UNICEF: 50% hærra verð á bóluefnum á Svörtum föstudegi Heimsljós 27. nóvember 2020 11:16 UNICEF UNICEF hækkar verð á bólusetningarpakka um 50% aðeins í dag, til að tvöfalda hjálp við börn í neyð sem eiga rétt á bólusetningum gegn lífshættulegum sjúkdómum „Á meðan við bíðum með eftirvæntingu eftir bóluefni gegn kórónaveirunni þá vantar börn víða um heim vörn gegn ýmsum smitsjúkdómum sem við höfum útrýmt hér á Íslandi eða teljum sjálfsagt að við fáum bóluefni við. Á Svörtum föstudegi ákváðum við því að hækka verðið á bólusetningapakkanum okkar um 50% til þess að tvöfalda hjálp okkar við börn í neyð sem eiga rétt á bólusetningum gegn lífshættulegum sjúkdómum. Það hlýtur að vera tilboð ársins!“ segir Steinunn Jakobsdóttir, kynningarstjóri UNICEF á Íslandi. Í dag, á Svörtum föstdegi, hækkar UNICEF verð á bólusetningapakkanum á sannargjafir.is og tilboðið gildir einungis í dag! UNICEF hefur í áratugi verið leiðandi í bólusetningum fyrir börn og er stærsti einstaki kaupandi bóluefna í heiminum. Á hverju ári bólusetja samtökin og samstarfsaðilar hátt í helming allra barna í heiminum gegn lífshættulegum sjúkdómum á borð við mislinga, mænusótt, rauða hunda og stífkrampa. Í bólusetningapakkanum er að finna 50 skammta af bóluefni gegn mænusótt, 50 skammta af bóluefni gegn mislingum, 40 skammta af bóluefni gegn stífkrampa og kælibox til að geyma bóluefnin í. Upphæðin sem er borguð aukalega á Svörtum föstudegi nýtist til að kaupa enn fleiri hjálpargögn fyrir börn í neyð. Sannar gjafir eru lífsnauðsynleg hjálpargögn fyrir börn í neyð um allan heim. Í vefverslun UNICEF á Íslandi – sannargjafir.is – er að finna mikið úrval gjafa sem eru tilvaldar í jólapakkann, meðal annars jarðhnetumauk fyrir vannærð börn, moskítónet, hlífðarpakka fyrir heilbrigðisstarfsfólk, námsgögn, handsápur og hlý vetrarföt svo nokkuð sé nefnt. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Bólusetningar Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent
„Á meðan við bíðum með eftirvæntingu eftir bóluefni gegn kórónaveirunni þá vantar börn víða um heim vörn gegn ýmsum smitsjúkdómum sem við höfum útrýmt hér á Íslandi eða teljum sjálfsagt að við fáum bóluefni við. Á Svörtum föstudegi ákváðum við því að hækka verðið á bólusetningapakkanum okkar um 50% til þess að tvöfalda hjálp okkar við börn í neyð sem eiga rétt á bólusetningum gegn lífshættulegum sjúkdómum. Það hlýtur að vera tilboð ársins!“ segir Steinunn Jakobsdóttir, kynningarstjóri UNICEF á Íslandi. Í dag, á Svörtum föstdegi, hækkar UNICEF verð á bólusetningapakkanum á sannargjafir.is og tilboðið gildir einungis í dag! UNICEF hefur í áratugi verið leiðandi í bólusetningum fyrir börn og er stærsti einstaki kaupandi bóluefna í heiminum. Á hverju ári bólusetja samtökin og samstarfsaðilar hátt í helming allra barna í heiminum gegn lífshættulegum sjúkdómum á borð við mislinga, mænusótt, rauða hunda og stífkrampa. Í bólusetningapakkanum er að finna 50 skammta af bóluefni gegn mænusótt, 50 skammta af bóluefni gegn mislingum, 40 skammta af bóluefni gegn stífkrampa og kælibox til að geyma bóluefnin í. Upphæðin sem er borguð aukalega á Svörtum föstudegi nýtist til að kaupa enn fleiri hjálpargögn fyrir börn í neyð. Sannar gjafir eru lífsnauðsynleg hjálpargögn fyrir börn í neyð um allan heim. Í vefverslun UNICEF á Íslandi – sannargjafir.is – er að finna mikið úrval gjafa sem eru tilvaldar í jólapakkann, meðal annars jarðhnetumauk fyrir vannærð börn, moskítónet, hlífðarpakka fyrir heilbrigðisstarfsfólk, námsgögn, handsápur og hlý vetrarföt svo nokkuð sé nefnt. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Bólusetningar Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent