Honda nær þriðja stigi í sjálfsaksturstækni Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 20. nóvember 2020 07:01 Honda Legend er fyrsti fjöldaframleiddi bíllinn sem nær þriðja stigs sjálfsaksturstækni. Honda hefur fengið leyfi japanskra yfirvalda til að framleiða bíl með þriðja stigs sjálfsaksturstækni. Það er í fyrsta skipti sem bifreið með þeirri tækni er leyfð til aksturs í venjulegri umferð, segir í fréttatilkynningu frá Öskju. Honda er því fyrsti bílaframleiðandinn til að fá að fjöldaframleiða bíl búinn þessari tækni. Þriðja stigs sjálfsaksturstæknin verður prófuð í fólksbílnum Honda Legend og stefnir japanski bílaframleiðandinn að því að bíllinn komi á markað í mars á næsta ári. Honda Legend verður þannig fær að taka sjálfvirkt fram úr öðrum bílum í þungri umferð. Kerfið hjá Honda ber heitið Traffic Jam Pilot. Tæknistig sjálfsaksturs bíla eru fimm og er Honda Legend eins og áður með þriðja stigs sjálfvirkni en stig fimm þýðir að bíllinn sé alsjálfvirkur. Nokkrir bílaframleiðendur m.a. Tesla og General Motors eru komin með 2 stigs sjálfvirkni í sína bíla sem þýðir að Honda er komið fremst allra framleiðenda í þessari tækni. Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent
Honda hefur fengið leyfi japanskra yfirvalda til að framleiða bíl með þriðja stigs sjálfsaksturstækni. Það er í fyrsta skipti sem bifreið með þeirri tækni er leyfð til aksturs í venjulegri umferð, segir í fréttatilkynningu frá Öskju. Honda er því fyrsti bílaframleiðandinn til að fá að fjöldaframleiða bíl búinn þessari tækni. Þriðja stigs sjálfsaksturstæknin verður prófuð í fólksbílnum Honda Legend og stefnir japanski bílaframleiðandinn að því að bíllinn komi á markað í mars á næsta ári. Honda Legend verður þannig fær að taka sjálfvirkt fram úr öðrum bílum í þungri umferð. Kerfið hjá Honda ber heitið Traffic Jam Pilot. Tæknistig sjálfsaksturs bíla eru fimm og er Honda Legend eins og áður með þriðja stigs sjálfvirkni en stig fimm þýðir að bíllinn sé alsjálfvirkur. Nokkrir bílaframleiðendur m.a. Tesla og General Motors eru komin með 2 stigs sjálfvirkni í sína bíla sem þýðir að Honda er komið fremst allra framleiðenda í þessari tækni.
Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent