Hefur klæðst búningi í heimavinnunni í meira en 50 daga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2020 19:22 Oddur J. Jónasson, þýðandi hjá Stöð 2, hefur klæðst búningi í vinnuna í nærri sextíu daga, frá því að heimavinna hófst að nýju. Oddur Jónasson Oddur J. Jónasson, þýðandi hjá Stöð 2, hefur brotið upp á heimavinnuna nú í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins en hann hefur klæðst búningum frá því að hann hóf heimavinnu að nýju. Nú hefur hann sett saman meira en sextíu búninga og fara þeir úr því að vera kennari yfir í víking, M&M nammi og sovéskan leynilögreglumann. Oddur er mikill stemningsmaður, elskar Eurovision og Game of Thrones sem hann sér alltaf fyrstur Íslendinga enda þýðir hann þættina. Oddur hefur undanfarna mánuði skemmt samstarfsfélögum sínum með því að mæta í litríkum búningum í vinnuna og á alla fjarfundi, sem hefur skemmt samstarfsfólkinu vel. Oddur var heimsóttur í Íslandi í dag í kvöld og sýndi hann þar alla búningana. Klippa: Fer í nýjan búning fyrir hvern Teams fund „Það hefur bara gengið mjög vel, við höfum þurft að breyta borðstofuborðinu í tveggja manna skrifstofu og það hefur allt bara rúllað þokkalega. Í fyrstu bylgjunni núna í vor fannst okkur þetta vera orðið hálfleiðinlegt og ég hóaði í liðið mitt og ætlaði að setja upp smá dagskrá, hvort við ættum ekki að hafa ljótupeysudaga, sólgleraugnadaga, hattadaga og þess háttar. Svo vatt þetta hægt og rólega upp á sig,“ segir Oddur. Hann segir að fleiri samstarfsfélagar hans taki þátt í búningagleðinni en hafi kannski ekki allir farið „all-in“ eins og hann. Túristaþema og mafíósaþema.Stjörnustríð og mötuneytisþema.Röndóttur dagur og dekurdagur.Prinsessuþema og veiðidagur.Skítadjobb þema og vetrarþema.Hrekkjavökuþema og mynsturþema.Goth-þema og Astrid Lindgren þema.Sánadagur og franskur dagur. „Ég setti mér reglur, ég ætlaði ekki að kaupa mér neitt, fór í gegn um fataskápana og raðaði saman og það hefur bara gengið vel hingað til,“ segir Oddur. Hann segir að búningarnir séu hátt í sextíu núna. Uppáhaldsbúningurinn hafi verið „herramanns-búningur,“ þar sem hann var í jakkafötum, með kúluhatt og drakk te úr fínum postulínsbolla. Skoskt þema og nammidagur.Tímaflakkaraþema og þynnkuþema.Tölvuleikjadagur og víkingaþema.Buxnalaus dagur og sólstrandardagur.Jakkaföt og hjólhýsahyski.Ofurhetjuþema (stjörnuþýðandinn) og latino-þema.Rokkstjörnuþema og grænn dagur.Spæjaraþema og trúðaþema. Hann segist halda mikið upp á Eurovision, og fólk í hverfinu öllu vant, en ár hvert eru hengdir upp fánar í gluggana á heimili Odds. Það eru, þjóðfánar þeirra ríkja sem taka þátt í Eurovision, svo það má með sanni segja að Oddur sé stemningsmaður. Hann segir að þegar fregnir hafi borist þess efnis í vor að Eurovision yrði ekki haldið í ár hafi verið haldin erfidrykkja á heimilinu, heimilsmenn klæddir í svart og sorgarörlögin syrgð. Peppdagur og sumarkjóladagur.Eurovision-dagur og lopadagur.Sófakartöfludagur og Austurlandadagur.Tiger King þema og neon-dagur.Landsleikjadagur og Ladies and Gentlemen þema.Konungsfjölskylduþema (konungur sjónvarpsstólsins) og rússneskur dagur.Oddur J. Jónasson þýðandi.Oddur J. Jónasson þýðandi.Oddur J. Jónasson þýðandi.Oddur J. Jónasson þýðandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ísland í dag Grín og gaman Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Oddur J. Jónasson, þýðandi hjá Stöð 2, hefur brotið upp á heimavinnuna nú í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins en hann hefur klæðst búningum frá því að hann hóf heimavinnu að nýju. Nú hefur hann sett saman meira en sextíu búninga og fara þeir úr því að vera kennari yfir í víking, M&M nammi og sovéskan leynilögreglumann. Oddur er mikill stemningsmaður, elskar Eurovision og Game of Thrones sem hann sér alltaf fyrstur Íslendinga enda þýðir hann þættina. Oddur hefur undanfarna mánuði skemmt samstarfsfélögum sínum með því að mæta í litríkum búningum í vinnuna og á alla fjarfundi, sem hefur skemmt samstarfsfólkinu vel. Oddur var heimsóttur í Íslandi í dag í kvöld og sýndi hann þar alla búningana. Klippa: Fer í nýjan búning fyrir hvern Teams fund „Það hefur bara gengið mjög vel, við höfum þurft að breyta borðstofuborðinu í tveggja manna skrifstofu og það hefur allt bara rúllað þokkalega. Í fyrstu bylgjunni núna í vor fannst okkur þetta vera orðið hálfleiðinlegt og ég hóaði í liðið mitt og ætlaði að setja upp smá dagskrá, hvort við ættum ekki að hafa ljótupeysudaga, sólgleraugnadaga, hattadaga og þess háttar. Svo vatt þetta hægt og rólega upp á sig,“ segir Oddur. Hann segir að fleiri samstarfsfélagar hans taki þátt í búningagleðinni en hafi kannski ekki allir farið „all-in“ eins og hann. Túristaþema og mafíósaþema.Stjörnustríð og mötuneytisþema.Röndóttur dagur og dekurdagur.Prinsessuþema og veiðidagur.Skítadjobb þema og vetrarþema.Hrekkjavökuþema og mynsturþema.Goth-þema og Astrid Lindgren þema.Sánadagur og franskur dagur. „Ég setti mér reglur, ég ætlaði ekki að kaupa mér neitt, fór í gegn um fataskápana og raðaði saman og það hefur bara gengið vel hingað til,“ segir Oddur. Hann segir að búningarnir séu hátt í sextíu núna. Uppáhaldsbúningurinn hafi verið „herramanns-búningur,“ þar sem hann var í jakkafötum, með kúluhatt og drakk te úr fínum postulínsbolla. Skoskt þema og nammidagur.Tímaflakkaraþema og þynnkuþema.Tölvuleikjadagur og víkingaþema.Buxnalaus dagur og sólstrandardagur.Jakkaföt og hjólhýsahyski.Ofurhetjuþema (stjörnuþýðandinn) og latino-þema.Rokkstjörnuþema og grænn dagur.Spæjaraþema og trúðaþema. Hann segist halda mikið upp á Eurovision, og fólk í hverfinu öllu vant, en ár hvert eru hengdir upp fánar í gluggana á heimili Odds. Það eru, þjóðfánar þeirra ríkja sem taka þátt í Eurovision, svo það má með sanni segja að Oddur sé stemningsmaður. Hann segir að þegar fregnir hafi borist þess efnis í vor að Eurovision yrði ekki haldið í ár hafi verið haldin erfidrykkja á heimilinu, heimilsmenn klæddir í svart og sorgarörlögin syrgð. Peppdagur og sumarkjóladagur.Eurovision-dagur og lopadagur.Sófakartöfludagur og Austurlandadagur.Tiger King þema og neon-dagur.Landsleikjadagur og Ladies and Gentlemen þema.Konungsfjölskylduþema (konungur sjónvarpsstólsins) og rússneskur dagur.Oddur J. Jónasson þýðandi.Oddur J. Jónasson þýðandi.Oddur J. Jónasson þýðandi.Oddur J. Jónasson þýðandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ísland í dag Grín og gaman Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira