Maradona dúxaði á matskýrslu Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2020 10:31 Diego Armando Maradona í búningi Barcelona áirð 1983. Getty/Alessandro Sabattini Hversu góður var táningurinn Diego Maradona? Matskýrsla njósnara Barcelona segir sína sögu. Eftir fráfall Diego Maradona hafa knattspyrnuspekingar og aðrir reynt að átta sig á hversu frábær og einstakur fótboltamaður Argentínumaðurinn var. Í tilefni að slíkum pælingum grófu menn upp matskýrslu njósnara Barcelona frá því að Maradona var ungur leikmaður hjá Boca Juniors. Barcelona var farið að fylgjast náið með Diego Maradona mörgum árum en félagið gerði hann að dýrasta leikmanni heims árið 1982. Fimm árum fyrr fékk Barcelona matskýrslu á undrabarninu Diego Armando Maradona og hún var ekkert slor. Speed - 9.5/10 Starting speed - 9.5/10 Speed with the ball - 9.1/10 Agility - 9.5/10Barcelona's scouting report on Maradona from 1978 is a piece of football history. Iconic! https://t.co/DejZItnSeI— SPORTbible (@sportbible) November 27, 2020 Cesar Luis Menotti, þjálfari heimsmeistara Argentínu 1978, tók saman matskýrslu á hinum sautján ára gamla Maradona árið 1978. Menotti mætti á leik hjá Boca Juniors á móti Argentinos Juniors og skilaði af sér skýrslu eftir hann. Blaðamaður Marca á Spáni gróf upp þessa matskýrslu Menotti. Undir almenna boltatækni þá skrifaði Menotti „ósigrandi“ og undir liðnum sérstök boltatækni þá skrifaði hann „Undraverður, afkastamikill og sérfræðingur í knattraki. Mikill kraftur, ótrúlegt hugrekki, ótrúleg skilvirkni. Mjög gott skot.“ Two years of magic at the Camp Nou — FC Barcelona (@FCBarcelona) November 25, 2020 Hann hélt áfram lofræðunni. „Frábær sendingamaður. Mjög nákvæmur og með fullkomna yfirsýn. Meðal skallamaður. Góðir leiðtogahæfileikar. Hefur kraft í aða halda bolta og magnaður að passa upp á boltann.“ Cesar Luis Menotti var ekki hættur því upptalningin hélt áfram og nú var komið að fótboltagreindinni. „Fullkominn skilningur á fótbolta. Hefur fullkomna tilfinningu fyrir íþróttinni. Góð yfirsýn. Mjög hraður að hugsa og taka réttar ákvarðanir,“ skrifaði Menotti í skýrslu sína og þá var komið að einkunnagjöfinni. Táningurinn Maradona fékk 9,5 af 10 fyrir hraða, viðbragð, hraða án bolta og fimi. Hann fékk 9,1 fyrir hraða með bolta og átta í einkunn fyrir stökkkraft. Menotti gaf honum líka 10 af 10 fyrir andlegan styrk, einbeitingu og persónuleika. Barcelona beið þó með að kaupa strákinn í fimm ár en var tilbúið að gera hann að dýrasta knattspyrnumanni heims eftir HM á Spáni 1982. Barca borgaði þá fimm milljónir punda fyrir hann sem þykir ekki mikill peningur í dag. Diego Maradona skoraði 38 mörk í 58 leikjum á tveimur tímabilum með Barcelona en félagið seldi hann síðan til Napoli sumarið 1984 fyrir annað heimsmet. Thank you for everything, Diego pic.twitter.com/bJ9l3ixY7A— FC Barcelona (@FCBarcelona) November 25, 2020 Spænski boltinn Tengdar fréttir Aðeins fjölskylda og nánustu vinir viðstaddir þegar Maradona var jarðaður Diego Maradona var lagður til hinstu hvílu í gær. Til átaka kom milli aðdáenda hans og lögreglunnar í Búenos Aíres. 27. nóvember 2020 08:00 Maradona spilaði einu sinni fyrir enskt félag og það á lánuðum skóm Diego Maradona spilaði aldrei í ensku deildinni en hann náði þó einu sinni að spila fyrir enskt félag á níunda áratugnum. 26. nóvember 2020 12:30 Breysku fótboltasnillingarnir létust sama dag Fótboltasnillingarnir Diego Maradona og George Best létust á sama degi, 25. nóvember. 26. nóvember 2020 11:30 Maradona á forsíðum blaðanna: Í höndum Guðs og Guð er dauður Diego Maradona er áberandi á forsíðum dagblaða um víða veröld. 26. nóvember 2020 07:31 Maradona minnst meðal Íslendinga | Vann HM einn síns liðs og hitti Gaupa á HM 2006 Diego Armando Maradona lést í dag sextugur að aldri. Samkvæmt fréttamiðlum í heimalandi hans Argentínu fékk hann hjartaáfall og lést í kjölfarið. Hafði hann mikil áhrif á íslenska íþróttamenn eins og sjá má í fréttinni. 25. nóvember 2020 20:45 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Eftir fráfall Diego Maradona hafa knattspyrnuspekingar og aðrir reynt að átta sig á hversu frábær og einstakur fótboltamaður Argentínumaðurinn var. Í tilefni að slíkum pælingum grófu menn upp matskýrslu njósnara Barcelona frá því að Maradona var ungur leikmaður hjá Boca Juniors. Barcelona var farið að fylgjast náið með Diego Maradona mörgum árum en félagið gerði hann að dýrasta leikmanni heims árið 1982. Fimm árum fyrr fékk Barcelona matskýrslu á undrabarninu Diego Armando Maradona og hún var ekkert slor. Speed - 9.5/10 Starting speed - 9.5/10 Speed with the ball - 9.1/10 Agility - 9.5/10Barcelona's scouting report on Maradona from 1978 is a piece of football history. Iconic! https://t.co/DejZItnSeI— SPORTbible (@sportbible) November 27, 2020 Cesar Luis Menotti, þjálfari heimsmeistara Argentínu 1978, tók saman matskýrslu á hinum sautján ára gamla Maradona árið 1978. Menotti mætti á leik hjá Boca Juniors á móti Argentinos Juniors og skilaði af sér skýrslu eftir hann. Blaðamaður Marca á Spáni gróf upp þessa matskýrslu Menotti. Undir almenna boltatækni þá skrifaði Menotti „ósigrandi“ og undir liðnum sérstök boltatækni þá skrifaði hann „Undraverður, afkastamikill og sérfræðingur í knattraki. Mikill kraftur, ótrúlegt hugrekki, ótrúleg skilvirkni. Mjög gott skot.“ Two years of magic at the Camp Nou — FC Barcelona (@FCBarcelona) November 25, 2020 Hann hélt áfram lofræðunni. „Frábær sendingamaður. Mjög nákvæmur og með fullkomna yfirsýn. Meðal skallamaður. Góðir leiðtogahæfileikar. Hefur kraft í aða halda bolta og magnaður að passa upp á boltann.“ Cesar Luis Menotti var ekki hættur því upptalningin hélt áfram og nú var komið að fótboltagreindinni. „Fullkominn skilningur á fótbolta. Hefur fullkomna tilfinningu fyrir íþróttinni. Góð yfirsýn. Mjög hraður að hugsa og taka réttar ákvarðanir,“ skrifaði Menotti í skýrslu sína og þá var komið að einkunnagjöfinni. Táningurinn Maradona fékk 9,5 af 10 fyrir hraða, viðbragð, hraða án bolta og fimi. Hann fékk 9,1 fyrir hraða með bolta og átta í einkunn fyrir stökkkraft. Menotti gaf honum líka 10 af 10 fyrir andlegan styrk, einbeitingu og persónuleika. Barcelona beið þó með að kaupa strákinn í fimm ár en var tilbúið að gera hann að dýrasta knattspyrnumanni heims eftir HM á Spáni 1982. Barca borgaði þá fimm milljónir punda fyrir hann sem þykir ekki mikill peningur í dag. Diego Maradona skoraði 38 mörk í 58 leikjum á tveimur tímabilum með Barcelona en félagið seldi hann síðan til Napoli sumarið 1984 fyrir annað heimsmet. Thank you for everything, Diego pic.twitter.com/bJ9l3ixY7A— FC Barcelona (@FCBarcelona) November 25, 2020
Spænski boltinn Tengdar fréttir Aðeins fjölskylda og nánustu vinir viðstaddir þegar Maradona var jarðaður Diego Maradona var lagður til hinstu hvílu í gær. Til átaka kom milli aðdáenda hans og lögreglunnar í Búenos Aíres. 27. nóvember 2020 08:00 Maradona spilaði einu sinni fyrir enskt félag og það á lánuðum skóm Diego Maradona spilaði aldrei í ensku deildinni en hann náði þó einu sinni að spila fyrir enskt félag á níunda áratugnum. 26. nóvember 2020 12:30 Breysku fótboltasnillingarnir létust sama dag Fótboltasnillingarnir Diego Maradona og George Best létust á sama degi, 25. nóvember. 26. nóvember 2020 11:30 Maradona á forsíðum blaðanna: Í höndum Guðs og Guð er dauður Diego Maradona er áberandi á forsíðum dagblaða um víða veröld. 26. nóvember 2020 07:31 Maradona minnst meðal Íslendinga | Vann HM einn síns liðs og hitti Gaupa á HM 2006 Diego Armando Maradona lést í dag sextugur að aldri. Samkvæmt fréttamiðlum í heimalandi hans Argentínu fékk hann hjartaáfall og lést í kjölfarið. Hafði hann mikil áhrif á íslenska íþróttamenn eins og sjá má í fréttinni. 25. nóvember 2020 20:45 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Aðeins fjölskylda og nánustu vinir viðstaddir þegar Maradona var jarðaður Diego Maradona var lagður til hinstu hvílu í gær. Til átaka kom milli aðdáenda hans og lögreglunnar í Búenos Aíres. 27. nóvember 2020 08:00
Maradona spilaði einu sinni fyrir enskt félag og það á lánuðum skóm Diego Maradona spilaði aldrei í ensku deildinni en hann náði þó einu sinni að spila fyrir enskt félag á níunda áratugnum. 26. nóvember 2020 12:30
Breysku fótboltasnillingarnir létust sama dag Fótboltasnillingarnir Diego Maradona og George Best létust á sama degi, 25. nóvember. 26. nóvember 2020 11:30
Maradona á forsíðum blaðanna: Í höndum Guðs og Guð er dauður Diego Maradona er áberandi á forsíðum dagblaða um víða veröld. 26. nóvember 2020 07:31
Maradona minnst meðal Íslendinga | Vann HM einn síns liðs og hitti Gaupa á HM 2006 Diego Armando Maradona lést í dag sextugur að aldri. Samkvæmt fréttamiðlum í heimalandi hans Argentínu fékk hann hjartaáfall og lést í kjölfarið. Hafði hann mikil áhrif á íslenska íþróttamenn eins og sjá má í fréttinni. 25. nóvember 2020 20:45