Leikur sem við eigum oft í erfiðleikum með Sindri Sverrisson skrifar 26. nóvember 2020 10:00 Ingibjörg Sigurðardóttir skallar boltann í 1-1 jafnteflinu við Svíþjóð á Laugardalsvelli í haust. vísir/vilhelm Ingibjörg Sigurðardóttir segir það mikla áskorun fyrir íslenska landsliðið að brjóta upp vörn Slóvakíu í dag, á velli sem sé ekki sá besti, og knýja fram sigur í baráttunni um að komast beint á EM í fótbolta. Ingibjörg Sigurðardóttir segir það mikla áskorun fyrir íslenska landsliðið að brjóta upp vörn Slóvakíu í dag, á velli sem sé ekki sá besti, og knýja fram sigur í baráttunni um að komast beint á EM í fótbolta. Jafntefli í dag dugar Íslandi til að tryggja sér 2. sæti í riðlinum og fara í umspil um sæti á EM í Englandi. Ágætar líkur eru á að sigur í dag og gegn Ungverjalandi í lokaleiknum á þriðjudag dygðu hins vegar til að koma Íslandi beint á EM, sem eitt af þremur liðum með bestan árangur í 2. sæti síns riðils. Það reyndist hins vegar þrautin þyngri að vinna Slóvakíu á Laugardalsvelli fyrir rúmu ári síðan, þrátt fyrir yfirburði úti á vellinum, því eina markið kom um miðjan seinni hálfleik, úr smiðju Elínar Mettu Jensen. Klippa: Ingibjörg um Slóvakíu „Þær voru mjög þéttar fyrir og erfitt að komast í gegnum þær. Við vorum mikið með boltann en í fyrri hálfleiknum var kannski aðeins of lágt tempó hjá okkur með boltann. Um leið og við jukum hraðann í seinni hálfleiknum fórum við að geta opnað þær aðeins betur,“ sagði Ingibjörg við Vísi í gær. „Leiðinlegt fyrir þær“ „Þetta endaði samt bara 1-0, þetta er hörkulið með gott varnarskipulag. Þetta er kannski leikur sem að við eigum oft í erfiðleikum með; að vera mikið með boltann og þurfa að spila okkur í gegnum svona varnarsinnað lið. Þetta er mikið „challenge“ fyrir okkur. Þær eru á heimavelli og maður býst ekkert við besta velli í heimi. Aðstæðurnar eru ekkert eins og á Laugardalsvelli. Við verðum bara að reyna að halda háu tempói með boltann og vera þolinmóðar. Ég held að það sé lykillinn. Þær eru líka fastar fyrir og það verður kannski mikið af aukaspyrnum og stoppi í leiknum. Við þurfum að vera undirbúnar fyrir allt,“ sagði Ingibjörg. Íslenska liðinu hefur til þessa tekist að forðast kórónuveirusmit en hið sama verður ekki sagt um leikmenn Slóvakíu því aðalmarkaskorari liðsins, Patrícia Hmírová, er með veiruna. „Það hlaut kannski að koma að því að það kæmi eitthvað upp í tengslum við okkar leiki því það hefur allt gengið upp hingað til. Auðvitað er þetta leiðinlegt fyrir þær, maður vill bæta besta liðinu, en svona er þetta,“ sagði Ingibjörg. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Ætlum beint á EM og verðum með enn betra lið þá „Þetta var risastórt í Hollandi en maður býst við því að þetta verði enn stærra á Englandi og þá vill maður ekkert missa af því,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir um Evrópumótið í fótbolta, fyrir leikina tvo sem gætu skilað Íslandi á mótið. 25. nóvember 2020 12:00 Misstu út aðalmarkaskorarann fyrir uppgjörið við Ísland Patrícia Hmírová hefur skorað 80% marka Slóvakíu en missir af leiknum mikilvæga við Ísland á fimmtudaginn vegna kórónuveirusmits. 24. nóvember 2020 17:01 Íslensku stelpurnar þurfa að fara yfir landamærin til þess að geta æft Sóttvarnarreglur í Slóvakíu hafa einnig áhrif á undirbúning íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir tvo leiki í undankeppni EM. 24. nóvember 2020 13:01 Dagný ekki með í landsleikjunum og tveir nýliðar kallaðir inn í íslenska hópinn Kristín Dís Árnadóttir og Bryndís Arna Níelsdóttur hafa verið kallaðar inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur og Söndru Maríu Jessen. 20. nóvember 2020 15:03 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Sjá meira
Ingibjörg Sigurðardóttir segir það mikla áskorun fyrir íslenska landsliðið að brjóta upp vörn Slóvakíu í dag, á velli sem sé ekki sá besti, og knýja fram sigur í baráttunni um að komast beint á EM í fótbolta. Jafntefli í dag dugar Íslandi til að tryggja sér 2. sæti í riðlinum og fara í umspil um sæti á EM í Englandi. Ágætar líkur eru á að sigur í dag og gegn Ungverjalandi í lokaleiknum á þriðjudag dygðu hins vegar til að koma Íslandi beint á EM, sem eitt af þremur liðum með bestan árangur í 2. sæti síns riðils. Það reyndist hins vegar þrautin þyngri að vinna Slóvakíu á Laugardalsvelli fyrir rúmu ári síðan, þrátt fyrir yfirburði úti á vellinum, því eina markið kom um miðjan seinni hálfleik, úr smiðju Elínar Mettu Jensen. Klippa: Ingibjörg um Slóvakíu „Þær voru mjög þéttar fyrir og erfitt að komast í gegnum þær. Við vorum mikið með boltann en í fyrri hálfleiknum var kannski aðeins of lágt tempó hjá okkur með boltann. Um leið og við jukum hraðann í seinni hálfleiknum fórum við að geta opnað þær aðeins betur,“ sagði Ingibjörg við Vísi í gær. „Leiðinlegt fyrir þær“ „Þetta endaði samt bara 1-0, þetta er hörkulið með gott varnarskipulag. Þetta er kannski leikur sem að við eigum oft í erfiðleikum með; að vera mikið með boltann og þurfa að spila okkur í gegnum svona varnarsinnað lið. Þetta er mikið „challenge“ fyrir okkur. Þær eru á heimavelli og maður býst ekkert við besta velli í heimi. Aðstæðurnar eru ekkert eins og á Laugardalsvelli. Við verðum bara að reyna að halda háu tempói með boltann og vera þolinmóðar. Ég held að það sé lykillinn. Þær eru líka fastar fyrir og það verður kannski mikið af aukaspyrnum og stoppi í leiknum. Við þurfum að vera undirbúnar fyrir allt,“ sagði Ingibjörg. Íslenska liðinu hefur til þessa tekist að forðast kórónuveirusmit en hið sama verður ekki sagt um leikmenn Slóvakíu því aðalmarkaskorari liðsins, Patrícia Hmírová, er með veiruna. „Það hlaut kannski að koma að því að það kæmi eitthvað upp í tengslum við okkar leiki því það hefur allt gengið upp hingað til. Auðvitað er þetta leiðinlegt fyrir þær, maður vill bæta besta liðinu, en svona er þetta,“ sagði Ingibjörg.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Ætlum beint á EM og verðum með enn betra lið þá „Þetta var risastórt í Hollandi en maður býst við því að þetta verði enn stærra á Englandi og þá vill maður ekkert missa af því,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir um Evrópumótið í fótbolta, fyrir leikina tvo sem gætu skilað Íslandi á mótið. 25. nóvember 2020 12:00 Misstu út aðalmarkaskorarann fyrir uppgjörið við Ísland Patrícia Hmírová hefur skorað 80% marka Slóvakíu en missir af leiknum mikilvæga við Ísland á fimmtudaginn vegna kórónuveirusmits. 24. nóvember 2020 17:01 Íslensku stelpurnar þurfa að fara yfir landamærin til þess að geta æft Sóttvarnarreglur í Slóvakíu hafa einnig áhrif á undirbúning íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir tvo leiki í undankeppni EM. 24. nóvember 2020 13:01 Dagný ekki með í landsleikjunum og tveir nýliðar kallaðir inn í íslenska hópinn Kristín Dís Árnadóttir og Bryndís Arna Níelsdóttur hafa verið kallaðar inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur og Söndru Maríu Jessen. 20. nóvember 2020 15:03 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Sjá meira
Ætlum beint á EM og verðum með enn betra lið þá „Þetta var risastórt í Hollandi en maður býst við því að þetta verði enn stærra á Englandi og þá vill maður ekkert missa af því,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir um Evrópumótið í fótbolta, fyrir leikina tvo sem gætu skilað Íslandi á mótið. 25. nóvember 2020 12:00
Misstu út aðalmarkaskorarann fyrir uppgjörið við Ísland Patrícia Hmírová hefur skorað 80% marka Slóvakíu en missir af leiknum mikilvæga við Ísland á fimmtudaginn vegna kórónuveirusmits. 24. nóvember 2020 17:01
Íslensku stelpurnar þurfa að fara yfir landamærin til þess að geta æft Sóttvarnarreglur í Slóvakíu hafa einnig áhrif á undirbúning íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir tvo leiki í undankeppni EM. 24. nóvember 2020 13:01
Dagný ekki með í landsleikjunum og tveir nýliðar kallaðir inn í íslenska hópinn Kristín Dís Árnadóttir og Bryndís Arna Níelsdóttur hafa verið kallaðar inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur og Söndru Maríu Jessen. 20. nóvember 2020 15:03
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn