld. „Þetta er markviss landfræðileg lokun að hluta í Árósum, Óðinsvéum, Kaupmannahöfn og nokkrum samfélögum á Sjálandi og í nágrenni höfuðborgarinnar þar sem smit er hvað mest,“ sagði Mette í ávarpi sínu. „Við verðum að ná betri tökum á veirunni fyrir aðfangadagskvöld. Það mun mæða mikið á okkur öllum.“ Aðferðarfræðin hjá Dönum sé sú sama og áður. Grípa þurfi inn í fjölgun smita snemma til að koma í veg fyrir að þurfa að grípa til enn harðari aðgerðir einn daginn, sem gæti reynst of seint. Mette nefndi engar tölur í ávarpi sínu eða nánari upplýsingar um útfærsluna en sagðist vonast til að sem flestir horfðu á fundinn á morgun. Ávarp Mette, sem var í jólalegri kantinum enda annar sunnudagur í aðventu, má sjá að neðan. Ríkisstjórnin hefur fundað með öðrum flokkum um helgina vegna aðgerðanna sem fram undan eru. Ekki kom fram í ávarpi Mette nákvæmlega klukkan hvað blaðamannafundurinn yrði á morgun. 2116 greindust smitaðir með Covid-19 í Danmörku í gær sem er hæsti fjöldi smitaðra undanfarna mánuði. 885 hafa látist af völdum veirunnar þar í landi. Samkomubann miðast við tíu manns í Danmörku sem stendur. Ekki má selja áfengi eftir klukkan tíu á kvöldin. Þá þarf fólk að notast við grímur í verslunum og í sumum menntastofnunum. Nánar má lesa um núverandi aðgerðir í Danmörku hér en þær verða sem fyrr segir hertar enn frekar á morgun. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hertar aðgerðir í Danmörku vegna minkasmitsins Sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar verulega á Norður-Jótlandi í Danmörku vegna stökkbreytingar á kórónuveirunni sem fannst í minkum og menn hafa smitast af. 5. nóvember 2020 21:18 Annar metdagur í Danmörku Alls greindist 1.191 með kórónuveiruna í Danmörku í gær og er um að ræða mesta fjöldann í landinu á einum og sama deginum frá upphafi faraldursins. 30. október 2020 14:47 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
„Þetta er markviss landfræðileg lokun að hluta í Árósum, Óðinsvéum, Kaupmannahöfn og nokkrum samfélögum á Sjálandi og í nágrenni höfuðborgarinnar þar sem smit er hvað mest,“ sagði Mette í ávarpi sínu. „Við verðum að ná betri tökum á veirunni fyrir aðfangadagskvöld. Það mun mæða mikið á okkur öllum.“ Aðferðarfræðin hjá Dönum sé sú sama og áður. Grípa þurfi inn í fjölgun smita snemma til að koma í veg fyrir að þurfa að grípa til enn harðari aðgerðir einn daginn, sem gæti reynst of seint. Mette nefndi engar tölur í ávarpi sínu eða nánari upplýsingar um útfærsluna en sagðist vonast til að sem flestir horfðu á fundinn á morgun. Ávarp Mette, sem var í jólalegri kantinum enda annar sunnudagur í aðventu, má sjá að neðan. Ríkisstjórnin hefur fundað með öðrum flokkum um helgina vegna aðgerðanna sem fram undan eru. Ekki kom fram í ávarpi Mette nákvæmlega klukkan hvað blaðamannafundurinn yrði á morgun. 2116 greindust smitaðir með Covid-19 í Danmörku í gær sem er hæsti fjöldi smitaðra undanfarna mánuði. 885 hafa látist af völdum veirunnar þar í landi. Samkomubann miðast við tíu manns í Danmörku sem stendur. Ekki má selja áfengi eftir klukkan tíu á kvöldin. Þá þarf fólk að notast við grímur í verslunum og í sumum menntastofnunum. Nánar má lesa um núverandi aðgerðir í Danmörku hér en þær verða sem fyrr segir hertar enn frekar á morgun.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hertar aðgerðir í Danmörku vegna minkasmitsins Sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar verulega á Norður-Jótlandi í Danmörku vegna stökkbreytingar á kórónuveirunni sem fannst í minkum og menn hafa smitast af. 5. nóvember 2020 21:18 Annar metdagur í Danmörku Alls greindist 1.191 með kórónuveiruna í Danmörku í gær og er um að ræða mesta fjöldann í landinu á einum og sama deginum frá upphafi faraldursins. 30. október 2020 14:47 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Hertar aðgerðir í Danmörku vegna minkasmitsins Sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar verulega á Norður-Jótlandi í Danmörku vegna stökkbreytingar á kórónuveirunni sem fannst í minkum og menn hafa smitast af. 5. nóvember 2020 21:18
Annar metdagur í Danmörku Alls greindist 1.191 með kórónuveiruna í Danmörku í gær og er um að ræða mesta fjöldann í landinu á einum og sama deginum frá upphafi faraldursins. 30. október 2020 14:47