Hversdagsleikinn, ömurlega veðrið og þunglyndið Stefán Árni Pálsson skrifar 24. nóvember 2020 15:31 Frá tökum á myndbandinu. Mynd/Þórsteinn Sigurðsson Nú þegar vetur skellur á hér á norðurhveli jarðar gefur Jón Þór Birgisson, betur þekttur sem Jónsi, út nýtt myndband fyrir lagið Sumarið sem aldrei kom af nýju plötu sinni Shiver, sem kom nýlega út á vegum Krunk útgáfunnar. Myndbandinu er leikstýrt af Frosta Jóni Runólfssyni og lýsir Jónsi tilurð þess svona. „Ég bað Frosta vin minn um að gera myndband um Ísland, en ekki með fallegu náttúrunni og umhverfinu. Meira svona svipmyndir af hversdagsleikanum, ömurlega veðrinu og þunglyndinu. Ég man þegar ég hringdi heim einn sumardaginn og talaði við systur mína. Hún var að kvarta yfir veðrinu, að það væri bara stanslaus rigning og kuldi. Það var vor og síðan haust og sumarið kom aldrei. Íslendingar lifa fyrir sólarglætuna og birtuna og þegar það gerist ekki þá er það virkilega erfitt. Þetta er erfiður staður að vera á en líka besti staðurinn,“ segir Jónsi og heldur áfram. Jónsi og félagar í Sigur Rós á tónleikum í Laugardalshöllinni.fréttablaðið/valli „Þessir öfgar á milli ljós og myrkurs og allt þar á milli. Þetta myndband er líka tileinkað minningu Ólafs Kristjánssonar (veðurmannsins) sem kemur fyrir í því en hann lést stuttu síðar. Hvíl í friði.“ Shiver inniheldur 11 ný lög, þar á meðal Salt Licorice þar sem poppstjarnan Robyn syngur með honum, Exhale og Cannibal, sem hann gerði í samstarfi við Liz Fraser úr hljómsveitinni Cocteau Twins. Jónsi hefur frá upphafi ferils síns skapað sér nafn með mikilfenglegum tónsmíðum sem kafa djúpt ofan í mannlega vitund og kanna samband okkar við náttúruna. Með Sigur Rós tókst honum að umbreyta harðneskjulegu landslagi Íslands yfir í tónlist sem er bæði tær, lífræn og ósnortin af nútímanum, þó svo að hún lifi þar góðu lífi. Upptökustjórn Cook er á hinum enda litrófsins, hljóðheimur hans getur verið vélrænn, stundum harkalegur og afar tilraunakenndur. Samstarf þeirra gæti því komið einhverjum á óvart, en afraksturinn er fallegur og dáleiðandi rödd Jónsa ferðast á nýjar og ókunnugar slóðir í Shiver. Hér að neðan má sjá myndbandið. Tónlist Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira
Nú þegar vetur skellur á hér á norðurhveli jarðar gefur Jón Þór Birgisson, betur þekttur sem Jónsi, út nýtt myndband fyrir lagið Sumarið sem aldrei kom af nýju plötu sinni Shiver, sem kom nýlega út á vegum Krunk útgáfunnar. Myndbandinu er leikstýrt af Frosta Jóni Runólfssyni og lýsir Jónsi tilurð þess svona. „Ég bað Frosta vin minn um að gera myndband um Ísland, en ekki með fallegu náttúrunni og umhverfinu. Meira svona svipmyndir af hversdagsleikanum, ömurlega veðrinu og þunglyndinu. Ég man þegar ég hringdi heim einn sumardaginn og talaði við systur mína. Hún var að kvarta yfir veðrinu, að það væri bara stanslaus rigning og kuldi. Það var vor og síðan haust og sumarið kom aldrei. Íslendingar lifa fyrir sólarglætuna og birtuna og þegar það gerist ekki þá er það virkilega erfitt. Þetta er erfiður staður að vera á en líka besti staðurinn,“ segir Jónsi og heldur áfram. Jónsi og félagar í Sigur Rós á tónleikum í Laugardalshöllinni.fréttablaðið/valli „Þessir öfgar á milli ljós og myrkurs og allt þar á milli. Þetta myndband er líka tileinkað minningu Ólafs Kristjánssonar (veðurmannsins) sem kemur fyrir í því en hann lést stuttu síðar. Hvíl í friði.“ Shiver inniheldur 11 ný lög, þar á meðal Salt Licorice þar sem poppstjarnan Robyn syngur með honum, Exhale og Cannibal, sem hann gerði í samstarfi við Liz Fraser úr hljómsveitinni Cocteau Twins. Jónsi hefur frá upphafi ferils síns skapað sér nafn með mikilfenglegum tónsmíðum sem kafa djúpt ofan í mannlega vitund og kanna samband okkar við náttúruna. Með Sigur Rós tókst honum að umbreyta harðneskjulegu landslagi Íslands yfir í tónlist sem er bæði tær, lífræn og ósnortin af nútímanum, þó svo að hún lifi þar góðu lífi. Upptökustjórn Cook er á hinum enda litrófsins, hljóðheimur hans getur verið vélrænn, stundum harkalegur og afar tilraunakenndur. Samstarf þeirra gæti því komið einhverjum á óvart, en afraksturinn er fallegur og dáleiðandi rödd Jónsa ferðast á nýjar og ókunnugar slóðir í Shiver. Hér að neðan má sjá myndbandið.
Tónlist Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira