Engill í Bónus: „Fannst ég ekki eiga þetta skilið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 2. desember 2020 14:40 Guðrún Brynjólfsdóttir stödd fyrir utan Bónus Garðatorgi í hádeginu í dag. vísir/vilhelm „Þetta var mjög skrítin en á sama tíma góð tilfinning. Hefði verið skiljanlegt ef ég hefði verið í vandræðum með að borga, en það var ekki málið svo maður átti engan vegin von á því að þetta gæti gerst. En þetta gefur von, og kallar fram kærleikstilfinningu og hjá mér kallar þetta fram löngun til að gera þetta fyrir fleiri,“ segir Garðbæingurinn Guðrún Brynjólfsdóttir í samtali við Vísi. Pistill hennar á Facebook hefur heldur betur vakið mikla athygli en þar segir hún frá því þegar ókunnug kona hafi tekið upp á því að greiða fyrir vörurnar hennar og það án þess að nefna það við hana. Guðrún hafði gleymt að taka einn hlut inni í búðinni og fékk að stökkva aftur inn í verslunarrýmið til að sækja hann. Þegar hún kom aftur að kassanum hafði konan fyrir aftan hana í röðinni nú þegar greitt fyrir hennar vörur. Guðrún stökk út úr búðinni þar sem hún hélt að konan hefði jafnvel óvart greitt fyrir hennar vörur og vildi fá að millifæra fjárhæðina inn á hana. Atvikið átti sér stað í Bónus í Garðatorgi og náði Guðrún í skottið á konunni fyrir utan verslunina. Sú sagðist einfaldlega hafa langað að greiða vörurnar og óskaði henni gleðilegra jóla. „Fyrstu viðbrögðin mín voru þannig að ég varð miður mín, fannst ég ekki eiga þetta skilið, en þegar ég var búin að hugsa þetta aðeins þá finnst mér að ég eigi það víst skilið af því að ég mun koma þessu á fleiri, og vonandi fá fólk í lið með mér að gera það sama.“ Veitir ekki af í þessu ástandi Hún segir að þetta sé hinn rétti jólandi. „Kærleikur getur aldrei klikkað og að gefa fólki von á aðventunni er sennilega fallegasta jólagjöfin í ár,“ segir Guðrún en eins og áður segir hefur færslan hennar vakið mikil viðbrögð á Facebook. „Ég átti engan vegin von á því, markmið mitt með færslunni var að reyna að finna þessa ungu konu. Þetta vakti góða tilfinningu hjá fólki, og þeim leið vel í hjartanu yfir þessu sem er gott því ekki veitir af í þessu ástandi að hafa eitthvað til að líða vel yfir.“ Guðrún segist ekkert vita hvaða kona þetta var og hefur ekki enn náð sambandi við hana. „Mig langar mikið að tala við hana,“ segir Guðrún en konan greiddi vörur fyrir hana upp á um það bil átta þúsund krónur. „Ég fékk enga kvittun og átta mig ekki alveg á því.“ Jól Garðabær Verslun Grín og gaman Góðverk Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
Pistill hennar á Facebook hefur heldur betur vakið mikla athygli en þar segir hún frá því þegar ókunnug kona hafi tekið upp á því að greiða fyrir vörurnar hennar og það án þess að nefna það við hana. Guðrún hafði gleymt að taka einn hlut inni í búðinni og fékk að stökkva aftur inn í verslunarrýmið til að sækja hann. Þegar hún kom aftur að kassanum hafði konan fyrir aftan hana í röðinni nú þegar greitt fyrir hennar vörur. Guðrún stökk út úr búðinni þar sem hún hélt að konan hefði jafnvel óvart greitt fyrir hennar vörur og vildi fá að millifæra fjárhæðina inn á hana. Atvikið átti sér stað í Bónus í Garðatorgi og náði Guðrún í skottið á konunni fyrir utan verslunina. Sú sagðist einfaldlega hafa langað að greiða vörurnar og óskaði henni gleðilegra jóla. „Fyrstu viðbrögðin mín voru þannig að ég varð miður mín, fannst ég ekki eiga þetta skilið, en þegar ég var búin að hugsa þetta aðeins þá finnst mér að ég eigi það víst skilið af því að ég mun koma þessu á fleiri, og vonandi fá fólk í lið með mér að gera það sama.“ Veitir ekki af í þessu ástandi Hún segir að þetta sé hinn rétti jólandi. „Kærleikur getur aldrei klikkað og að gefa fólki von á aðventunni er sennilega fallegasta jólagjöfin í ár,“ segir Guðrún en eins og áður segir hefur færslan hennar vakið mikil viðbrögð á Facebook. „Ég átti engan vegin von á því, markmið mitt með færslunni var að reyna að finna þessa ungu konu. Þetta vakti góða tilfinningu hjá fólki, og þeim leið vel í hjartanu yfir þessu sem er gott því ekki veitir af í þessu ástandi að hafa eitthvað til að líða vel yfir.“ Guðrún segist ekkert vita hvaða kona þetta var og hefur ekki enn náð sambandi við hana. „Mig langar mikið að tala við hana,“ segir Guðrún en konan greiddi vörur fyrir hana upp á um það bil átta þúsund krónur. „Ég fékk enga kvittun og átta mig ekki alveg á því.“
Jól Garðabær Verslun Grín og gaman Góðverk Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira