Missa þjálfara fyrir frumraunina í Pepsi Max deildinni Sindri Sverrisson skrifar 23. nóvember 2020 15:01 Guðni Þór Einarsson stendur nú einn eftir sem aðalþjálfari Tindastóls en leit er hafin að eftirmanni Jóns Stefáns. Sigurbjörn Andri Óskarsson Jón Stefán Jónsson hefur ákveðið að láta af störfum sem annar þjálfara kvennaliðs Tindastóls í fótbolta sem leika mun í efstu deild, Pepsi Max-deildinni, í fyrsta sinn á næstu leiktíð. Í frétt Feykis er vitnað til fréttatilkynningar frá knattspyrnudeild Tindastóls þar sem segir að leit sé hafin að eftirmanni Jóns Stefáns. Jón Stefán og Guðni Þór Einarsson hafa stýrt Tindastóli saman frá árinu 2018 þegar liðið var í 2. deild. Undir þeirra stjórn unnu Stólarnir Lengjudeildina á síðustu leiktíð en liðið vann 15 af þeim 17 leikjum sem það spilaði áður en lokaumferðin var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. Tindastóll á lið í úrvalsdeild í fótbolta #Krókurinn pic.twitter.com/WBve5eMoSf— Auðunn Blöndal (@Auddib) September 23, 2020 Jón Stefán hefur samhliða því að þjálfa Tindastól verið íþróttafulltrúi Þórs á Akureyri þar sem hann er búsettur. Hann var nálægt því að hætta hjá Tindastóli í fyrravetur en snerist þá hugur. „Eftir þrjú ár af ótrúlegum ævintýrum finnst mér kominn tími til að láta staðar numið. Mér finnst mikilvægt að stelpurnar okkar fái þjálfara sem getur verið búsettur á Króknum og þar sem algjörlega útséð er um það vegna vinnu minnar þá ákvað ég að setja hagsmuni stelpnanna framar mínum eigin,“ segir Jón Stefán í yfirlýsingu. „Það er ekkert smá erfitt að skilja við stelpurnar á þessum tímapunkti, bæði vegna þess að ég er sannfærður um að ævintýri þeirra og Tindastóls í efstu deild sé bara rétt að byrja og vegna þess að það hefur verið draumur minn að þjálfa í efstu deild sem aðalþjálfari,“ segir Jón Stefán en yfirlýsinguna má lesa í heild í frétt Feykis. Pepsi Max-deild kvenna Tindastóll Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Jón Stefán Jónsson hefur ákveðið að láta af störfum sem annar þjálfara kvennaliðs Tindastóls í fótbolta sem leika mun í efstu deild, Pepsi Max-deildinni, í fyrsta sinn á næstu leiktíð. Í frétt Feykis er vitnað til fréttatilkynningar frá knattspyrnudeild Tindastóls þar sem segir að leit sé hafin að eftirmanni Jóns Stefáns. Jón Stefán og Guðni Þór Einarsson hafa stýrt Tindastóli saman frá árinu 2018 þegar liðið var í 2. deild. Undir þeirra stjórn unnu Stólarnir Lengjudeildina á síðustu leiktíð en liðið vann 15 af þeim 17 leikjum sem það spilaði áður en lokaumferðin var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. Tindastóll á lið í úrvalsdeild í fótbolta #Krókurinn pic.twitter.com/WBve5eMoSf— Auðunn Blöndal (@Auddib) September 23, 2020 Jón Stefán hefur samhliða því að þjálfa Tindastól verið íþróttafulltrúi Þórs á Akureyri þar sem hann er búsettur. Hann var nálægt því að hætta hjá Tindastóli í fyrravetur en snerist þá hugur. „Eftir þrjú ár af ótrúlegum ævintýrum finnst mér kominn tími til að láta staðar numið. Mér finnst mikilvægt að stelpurnar okkar fái þjálfara sem getur verið búsettur á Króknum og þar sem algjörlega útséð er um það vegna vinnu minnar þá ákvað ég að setja hagsmuni stelpnanna framar mínum eigin,“ segir Jón Stefán í yfirlýsingu. „Það er ekkert smá erfitt að skilja við stelpurnar á þessum tímapunkti, bæði vegna þess að ég er sannfærður um að ævintýri þeirra og Tindastóls í efstu deild sé bara rétt að byrja og vegna þess að það hefur verið draumur minn að þjálfa í efstu deild sem aðalþjálfari,“ segir Jón Stefán en yfirlýsinguna má lesa í heild í frétt Feykis.
Pepsi Max-deild kvenna Tindastóll Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira