Zlatan tókst að pirra sænska landsliðsþjálfarann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2020 08:31 Zlatan Ibrahimovic er markahæsti leikmaður sænska landsliðsins frá upphafi með 62 mörk. getty/Lars Baron Janne Andersson, þjálfari sænska landsliðsins, hafði ekkert sérstaklega mikinn húmor fyrir því þegar Zlatan Ibrahimovic gaf í skyn að hann vildi snúa aftur í sænska landsliðið á samfélagsmiðlum fyrr í þessum mánuði. Hann hætti í landsliðinu eftir EM 2016. Zlatan birti mynd af sér á Instagram í sænsku landsliðstreyjunni og sagði seinna að það hefði verið gert til að pirra Svía. Og það virðist hafa tekist. „Ég var frekar pirraður. En honum er frjálst að birta það sem hann vill á samfélagsmiðlum,“ sagði Andersson. Zlatan hefur átt frábært tímabil með AC Milan og er markahæstur í ítölsku úrvalsdeildinni með tíu mörk. Andersson segir að frammistaða Zlatans komi sér ekki á óvart. „Það er ekki annað hægt en að hrífast af því hvernig hann heldur áfram að sýna hungur, drifkraft og hæfileika. Hann er einstakur og magnaður íþróttamaður. Hann er okkar langbesti leikmaður frá upphafi. Það er ótrúlegt hvað hann hefur afrekað. Þú verður bara að taka ofan fyrir honum og óska honum til hamingju.“ Eins og áður sagði lagði Zlatan landsliðsskóna á hilluna fyrir fjórum árum. Andersson segir að hann hafi ekki lýst yfir áhuga á að snúa aftur í landsliðið. „Það sem til þarf er að hann vilji vera með. Hann sagði mér skýrt og greinilega 2016 að hann væri hættur og ég hef virt það. Hvað síðasta útspil hans varðar var það bara gert til að pirra fólk. Hann lokaði sjálfur landsliðsdyrunum,“ sagði Andersson. Sænski boltinn Tengdar fréttir Zlatan styrkti stöðu AC Milan á toppnum og fór meiddur útaf Zlatan Ibrahimovic var maðurinn í Napoli í kvöld þegar AC Milan sótti þrjú stig í greipar heimamanna í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar. 22. nóvember 2020 21:45 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Janne Andersson, þjálfari sænska landsliðsins, hafði ekkert sérstaklega mikinn húmor fyrir því þegar Zlatan Ibrahimovic gaf í skyn að hann vildi snúa aftur í sænska landsliðið á samfélagsmiðlum fyrr í þessum mánuði. Hann hætti í landsliðinu eftir EM 2016. Zlatan birti mynd af sér á Instagram í sænsku landsliðstreyjunni og sagði seinna að það hefði verið gert til að pirra Svía. Og það virðist hafa tekist. „Ég var frekar pirraður. En honum er frjálst að birta það sem hann vill á samfélagsmiðlum,“ sagði Andersson. Zlatan hefur átt frábært tímabil með AC Milan og er markahæstur í ítölsku úrvalsdeildinni með tíu mörk. Andersson segir að frammistaða Zlatans komi sér ekki á óvart. „Það er ekki annað hægt en að hrífast af því hvernig hann heldur áfram að sýna hungur, drifkraft og hæfileika. Hann er einstakur og magnaður íþróttamaður. Hann er okkar langbesti leikmaður frá upphafi. Það er ótrúlegt hvað hann hefur afrekað. Þú verður bara að taka ofan fyrir honum og óska honum til hamingju.“ Eins og áður sagði lagði Zlatan landsliðsskóna á hilluna fyrir fjórum árum. Andersson segir að hann hafi ekki lýst yfir áhuga á að snúa aftur í landsliðið. „Það sem til þarf er að hann vilji vera með. Hann sagði mér skýrt og greinilega 2016 að hann væri hættur og ég hef virt það. Hvað síðasta útspil hans varðar var það bara gert til að pirra fólk. Hann lokaði sjálfur landsliðsdyrunum,“ sagði Andersson.
Sænski boltinn Tengdar fréttir Zlatan styrkti stöðu AC Milan á toppnum og fór meiddur útaf Zlatan Ibrahimovic var maðurinn í Napoli í kvöld þegar AC Milan sótti þrjú stig í greipar heimamanna í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar. 22. nóvember 2020 21:45 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Zlatan styrkti stöðu AC Milan á toppnum og fór meiddur útaf Zlatan Ibrahimovic var maðurinn í Napoli í kvöld þegar AC Milan sótti þrjú stig í greipar heimamanna í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar. 22. nóvember 2020 21:45