Enduðu í keppninni fyrir misskilning en unnu að lokum Stefán Árni Pálsson skrifar 27. nóvember 2020 17:01 Sturlaugur bruggmeistari hjá Borg. Hinn séríslenski og áfengislausi bjórinn Bríó vann gullverðlaun í alþjóðlegu bjórkeppninni Brewski Awards í Bandaríkjunum nú á dögunum. Það eru Sturlaugur Jón Björnsson og félagar hjá Borg Brugghúsi sem eiga heiðurinn af bjórnum sem einnig er fyrsti áfengislausi bjórinn sem bruggaður er hérlendis. Þróun bjórsins tók þónokkurn tíma og var hann loks kynntur til leiks hérlendis í lok sumars. Óhætt er að segja að hann fari vel af stað. „Það er auðvitað alltaf gaman að fá viðurkenningu fyrir sköpun sína, hvort sem það er frá dómurum, fagfólki eða öðrum, það var því klárlega birta í skammdeginu að fá þessi verðlaun. Vænst þykir mér þó um þær viðtökur sem Bríó hefur fengið hjá neytendum sem endurspeglast þá fyrst og fremst í jákvæðu umtali og sölunni sem er langt umfram væntingar. Við áttum vissulega von á því að hægt væri að vekja áhuga á alvöru áfengislausum bjór á Íslandi og veðjuðum þess vegna á að verja tíma í þessa vegferð,“ segir Sturlaugur bruggmeistari. „Við fórum þá leið sem fyrr að gefa ekkert eftir í gæðakröfunum og vinna eingöngu með fyrsta flokks hráefni og vorum virkilega ánægð með niðurstöðu þróunarinnar. Það er hins vegar ljóst að mun meiri áhugi var til staðar nú þegar en við áttum von á og bjuggumst við alltaf við að fara mun rólegar af stað en raun ber vitni, svona á meðan fólk tæki vonandi hægt og rólega við sér í óáfenginu.“ Ákveðin misskilningur varð til þess að áfengislaus Bríó var partur af Brewski Awards í ár. „Aðstandendur keppninnar höfðu samband við okkur og óskuðu eftir þátttöku einhvern tímann í sumar. Við könnumst við skemmtilegan bruggara í Helsingborg í Svíþjóð sem bruggar einmitt bjóra undir nafninu Brewski og án þess að kynna okkur þetta sérstaklega þá ályktuðum við að þessi keppni væri tengd honum. Í kjölfarið að fyrstu lögun af Bríó áfengislausum fáum við svo tölvupóst frá þeim þar sem verið er að ýta á eftir okkur með þátttöku og við ákváðum því að slá til en senda þeim eingöngu hinn nýja áfengislausa Bríó. Við áttum okkur svo á heimilisfanginu þegar við erum að senda þeim bjórinn að þessi keppni kemur Brewski í Svíþjóð sennilega ekkert við heldur er um alþjóðlega keppni í Ameríku að ræða. En gaman sem áður segir að þau fíluðu bjórinn,” segir Sturlaugur léttur. Áfengi og tóbak Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Það eru Sturlaugur Jón Björnsson og félagar hjá Borg Brugghúsi sem eiga heiðurinn af bjórnum sem einnig er fyrsti áfengislausi bjórinn sem bruggaður er hérlendis. Þróun bjórsins tók þónokkurn tíma og var hann loks kynntur til leiks hérlendis í lok sumars. Óhætt er að segja að hann fari vel af stað. „Það er auðvitað alltaf gaman að fá viðurkenningu fyrir sköpun sína, hvort sem það er frá dómurum, fagfólki eða öðrum, það var því klárlega birta í skammdeginu að fá þessi verðlaun. Vænst þykir mér þó um þær viðtökur sem Bríó hefur fengið hjá neytendum sem endurspeglast þá fyrst og fremst í jákvæðu umtali og sölunni sem er langt umfram væntingar. Við áttum vissulega von á því að hægt væri að vekja áhuga á alvöru áfengislausum bjór á Íslandi og veðjuðum þess vegna á að verja tíma í þessa vegferð,“ segir Sturlaugur bruggmeistari. „Við fórum þá leið sem fyrr að gefa ekkert eftir í gæðakröfunum og vinna eingöngu með fyrsta flokks hráefni og vorum virkilega ánægð með niðurstöðu þróunarinnar. Það er hins vegar ljóst að mun meiri áhugi var til staðar nú þegar en við áttum von á og bjuggumst við alltaf við að fara mun rólegar af stað en raun ber vitni, svona á meðan fólk tæki vonandi hægt og rólega við sér í óáfenginu.“ Ákveðin misskilningur varð til þess að áfengislaus Bríó var partur af Brewski Awards í ár. „Aðstandendur keppninnar höfðu samband við okkur og óskuðu eftir þátttöku einhvern tímann í sumar. Við könnumst við skemmtilegan bruggara í Helsingborg í Svíþjóð sem bruggar einmitt bjóra undir nafninu Brewski og án þess að kynna okkur þetta sérstaklega þá ályktuðum við að þessi keppni væri tengd honum. Í kjölfarið að fyrstu lögun af Bríó áfengislausum fáum við svo tölvupóst frá þeim þar sem verið er að ýta á eftir okkur með þátttöku og við ákváðum því að slá til en senda þeim eingöngu hinn nýja áfengislausa Bríó. Við áttum okkur svo á heimilisfanginu þegar við erum að senda þeim bjórinn að þessi keppni kemur Brewski í Svíþjóð sennilega ekkert við heldur er um alþjóðlega keppni í Ameríku að ræða. En gaman sem áður segir að þau fíluðu bjórinn,” segir Sturlaugur léttur.
Áfengi og tóbak Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira