Sara setti naglana undir fyrir æfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2020 09:00 Sara Sigmundsdóttir keppir við íslenska veturinn þessa dagana. Instagram/@sarasigmunds Sara Sigmundsdóttir lét ekki íslenska vetrarveðrið koma í veg fyrir útiæfingu í gær. Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir er kannski vön því að vera í eyðimerkursólinni í Dúbaí á þessum tíma ársins en í staðinn er hún að púla út í kuldanum á Íslandi. Sara sagði frá og birti myndband af sér á æfingu í gær en hún var þá að draga sleða út í desemberkuldanum. „Þegar þú átt að bakka með sleða í tuttugu mínútur og býrð á Íslandi ... þá þarftu að setja nagla undir skóna þína,“ skrifaði Sara og í myndbandinu sést hún draga sleða með lóðum á út í kuldanum. Það má búast við að hún hafi þarna verið að æfa einhvers staðar á Reykjanesinu sem hún hefur verið dugleg að auglýsa að undanförnu. „Ég viðurkenni að ég var ekki spennt fyrir þessari æfingu fyrir fram en besta tilfinningin er eftir svona æfingu þegar þú klárar hana þrátt fyrir óþægindi og kulda,“ skrifaði Sara. Sara sagðist enn fremur vera komin í 1-0 á móti íslenska veðrinu. Sara Sigmundsdóttir hefur ekkert farið leynt með ást sína á sólinni og á þessum tíma ársins hefur hún tekið þátt í Dúbaí CrossFit mótinu sem fór sem 11. til 14. desember í fyrra. Sara vann mótið fyrir ári síðan en kórónuveirufaraldurinn sá til þess að mótið fór ekki fram í ár. Sara er samt á fullu að undirbúa sig fyrir komandi CrossFit tímabil þar sem stefnan er að toppa á heimsleikunum næsta haust. Hér fyrir neðan má sjá þessa færslu Söru á Instagram um útiæfinguna í gær. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sjá meira
Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir er kannski vön því að vera í eyðimerkursólinni í Dúbaí á þessum tíma ársins en í staðinn er hún að púla út í kuldanum á Íslandi. Sara sagði frá og birti myndband af sér á æfingu í gær en hún var þá að draga sleða út í desemberkuldanum. „Þegar þú átt að bakka með sleða í tuttugu mínútur og býrð á Íslandi ... þá þarftu að setja nagla undir skóna þína,“ skrifaði Sara og í myndbandinu sést hún draga sleða með lóðum á út í kuldanum. Það má búast við að hún hafi þarna verið að æfa einhvers staðar á Reykjanesinu sem hún hefur verið dugleg að auglýsa að undanförnu. „Ég viðurkenni að ég var ekki spennt fyrir þessari æfingu fyrir fram en besta tilfinningin er eftir svona æfingu þegar þú klárar hana þrátt fyrir óþægindi og kulda,“ skrifaði Sara. Sara sagðist enn fremur vera komin í 1-0 á móti íslenska veðrinu. Sara Sigmundsdóttir hefur ekkert farið leynt með ást sína á sólinni og á þessum tíma ársins hefur hún tekið þátt í Dúbaí CrossFit mótinu sem fór sem 11. til 14. desember í fyrra. Sara vann mótið fyrir ári síðan en kórónuveirufaraldurinn sá til þess að mótið fór ekki fram í ár. Sara er samt á fullu að undirbúa sig fyrir komandi CrossFit tímabil þar sem stefnan er að toppa á heimsleikunum næsta haust. Hér fyrir neðan má sjá þessa færslu Söru á Instagram um útiæfinguna í gær. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn