Manchester City sagt búið að missa áhugann á Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2020 11:00 Lionel Messi er ekki að skila sömu tölum og áður og Barca er bara í tólfta sæti í spænsku deildinni. EPA-EFE/Alejandro Garcia Lionel Messi er ekki á leiðinni til Manchestet City í sumar eins og margir voru búnir að spá. Sky Sports slær því upp hjá sér að enska félagið sé búið að missa áhugann á argentínska snillingnum. Lionel Messi er fæddur í júní 1987 og yrði því orðinn 34 ára gamall þegar hann mætti á æfingasvæðið hjá City næsta sumar. Aldur hans og launakröfur eru það sem fælir Manchester City frá samkvæmt heimildum Semra Hunter sem er sérfræðingur Sky Sports í spænska boltanum. Manchester City look to have ended their pursuit of Barcelona forward Lionel Messi— Sky Sports (@SkySports) November 22, 2020 Lionel Messi klárar samning sinn við Barcelona næsta sumar og hann mætti byrja að ræða við önnur félög strax í janúar. Pep Guardiola var að framlengja samning sinn sem knattspyrnustjóri Manchester City til 2023 og það þótti sumum bara auka líkurnar að Messi kæmi. Samingur Pep Guardiola var undirritaður í síðustu viku en á fyrsta blaðamannafundinum á eftir þá talaði Pep hins vegar að hann vildi að Messi myndi klára feril sinn hjá Barcelona. Sky Sport slær síðan því upp í gær að Manchester City hafi ekki lengur áhuga á Messi. Málin eru því að þróast í þveröfuga átt en flestir héldu. Manchester City have reportedly ended their pursuit of Barcelona's Lionel Messi.Latest #football gossip https://t.co/Lodw7UrRYO #bbcfootball #MCFC #Barca pic.twitter.com/0feJvFspeN— BBC Sport (@BBCSport) November 23, 2020 Það er ljóst að launakröfur Messi eru að flæjast fyrir forráðamönnum Manchester City en Argentínumaðurinn fær hundrað milljón evra í árslaun eða sextán milljarða íslenskra króna. Messi er sem sagt að fá yfir milljarð á mánuði í laun og geri aðrir betur. Þá er frammistaða kappans ekki að ýta undir áhugann. Lionel Messi hefur aðeins skorað tvö mörk í síðustu sjö leikjum sínum í spænsku deildinni og hefur aðeins gefið eina stoðsendingu í þessum sömu sjö leikjum. Messi hefur reyndar skorað í öllum þremur leikjum Barcelona í Meistaradeildinni sem hafa allir unnist. Í spænsku deildinni er markaleysi Messi greinilega að hrjá Barca liðið sem hefur aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum og situr fyrir vikið í tólfta sæti deildarinnar. Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Sjá meira
Lionel Messi er ekki á leiðinni til Manchestet City í sumar eins og margir voru búnir að spá. Sky Sports slær því upp hjá sér að enska félagið sé búið að missa áhugann á argentínska snillingnum. Lionel Messi er fæddur í júní 1987 og yrði því orðinn 34 ára gamall þegar hann mætti á æfingasvæðið hjá City næsta sumar. Aldur hans og launakröfur eru það sem fælir Manchester City frá samkvæmt heimildum Semra Hunter sem er sérfræðingur Sky Sports í spænska boltanum. Manchester City look to have ended their pursuit of Barcelona forward Lionel Messi— Sky Sports (@SkySports) November 22, 2020 Lionel Messi klárar samning sinn við Barcelona næsta sumar og hann mætti byrja að ræða við önnur félög strax í janúar. Pep Guardiola var að framlengja samning sinn sem knattspyrnustjóri Manchester City til 2023 og það þótti sumum bara auka líkurnar að Messi kæmi. Samingur Pep Guardiola var undirritaður í síðustu viku en á fyrsta blaðamannafundinum á eftir þá talaði Pep hins vegar að hann vildi að Messi myndi klára feril sinn hjá Barcelona. Sky Sport slær síðan því upp í gær að Manchester City hafi ekki lengur áhuga á Messi. Málin eru því að þróast í þveröfuga átt en flestir héldu. Manchester City have reportedly ended their pursuit of Barcelona's Lionel Messi.Latest #football gossip https://t.co/Lodw7UrRYO #bbcfootball #MCFC #Barca pic.twitter.com/0feJvFspeN— BBC Sport (@BBCSport) November 23, 2020 Það er ljóst að launakröfur Messi eru að flæjast fyrir forráðamönnum Manchester City en Argentínumaðurinn fær hundrað milljón evra í árslaun eða sextán milljarða íslenskra króna. Messi er sem sagt að fá yfir milljarð á mánuði í laun og geri aðrir betur. Þá er frammistaða kappans ekki að ýta undir áhugann. Lionel Messi hefur aðeins skorað tvö mörk í síðustu sjö leikjum sínum í spænsku deildinni og hefur aðeins gefið eina stoðsendingu í þessum sömu sjö leikjum. Messi hefur reyndar skorað í öllum þremur leikjum Barcelona í Meistaradeildinni sem hafa allir unnist. Í spænsku deildinni er markaleysi Messi greinilega að hrjá Barca liðið sem hefur aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum og situr fyrir vikið í tólfta sæti deildarinnar.
Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Sjá meira