Lars Lagerbäck var rekinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2020 10:45 Lars Lagerbäck vann 21 leik sem landsþjálfari Íslands en 18 leiki sem landsliðsþjálfari Norðmanna. Getty/Trond Tandberg Lars Lagerbäck sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun þar sem kemur fram að það hafi verið ákvörðun norska knattspyrnusambandsins að hann héldi ekki áfram með norska landsliðið. Tími Lars Lagerbäck sem landsliðsþjálfara Norðmann endaði ekki eins vel og þegar hann var með íslenska landsliðið og kvaddi eftir leik í átta liða úrslitum á EM. „Eftir samtal okkar og með ósk frá norska sambandinu, Terje Svendsen og Pål Bjerketvedt þá er ég hættur sem landsliðsþjálfari,“ skrifaði Lars Lagerbäck. „Ástæðan fyrir þessu er að í samningi okkar höfðu báðir aðilar möguleika á því að framlengja hann fram yfir næstu heimsmeistarakeppni. Nú hefur norska sambandið ákveðið í staðinn að finna langtímalausn fyrir bæði næstu undankeppni HM og næstu undankeppni EM,“ skrifaði Lagerbäck. Svíinn staðfestir því að hann hafi í raun verið rekinn. Lars Lagerbäck bekrefter at han fikk sparken https://t.co/st7qAVqXNt— VG (@vgnett) December 3, 2020 Lagerbäck segir þar að árið 2020 hafi ekki verið gott ár hvað varðar árangur og afrek. Hann segir að liðið hafi klikkað að vera upp á sitt besta þegar það skipti mestu máli auk þess að tveir frestaðir leikir hafi rænt möguleikanum á því að vinna riðil sinn í Þjóðadeildinni. „Svona er fótboltinn stundum,“ skrifaði Lars Lagerbäck sem var búinn að þjálfa norska liðið síðan í febrúar 2017. Norska liðið átti möguleika á því að tryggja sig inn á EM í gegnum umspilið eins og Ísland en sat eftir strax í undanúrslitunum. Það voru mikil vonbrigði fyrir Norðmenn sem hafa ekki komist á stórmót síðan á EM 2000. „Það er alltaf leiðinlegt að kveðja lið sem þú hefur unnið með í svo mörg ár, skrifaði“ Lagerbäck sem hrósaði bæði sambandinu og landsliðsmönnunum fyrir vinnu sína. Hann endar síðan með því að senda Norðmönnum smá skilaboð. „Að lokum. Ekki gleyma því hvernig þú vinnur fótboltaleiki,“ skrifaði Lars Lagerbäck. Lars Lagerbäck stýrði norska landsliðinu alls 35 sinnum. Liðið vann átján af þessum leikjum og tapaði aðeins átta sinnum. Markatalan var 61-35 norska liðinu í vil. Lagerbäck fékk fleiri stig í leik sem þjálfari Norðmanna (1,286) en sem þjálfari íslenska landsliðsins (1,0) og sænska landsliðsins (1,156). Norski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Tími Lars Lagerbäck sem landsliðsþjálfara Norðmann endaði ekki eins vel og þegar hann var með íslenska landsliðið og kvaddi eftir leik í átta liða úrslitum á EM. „Eftir samtal okkar og með ósk frá norska sambandinu, Terje Svendsen og Pål Bjerketvedt þá er ég hættur sem landsliðsþjálfari,“ skrifaði Lars Lagerbäck. „Ástæðan fyrir þessu er að í samningi okkar höfðu báðir aðilar möguleika á því að framlengja hann fram yfir næstu heimsmeistarakeppni. Nú hefur norska sambandið ákveðið í staðinn að finna langtímalausn fyrir bæði næstu undankeppni HM og næstu undankeppni EM,“ skrifaði Lagerbäck. Svíinn staðfestir því að hann hafi í raun verið rekinn. Lars Lagerbäck bekrefter at han fikk sparken https://t.co/st7qAVqXNt— VG (@vgnett) December 3, 2020 Lagerbäck segir þar að árið 2020 hafi ekki verið gott ár hvað varðar árangur og afrek. Hann segir að liðið hafi klikkað að vera upp á sitt besta þegar það skipti mestu máli auk þess að tveir frestaðir leikir hafi rænt möguleikanum á því að vinna riðil sinn í Þjóðadeildinni. „Svona er fótboltinn stundum,“ skrifaði Lars Lagerbäck sem var búinn að þjálfa norska liðið síðan í febrúar 2017. Norska liðið átti möguleika á því að tryggja sig inn á EM í gegnum umspilið eins og Ísland en sat eftir strax í undanúrslitunum. Það voru mikil vonbrigði fyrir Norðmenn sem hafa ekki komist á stórmót síðan á EM 2000. „Það er alltaf leiðinlegt að kveðja lið sem þú hefur unnið með í svo mörg ár, skrifaði“ Lagerbäck sem hrósaði bæði sambandinu og landsliðsmönnunum fyrir vinnu sína. Hann endar síðan með því að senda Norðmönnum smá skilaboð. „Að lokum. Ekki gleyma því hvernig þú vinnur fótboltaleiki,“ skrifaði Lars Lagerbäck. Lars Lagerbäck stýrði norska landsliðinu alls 35 sinnum. Liðið vann átján af þessum leikjum og tapaði aðeins átta sinnum. Markatalan var 61-35 norska liðinu í vil. Lagerbäck fékk fleiri stig í leik sem þjálfari Norðmanna (1,286) en sem þjálfari íslenska landsliðsins (1,0) og sænska landsliðsins (1,156).
Norski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira