Ein skrautlegasta frumraun allra tíma í NFL deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2020 12:30 Kendall Hinton sýndi mikið hugrekki með að stökkva út í djúpu laugina í vonlausri stöðu. Hann er kannski ekki hár í lotftinu en hann er ekki lítill í sér. Getty/Dustin Bradford Denver Broncos gerði ekki mikið á móti New Orleans Saints í NFL-deildinni í gær sem kom kannski ekki á óvart eftir það sem gekk á í aðdraganda leiksins. Leikstjórnandastaðan er mikilvægasta staða vallarins í NFL-deildinni og það voru góð ráð dýr hjá liði Denver Broncos þegar daginn fyrir leik varð ljóst að allir fjórir leikstjórnendur liðsins máttu ekki taka þátt í leiknum í gær. Óþekktum leikmanni að nafni Kendall Hinton var á endanum hent út í djúpu laugina þegar allir fjórir leikstjórnendur Denver Broncos liðsins voru komnir í einangrun eða sóttkví vegna kórónuveirunnar. Leikstjórnandinn Jeff Driskel hafði fengið kórónuveiruna og eftir að hafi logið um það fyrst, þá viðurkenndu hinir þrír leikstjórnendur liðsins það loksins á laugardaginn, að þeir höfðu ekki fylgt öllum sóttvarnarreglum. Allir fjórir voru því úr leik og forráðamenn Denver Broncos þurftu að finna nýjan leikstjórnanda fyrir leikinn daginn eftir. Kendall Hinton hasn t met some people in the Broncos building, per @JamesPalmerTVAnd he s starting at QB today @brgridiron pic.twitter.com/Os0bzEuBN2— Bleacher Report (@BleacherReport) November 29, 2020 Þeir enduðu á því að finna umræddan Kendall Hinton í varaliðinu. Hann er samt ekki leikstjórnandi heldur útherji en hafði einhvern tímann spilaði leikstjórnandann í háskóla. Hinton var hins vegar það slakur þar að hann skipti um stöðu. Kendall Hinton hafði líka aldrei komið við sögu í NFL leik í sinni stöðu hvað þá sem leikstjórnandi. Hann þekkti ekki leikkerfin fullkomlega og var jafnvel ekki einu sinni málkunnugur sumum leikmönnum aðalliðsins. Útkoman var heldur ekki glæsileg hjá greyið Kendall Hinton. Hann klikkaði á átta fyrstu sendingunum sínum og náði aðeins einni heppnaðri sendingu allan leikinn. Hinton kastaði boltanum aftur á móti tvisvar sinnum frá sér og Denver steinlá 31-3. Broncos QB Kendall Hinton deserves respect @Kendall_Hinton2 Undrafted WR Came off the practice squad Zero practice reps Competed in his first NFL game pic.twitter.com/KJJvCRTKW1— ESPN (@espn) November 30, 2020 „Ég get auðveldlega haldið því fram að þetta hafi verið viðburðaríkustu 24 klukkutímarnir á minni ævi. Þegar þeir kölluðu á mig þá var ég mjög spenntur en auðvitað fylgdu þessu líka stress og vantrú,“ sagði Kendall Hinton. „Ég hafði enga hugmynd um hvernig væri að spila svona leik. Ég þekkti aðeins til leikkerfa okkar en þau eru allt öðruvísi fyrir leikstjórnandann. Við vissum fyrir fram að þetta yrði mjög erfitt en ég var tilbúinn að takast á við þessa áskorun,“ sagði Hinton sem verðir seint sakaður um að vera ekki hugrakkur. Það er eitt að taka þetta stóra skref að spila sinn fyrsta NFL-leik en hvað þá að gera það nánast óundirbúinn, í nýrri stöðu og á móti einu besta liði NFL-deildarinnar. Það er ólíklegt að einhver eigi eftir að standa í sömu sporum og Kendall Hinton í næstu framtíð. NFL Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
Leikstjórnandastaðan er mikilvægasta staða vallarins í NFL-deildinni og það voru góð ráð dýr hjá liði Denver Broncos þegar daginn fyrir leik varð ljóst að allir fjórir leikstjórnendur liðsins máttu ekki taka þátt í leiknum í gær. Óþekktum leikmanni að nafni Kendall Hinton var á endanum hent út í djúpu laugina þegar allir fjórir leikstjórnendur Denver Broncos liðsins voru komnir í einangrun eða sóttkví vegna kórónuveirunnar. Leikstjórnandinn Jeff Driskel hafði fengið kórónuveiruna og eftir að hafi logið um það fyrst, þá viðurkenndu hinir þrír leikstjórnendur liðsins það loksins á laugardaginn, að þeir höfðu ekki fylgt öllum sóttvarnarreglum. Allir fjórir voru því úr leik og forráðamenn Denver Broncos þurftu að finna nýjan leikstjórnanda fyrir leikinn daginn eftir. Kendall Hinton hasn t met some people in the Broncos building, per @JamesPalmerTVAnd he s starting at QB today @brgridiron pic.twitter.com/Os0bzEuBN2— Bleacher Report (@BleacherReport) November 29, 2020 Þeir enduðu á því að finna umræddan Kendall Hinton í varaliðinu. Hann er samt ekki leikstjórnandi heldur útherji en hafði einhvern tímann spilaði leikstjórnandann í háskóla. Hinton var hins vegar það slakur þar að hann skipti um stöðu. Kendall Hinton hafði líka aldrei komið við sögu í NFL leik í sinni stöðu hvað þá sem leikstjórnandi. Hann þekkti ekki leikkerfin fullkomlega og var jafnvel ekki einu sinni málkunnugur sumum leikmönnum aðalliðsins. Útkoman var heldur ekki glæsileg hjá greyið Kendall Hinton. Hann klikkaði á átta fyrstu sendingunum sínum og náði aðeins einni heppnaðri sendingu allan leikinn. Hinton kastaði boltanum aftur á móti tvisvar sinnum frá sér og Denver steinlá 31-3. Broncos QB Kendall Hinton deserves respect @Kendall_Hinton2 Undrafted WR Came off the practice squad Zero practice reps Competed in his first NFL game pic.twitter.com/KJJvCRTKW1— ESPN (@espn) November 30, 2020 „Ég get auðveldlega haldið því fram að þetta hafi verið viðburðaríkustu 24 klukkutímarnir á minni ævi. Þegar þeir kölluðu á mig þá var ég mjög spenntur en auðvitað fylgdu þessu líka stress og vantrú,“ sagði Kendall Hinton. „Ég hafði enga hugmynd um hvernig væri að spila svona leik. Ég þekkti aðeins til leikkerfa okkar en þau eru allt öðruvísi fyrir leikstjórnandann. Við vissum fyrir fram að þetta yrði mjög erfitt en ég var tilbúinn að takast á við þessa áskorun,“ sagði Hinton sem verðir seint sakaður um að vera ekki hugrakkur. Það er eitt að taka þetta stóra skref að spila sinn fyrsta NFL-leik en hvað þá að gera það nánast óundirbúinn, í nýrri stöðu og á móti einu besta liði NFL-deildarinnar. Það er ólíklegt að einhver eigi eftir að standa í sömu sporum og Kendall Hinton í næstu framtíð.
NFL Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira