Mögulegt að bólusetning hefjist 11. desember í Bandaríkjunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. nóvember 2020 16:42 Dr. Mancef Slaoui fer fyrir vinnu bandarískra stjórnvalda að þróun bóluefnis við Covid-19. Drew Angerer/Getty Images Dr. Moncef Slaoui, maðurinn sem fer fyrir vinnu bandarískra stjórnvalda að þróun bóluefnis við Covid-19, hefur sagt að mögulegt verði að hefja bólusetningar við veirunni í Bandaríkjunum þann 11. desember næstkomandi. Frá þessu greinir CNN-fréttastofan. Síðastliðinn föstudag sótti lyfjafyrirtækið Pfizer um neyðarmarkaðsleyfi hjá Matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnun Bandaríkjanna (FDA) svo hægt yrði að hefja dreifingu á bóluefninu. Ráðgjafanefnd eftirlitsins um bóluefni kemur saman 10. desember næstkomandi og þá kemur í ljós hvort leyfið verður veitt. Slaou segir það þýða að ef leyfi fæst, verði hægt að hefja dreifingu og notkun bóluefnisins daginn eftir. „Okkar áætlun snýst um að flytja bóluefnið á bólusetningarstöðvar innan við 24 tímum eftir að leyfið fæst. Ég geri því ráð fyrir því að það gerist daginn eftir samþykki, 11. eða 12. desember.“ Pfizer tilkynnti fyrr í þessum mánuði að bráðabirgðaniðurstöður rannsókna á seinni stigum bentu til þess að bóluefnið veitti vörn gegn kórónuveirunni í 90% tilfella. Síðan þá hefur fyrirtækið sagt prófanir hafa leitt í ljós að hlutfallið sé enn hærra, hátt í 95%. Heilbrigðissérfræðingar hafa iðulega bent á að ekki verði unnt að bólusetja mikinn fjölda fólks um leið og bóluefnið verður tekið í gagnið. Forgangsröðun verður á þá leið að viðkvæmir hópar, svo sem eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma, og heilbrigðisstarfsmenn verða bólusettir fyrst. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Bóluefnaskammtur á allt að 5.000 krónur Lyfjafyrirtækið Moderna mun selja ríkjum heims hvern skammt af bóluefni sínu við kórónuveirunni á 25 til 37 Bandaríkjadali. 22. nóvember 2020 10:48 Pfizer og BioNTech sækja um neyðarleyfi í dag Lyfjarisinn Pfizer og samstarfsfyrirtækið BioNTech munu sækja um svokallað neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum í dag fyrir bóluefnið BNT162b2 gegn SARS-CoV-2. Það verður undir bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) komið að ákveða hvort bóluefnið þykir nægjanleg öruggt til dreifingar meðal almennings. 20. nóvember 2020 17:15 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Sjá meira
Dr. Moncef Slaoui, maðurinn sem fer fyrir vinnu bandarískra stjórnvalda að þróun bóluefnis við Covid-19, hefur sagt að mögulegt verði að hefja bólusetningar við veirunni í Bandaríkjunum þann 11. desember næstkomandi. Frá þessu greinir CNN-fréttastofan. Síðastliðinn föstudag sótti lyfjafyrirtækið Pfizer um neyðarmarkaðsleyfi hjá Matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnun Bandaríkjanna (FDA) svo hægt yrði að hefja dreifingu á bóluefninu. Ráðgjafanefnd eftirlitsins um bóluefni kemur saman 10. desember næstkomandi og þá kemur í ljós hvort leyfið verður veitt. Slaou segir það þýða að ef leyfi fæst, verði hægt að hefja dreifingu og notkun bóluefnisins daginn eftir. „Okkar áætlun snýst um að flytja bóluefnið á bólusetningarstöðvar innan við 24 tímum eftir að leyfið fæst. Ég geri því ráð fyrir því að það gerist daginn eftir samþykki, 11. eða 12. desember.“ Pfizer tilkynnti fyrr í þessum mánuði að bráðabirgðaniðurstöður rannsókna á seinni stigum bentu til þess að bóluefnið veitti vörn gegn kórónuveirunni í 90% tilfella. Síðan þá hefur fyrirtækið sagt prófanir hafa leitt í ljós að hlutfallið sé enn hærra, hátt í 95%. Heilbrigðissérfræðingar hafa iðulega bent á að ekki verði unnt að bólusetja mikinn fjölda fólks um leið og bóluefnið verður tekið í gagnið. Forgangsröðun verður á þá leið að viðkvæmir hópar, svo sem eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma, og heilbrigðisstarfsmenn verða bólusettir fyrst.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Bóluefnaskammtur á allt að 5.000 krónur Lyfjafyrirtækið Moderna mun selja ríkjum heims hvern skammt af bóluefni sínu við kórónuveirunni á 25 til 37 Bandaríkjadali. 22. nóvember 2020 10:48 Pfizer og BioNTech sækja um neyðarleyfi í dag Lyfjarisinn Pfizer og samstarfsfyrirtækið BioNTech munu sækja um svokallað neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum í dag fyrir bóluefnið BNT162b2 gegn SARS-CoV-2. Það verður undir bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) komið að ákveða hvort bóluefnið þykir nægjanleg öruggt til dreifingar meðal almennings. 20. nóvember 2020 17:15 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Sjá meira
Bóluefnaskammtur á allt að 5.000 krónur Lyfjafyrirtækið Moderna mun selja ríkjum heims hvern skammt af bóluefni sínu við kórónuveirunni á 25 til 37 Bandaríkjadali. 22. nóvember 2020 10:48
Pfizer og BioNTech sækja um neyðarleyfi í dag Lyfjarisinn Pfizer og samstarfsfyrirtækið BioNTech munu sækja um svokallað neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum í dag fyrir bóluefnið BNT162b2 gegn SARS-CoV-2. Það verður undir bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) komið að ákveða hvort bóluefnið þykir nægjanleg öruggt til dreifingar meðal almennings. 20. nóvember 2020 17:15