Sara Sigmunds er næstum því vegan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2020 09:30 Sara Sigmundsdóttir fer aðrar leiðir í mataræði heldur en margir. Instagram/@sarasigmunds Það þarf alvöru bensín á skrokkinn þegar þú ert afrekskona í CrossFit íþróttinni og íslenska CrossFit stjarnan er að sína það að plöntumatarræði getur skilað þér næstum því fullum tanki fyrr æfingar og keppni. Sara Sigmundsdóttir ræddi aðeins mataræðið sitt á dögunum í viðtali við Dan Williams hjá WIF Fitness. Dan Williams varpaði fram spurningunni á Söru um hversu lengi hún hafi byggt sitt mataræði á plöntufæði „Ég hef alltaf verið mjög hrifin af dýrum en lifði í hálfgerðri afneitun áður um að þú gætir ekki verið afreksíþróttamaður ef þú lifðir á plöntufæði,“ sagði Sara Sigmundsdóttir. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Það sem ég get sagt núna er að þú getur lifað 80 til 85 prósent á plöntufæði ef þú ert íþróttamaður sem vinnur með styrk. Þú þarft alltaf á einhverjum dýraafurðum að halda og þess vegna segi að ég lifi á plöntufæði en að ég sé ekki vegan,“ sagði Sara. Vegan er sá sem lifur algjörlega án þess að neyta mjólkur-, eggja-, fisk- og kjötafurða. Sara sagðist hafa skipt endanlega yfir í þetta mataræði af því að hún horfði kannski á aðeins of margar heimildarmyndir um slæman aðbúnað dýra. Það var sérstaklega ein um lítinn fugl sem hafði áhrif á hana. „Ég ætlaði að fara á fá mér kjúkling eftir að hafa horft á þessar heimildarmyndir en ég hafði ekki lyst á honum og gat það ekki,“ sagði Sara „Ég á fugl sem ég hef átt í sautján ár og í einni heimildarmyndinni var lítill gulur fugl sem lenti í pressu. Það var eini fuglinn sem var á lífi og hann kramdist í vélinni. Hljóðið sem kom frá honum var hrikalegt og þegar ég ætlaði að borða kjúklinginn þá heyrði ég bara þetta hljóð,“ sagði Sara. Hún vissi samt alltaf af því að hún yrði að passa upp á það að þetta hefði ekki áhrif á getu hennar á æfingum og í keppni. „Líkaminn brást mjög vel við þessu. Þegar þú borðar plöntufæði þá þarftu aðallega að passa þig á því að fá allar aminósýrurnar sem úr fræð vanalega úr kjöti,“ sagði Sara en það má heyra hana ræða þetta eftir rúmar 24 mínútur í myndbandinu hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira
Það þarf alvöru bensín á skrokkinn þegar þú ert afrekskona í CrossFit íþróttinni og íslenska CrossFit stjarnan er að sína það að plöntumatarræði getur skilað þér næstum því fullum tanki fyrr æfingar og keppni. Sara Sigmundsdóttir ræddi aðeins mataræðið sitt á dögunum í viðtali við Dan Williams hjá WIF Fitness. Dan Williams varpaði fram spurningunni á Söru um hversu lengi hún hafi byggt sitt mataræði á plöntufæði „Ég hef alltaf verið mjög hrifin af dýrum en lifði í hálfgerðri afneitun áður um að þú gætir ekki verið afreksíþróttamaður ef þú lifðir á plöntufæði,“ sagði Sara Sigmundsdóttir. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Það sem ég get sagt núna er að þú getur lifað 80 til 85 prósent á plöntufæði ef þú ert íþróttamaður sem vinnur með styrk. Þú þarft alltaf á einhverjum dýraafurðum að halda og þess vegna segi að ég lifi á plöntufæði en að ég sé ekki vegan,“ sagði Sara. Vegan er sá sem lifur algjörlega án þess að neyta mjólkur-, eggja-, fisk- og kjötafurða. Sara sagðist hafa skipt endanlega yfir í þetta mataræði af því að hún horfði kannski á aðeins of margar heimildarmyndir um slæman aðbúnað dýra. Það var sérstaklega ein um lítinn fugl sem hafði áhrif á hana. „Ég ætlaði að fara á fá mér kjúkling eftir að hafa horft á þessar heimildarmyndir en ég hafði ekki lyst á honum og gat það ekki,“ sagði Sara „Ég á fugl sem ég hef átt í sautján ár og í einni heimildarmyndinni var lítill gulur fugl sem lenti í pressu. Það var eini fuglinn sem var á lífi og hann kramdist í vélinni. Hljóðið sem kom frá honum var hrikalegt og þegar ég ætlaði að borða kjúklinginn þá heyrði ég bara þetta hljóð,“ sagði Sara. Hún vissi samt alltaf af því að hún yrði að passa upp á það að þetta hefði ekki áhrif á getu hennar á æfingum og í keppni. „Líkaminn brást mjög vel við þessu. Þegar þú borðar plöntufæði þá þarftu aðallega að passa þig á því að fá allar aminósýrurnar sem úr fræð vanalega úr kjöti,“ sagði Sara en það má heyra hana ræða þetta eftir rúmar 24 mínútur í myndbandinu hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira