Skilinn eftir af móðurinni með makríldós, hrökkbrauðssneið og skál af flögum Atli Ísleifsson skrifar 1. desember 2020 11:53 Íbúðina er að finna í Haninge, suður af Stokkhólmi. EPA Sænski maðurinn, sem talinn er að hafi verið haldið í einangrun af móður sinni í 28 ár í íbúð suður af Stokkhólmi, var skilinn eftir í íbúðinni með dós af makríl, hrökkbrauði og skál af kartöfluflögum. Þetta kemur fram í frétt Aftonbladet í morgun. Þar segir að ættingi mannsins hafi komið að manninum þar sem hann lá vannærður á gólfinu í íbúðinni sem full var af sorpi og úrgangi. Móðir hans hafi verið lögð inn á sjúkrahús fyrir nokkrum vikum og skilið soninn eftir. Ættinginn, kona, sem kom að manninum hafði ekki séð hann í langan tíma og ákvað að kanna ástandið á honum þegar hún frétti að móðir hans dvaldi á sjúkrahúsi. Konan segist hafa komið að ólæstri íbúðinni og að algert myrkur hafi verið þar. Eina birtan hafi verið úr gömlu sjónvarpi sem kveikt var á. Hún hafi þá séð manninn þar sem hann lá á gólfinu, með mikil sár á líkamanum, tannlaus og með litla talgetu. „Þetta var eins og að ganga inn í hryllingsmynd,“ sagði konan í samtali við Expressen. Hún segir manninn þó hafa kannast við sig og hvíslað nafn hennar þegar hann kom auga á hana. Í haldi lögreglu Sænskir fjölmiðlar segja móðurina hafa skilið manninn eftir með eina skál af kartöfluflögum, hrökkbrauðssneið með osti og svo dós af makríl. Konan var lögð inn á sjúkrahús fyrir nokkrum vikum síðan. Móðir mannsins er á áttræðisaldri og er nú í haldi lögreglu vegna gruns um frelsissviptingu og líkamsmeiðingar. Unnið að kortlagningu á lífi mannsins Emma Olsson, saksóknari í málinu, segir að nú verði unnið að kortlagningu á lífi mannsins. Hún segir að maðurinn hafi gengist undir aðgerð á sjúkrahúsi en að hún hafi ekki nánari upplýsingar um líðan hans. Lögregla hyggst þó gera tilraun til að yfirheyra hann í dag. Sænskir fjölmiðlar segja að manninum hafi verið haldið í íbúðinni af móður sinni síðan hann var tólf ára gamall eða í 28 ár. Uppfært 2.12.2020: Konan er ekki lengur grunuð um saknæmt athæfi. Ekkert þykir benda til þess að manninum hafi verið haldið föngnum í íbúðinni. Sjá nánar hér. Svíþjóð Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Aftonbladet í morgun. Þar segir að ættingi mannsins hafi komið að manninum þar sem hann lá vannærður á gólfinu í íbúðinni sem full var af sorpi og úrgangi. Móðir hans hafi verið lögð inn á sjúkrahús fyrir nokkrum vikum og skilið soninn eftir. Ættinginn, kona, sem kom að manninum hafði ekki séð hann í langan tíma og ákvað að kanna ástandið á honum þegar hún frétti að móðir hans dvaldi á sjúkrahúsi. Konan segist hafa komið að ólæstri íbúðinni og að algert myrkur hafi verið þar. Eina birtan hafi verið úr gömlu sjónvarpi sem kveikt var á. Hún hafi þá séð manninn þar sem hann lá á gólfinu, með mikil sár á líkamanum, tannlaus og með litla talgetu. „Þetta var eins og að ganga inn í hryllingsmynd,“ sagði konan í samtali við Expressen. Hún segir manninn þó hafa kannast við sig og hvíslað nafn hennar þegar hann kom auga á hana. Í haldi lögreglu Sænskir fjölmiðlar segja móðurina hafa skilið manninn eftir með eina skál af kartöfluflögum, hrökkbrauðssneið með osti og svo dós af makríl. Konan var lögð inn á sjúkrahús fyrir nokkrum vikum síðan. Móðir mannsins er á áttræðisaldri og er nú í haldi lögreglu vegna gruns um frelsissviptingu og líkamsmeiðingar. Unnið að kortlagningu á lífi mannsins Emma Olsson, saksóknari í málinu, segir að nú verði unnið að kortlagningu á lífi mannsins. Hún segir að maðurinn hafi gengist undir aðgerð á sjúkrahúsi en að hún hafi ekki nánari upplýsingar um líðan hans. Lögregla hyggst þó gera tilraun til að yfirheyra hann í dag. Sænskir fjölmiðlar segja að manninum hafi verið haldið í íbúðinni af móður sinni síðan hann var tólf ára gamall eða í 28 ár. Uppfært 2.12.2020: Konan er ekki lengur grunuð um saknæmt athæfi. Ekkert þykir benda til þess að manninum hafi verið haldið föngnum í íbúðinni. Sjá nánar hér.
Svíþjóð Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira