Jú, einn varnarmaður Liverpool meiddist í viðbót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2020 15:01 Rhys Williams var líklegur til að fara spila fullt af leikjum með Liverpool á næstunni. Getty/Michael Regan Meiðslavandræði Liverpool liðsins virðast vera endalaus því enn einn leikmaður liðsins meiddist í landsleikjaglugganum. Miðvörðurinn Rhys Williams gat ekki spilað með enska 21 árs landsliðinu vegna mjaðmarmeiðsla. Varnarlína Liverpool er öll að glíma við meiðsli og nú eru varamennirnir líka farnir að meiðast. Liverpool have picked up 15 injuries lasting 10 days or more this season - only Manchester City have suffered more [16]. #awlfc [sky]— Anfield Watch (@AnfieldWatch) November 18, 2020 Virgil van Dijk sleit krossband og verður ekkert meira með í vetur. Joe Gomez meiddist líka á hné á landsliðsæfingum og spilar ekki á næstunni. Fabinho er heldur ekki byrjaður að spila aftur eftir sín meiðsli en Jürgen Klopp var búinn að færa hann niður í vörnina. Bakverðirnir Trent Alexander-Arnold og Andy Robertson eru báðir tæpir fyrir toppslaginn á móti Leicester City um helgina. Trent Alexander-Arnold tognaði á kálfa í síðasta deildarleik og Robertson tognaði aftan í læri í leik með skoska landsliðinu. Liverpool centre-back Rhys Williams has been sent home from the England U21 squad with a hip injury Even Liverpool's young defenders are getting injured pic.twitter.com/XGBSaUGwwi— Goal (@goal) November 18, 2020 Aidy Boothroyd, þjálfari 21 ára landsliðsins, sagði að hinn nítján ára gamli Rhys Williams hafi fundið fyrir stífleika í mjöðminni. „Það var best fyrir hann að hann færi aftur til Liverpool,“ sagði Aidy Boothroyd. Auk allra þessara leikmanna þá yfirgaf Jordan Henderson einnig enska A-landsliðshópinn vegna meiðsla og þá fékk Mohamed Salah kórónuveiruna. Alex Oxlade-Chamberlain og Thiago hafa líka verið meiddir en það styttist í Thiago. Rhys Williams var líklegur til að leysa af í vörninni í fjarveru þessara lykilmanna. Strákurinn er búinn að standa sig vel í þeim fimm leikjum sem hann hefur spilað á leiktíðinni en þrír þeirra voru í Meistaradeildinni. Liverpool s list of unavailable players due to injuries [and + COVID cases]:Virgil van DijkJoe GomezTrent Alexander-ArnoldFabinhoThiago AlcantaraJordan HendersonMohamed Salah*Alex Oxlade-ChamberlainNeco WilliamsRhys WilliamsWow...— LFC Transfer Room (@LFCTransferRoom) November 18, 2020 Liverpool could field an entire team with the injuries they have picked up this season. pic.twitter.com/kaME7hFgh8— Squawka Football (@Squawka) November 11, 2020 Enski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Fleiri fréttir Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Sjá meira
Meiðslavandræði Liverpool liðsins virðast vera endalaus því enn einn leikmaður liðsins meiddist í landsleikjaglugganum. Miðvörðurinn Rhys Williams gat ekki spilað með enska 21 árs landsliðinu vegna mjaðmarmeiðsla. Varnarlína Liverpool er öll að glíma við meiðsli og nú eru varamennirnir líka farnir að meiðast. Liverpool have picked up 15 injuries lasting 10 days or more this season - only Manchester City have suffered more [16]. #awlfc [sky]— Anfield Watch (@AnfieldWatch) November 18, 2020 Virgil van Dijk sleit krossband og verður ekkert meira með í vetur. Joe Gomez meiddist líka á hné á landsliðsæfingum og spilar ekki á næstunni. Fabinho er heldur ekki byrjaður að spila aftur eftir sín meiðsli en Jürgen Klopp var búinn að færa hann niður í vörnina. Bakverðirnir Trent Alexander-Arnold og Andy Robertson eru báðir tæpir fyrir toppslaginn á móti Leicester City um helgina. Trent Alexander-Arnold tognaði á kálfa í síðasta deildarleik og Robertson tognaði aftan í læri í leik með skoska landsliðinu. Liverpool centre-back Rhys Williams has been sent home from the England U21 squad with a hip injury Even Liverpool's young defenders are getting injured pic.twitter.com/XGBSaUGwwi— Goal (@goal) November 18, 2020 Aidy Boothroyd, þjálfari 21 ára landsliðsins, sagði að hinn nítján ára gamli Rhys Williams hafi fundið fyrir stífleika í mjöðminni. „Það var best fyrir hann að hann færi aftur til Liverpool,“ sagði Aidy Boothroyd. Auk allra þessara leikmanna þá yfirgaf Jordan Henderson einnig enska A-landsliðshópinn vegna meiðsla og þá fékk Mohamed Salah kórónuveiruna. Alex Oxlade-Chamberlain og Thiago hafa líka verið meiddir en það styttist í Thiago. Rhys Williams var líklegur til að leysa af í vörninni í fjarveru þessara lykilmanna. Strákurinn er búinn að standa sig vel í þeim fimm leikjum sem hann hefur spilað á leiktíðinni en þrír þeirra voru í Meistaradeildinni. Liverpool s list of unavailable players due to injuries [and + COVID cases]:Virgil van DijkJoe GomezTrent Alexander-ArnoldFabinhoThiago AlcantaraJordan HendersonMohamed Salah*Alex Oxlade-ChamberlainNeco WilliamsRhys WilliamsWow...— LFC Transfer Room (@LFCTransferRoom) November 18, 2020 Liverpool could field an entire team with the injuries they have picked up this season. pic.twitter.com/kaME7hFgh8— Squawka Football (@Squawka) November 11, 2020
Enski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Fleiri fréttir Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Sjá meira