Misstu út aðalmarkaskorarann fyrir uppgjörið við Ísland Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2020 17:01 Elín Metta Jensen skoraði eina markið þegar Ísland og Slóvakía mættust á Laugardalsvelli fyrir rúmu ári. vísir/vilhelm Með sigri gegn Íslandi á fimmtudaginn á Slóvakía enn von um að komast á EM kvenna í fótbolta, á kostnað íslenska liðsins. Liðið verður hins vegar án síns aðalmarkaskorara vegna kórónuveirufaraldursins. Nú er komið að síðustu leikjunum í baráttunni um sæti á EM í Englandi en Slóvakía og Ísland mætast ytra á fimmtudag kl. 17 að íslenskum tíma. Svíþjóð tryggði sér sigur í F-riðli með því að vinna Ísland í síðasta mánuði. Ísland og Slóvakía berjast um 2. sæti en jafntefli eða sigur á fimmtudaginn tryggir Íslandi það sæti. Liðið í 2. sæti fer í umspil, eða beint á EM ef árangur þess er nægilega góður í samanburði við aðra riðla. Ísland mætir Ungverjalandi á útivelli í lokaumferðinni 1. desember, þegar Slóvakía mætir Svíþjóð. Valdi stóran hóp til öryggis Peter Kopun, þjálfari Slóvaka, valdi 25 manna hóp fyrir komandi leiki með það í huga að einhver forföll gætu orðið vegna faraldursins. Það reyndist góð ákvörðun því Patrícia Hmírová, markahrókur pólska liðsins Górnik Leczna, greindist með kórónuveiruna. Um sannkallað áfall er að ræða fyrir slóvakíska liðið sem hefur aðeins skorað fimm mörk í sínum sex leikjum í undankeppninni. Hmírová hefur nefnilega skorað fjögur þeirra, eða 80%. Hér má sjá mörk hennar gegn Lettlandi í síðasta mánuði, bæði úr vítum, og þriðja víti hennar sem fór hins vegar forgörðum: Varnarleikur hefur verið aðalsmerki Slóvakíu en þrátt fyrir að vera mikið sterkari aðilinn varð Ísland að láta sér nægja 1-0 sigur þegar liðin mættust á Laugardalsvelli í fyrrahaust. Elín Metta Jensen skoraði þá sigurmarkið um miðjan seinni hálfleik. Hmírová kom sér einmitt í dauðafæri undir lok þess leiks, langbesta færi Slóvaka, en skaut þá framhjá. Ísland einnig án lykilmanns Ísland verður einnig án lykilleikmanns í síðustu leikjunum í undankeppninni því Dagný Brynjarsdóttir varð að hætta við þátttöku vegna meiðsla. Sandra María Jessen er heldur ekki með vegna sóttkvíar eftir smit í herbúðum Leverkusen í Þýskalandi. Áður hafði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir neyðst til að hætta við leikina vegna meiðsla og Hólmfríður Magnúsdóttir gaf ekki kost á sér að þessu sinni. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Dagný ekki með í landsleikjunum og tveir nýliðar kallaðir inn í íslenska hópinn Kristín Dís Árnadóttir og Bryndís Arna Níelsdóttur hafa verið kallaðar inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur og Söndru Maríu Jessen. 20. nóvember 2020 15:03 Dagný með í lokaleikjunum en Karólína dettur út Dagný Brynjarsdóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Slóvakíu og Ungverjalandi 26. nóvember og 1. desember, í leikjum sem ráða möguleikum Íslands á að komast á EM. 13. nóvember 2020 10:15 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Sjá meira
Með sigri gegn Íslandi á fimmtudaginn á Slóvakía enn von um að komast á EM kvenna í fótbolta, á kostnað íslenska liðsins. Liðið verður hins vegar án síns aðalmarkaskorara vegna kórónuveirufaraldursins. Nú er komið að síðustu leikjunum í baráttunni um sæti á EM í Englandi en Slóvakía og Ísland mætast ytra á fimmtudag kl. 17 að íslenskum tíma. Svíþjóð tryggði sér sigur í F-riðli með því að vinna Ísland í síðasta mánuði. Ísland og Slóvakía berjast um 2. sæti en jafntefli eða sigur á fimmtudaginn tryggir Íslandi það sæti. Liðið í 2. sæti fer í umspil, eða beint á EM ef árangur þess er nægilega góður í samanburði við aðra riðla. Ísland mætir Ungverjalandi á útivelli í lokaumferðinni 1. desember, þegar Slóvakía mætir Svíþjóð. Valdi stóran hóp til öryggis Peter Kopun, þjálfari Slóvaka, valdi 25 manna hóp fyrir komandi leiki með það í huga að einhver forföll gætu orðið vegna faraldursins. Það reyndist góð ákvörðun því Patrícia Hmírová, markahrókur pólska liðsins Górnik Leczna, greindist með kórónuveiruna. Um sannkallað áfall er að ræða fyrir slóvakíska liðið sem hefur aðeins skorað fimm mörk í sínum sex leikjum í undankeppninni. Hmírová hefur nefnilega skorað fjögur þeirra, eða 80%. Hér má sjá mörk hennar gegn Lettlandi í síðasta mánuði, bæði úr vítum, og þriðja víti hennar sem fór hins vegar forgörðum: Varnarleikur hefur verið aðalsmerki Slóvakíu en þrátt fyrir að vera mikið sterkari aðilinn varð Ísland að láta sér nægja 1-0 sigur þegar liðin mættust á Laugardalsvelli í fyrrahaust. Elín Metta Jensen skoraði þá sigurmarkið um miðjan seinni hálfleik. Hmírová kom sér einmitt í dauðafæri undir lok þess leiks, langbesta færi Slóvaka, en skaut þá framhjá. Ísland einnig án lykilmanns Ísland verður einnig án lykilleikmanns í síðustu leikjunum í undankeppninni því Dagný Brynjarsdóttir varð að hætta við þátttöku vegna meiðsla. Sandra María Jessen er heldur ekki með vegna sóttkvíar eftir smit í herbúðum Leverkusen í Þýskalandi. Áður hafði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir neyðst til að hætta við leikina vegna meiðsla og Hólmfríður Magnúsdóttir gaf ekki kost á sér að þessu sinni.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Dagný ekki með í landsleikjunum og tveir nýliðar kallaðir inn í íslenska hópinn Kristín Dís Árnadóttir og Bryndís Arna Níelsdóttur hafa verið kallaðar inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur og Söndru Maríu Jessen. 20. nóvember 2020 15:03 Dagný með í lokaleikjunum en Karólína dettur út Dagný Brynjarsdóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Slóvakíu og Ungverjalandi 26. nóvember og 1. desember, í leikjum sem ráða möguleikum Íslands á að komast á EM. 13. nóvember 2020 10:15 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Sjá meira
Dagný ekki með í landsleikjunum og tveir nýliðar kallaðir inn í íslenska hópinn Kristín Dís Árnadóttir og Bryndís Arna Níelsdóttur hafa verið kallaðar inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur og Söndru Maríu Jessen. 20. nóvember 2020 15:03
Dagný með í lokaleikjunum en Karólína dettur út Dagný Brynjarsdóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Slóvakíu og Ungverjalandi 26. nóvember og 1. desember, í leikjum sem ráða möguleikum Íslands á að komast á EM. 13. nóvember 2020 10:15