Dustin Johnson í góðri stöðu fyrir lokahringinn á Masters Ísak Hallmundarson skrifar 14. nóvember 2020 23:01 Dustin Johnson var í stuði í dag. getty/Patrick Smith Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson er efstur fyrir lokahringinn á Masters mótinu í golfi. Mótið er eitt fjögurra árlegra risamóta í golfi og er haldið ár hvert á Augusta National vellinum. Johnson lék hringinn í dag stórkostlega, eða á sjö höggum undir pari, og er samtals á sextán höggum undir pari í mótinu. Ástralinn Cameron Smith og Mexíkóinn Abraham Ancer eru í öðru sæti á tólf höggum undir pari. Þrír kylfingar eru jafnir í 3. - 5. sæti á ellefu höggum undir pari. Rory McIlroy átti góðan hring í dag sem hann lék á fimm höggum undir pari og er hann samtals á átta höggum undir pari í 11. sæti. Tiger Woods, sigurvegari Masters í fyrra og einn sigursælasti golfari allra tíma, náði sér ekki almennilega á strik í dag en hann lék á 72 höggum sem er par vallarins. Hann er samtals á fimm höggum undir pari fyrir lokadaginn og situr í 20. sæti. Bein útsending frá lokahringnum á morgun hefst kl. 15:00 á Stöð 2 Golf. Golf Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson er efstur fyrir lokahringinn á Masters mótinu í golfi. Mótið er eitt fjögurra árlegra risamóta í golfi og er haldið ár hvert á Augusta National vellinum. Johnson lék hringinn í dag stórkostlega, eða á sjö höggum undir pari, og er samtals á sextán höggum undir pari í mótinu. Ástralinn Cameron Smith og Mexíkóinn Abraham Ancer eru í öðru sæti á tólf höggum undir pari. Þrír kylfingar eru jafnir í 3. - 5. sæti á ellefu höggum undir pari. Rory McIlroy átti góðan hring í dag sem hann lék á fimm höggum undir pari og er hann samtals á átta höggum undir pari í 11. sæti. Tiger Woods, sigurvegari Masters í fyrra og einn sigursælasti golfari allra tíma, náði sér ekki almennilega á strik í dag en hann lék á 72 höggum sem er par vallarins. Hann er samtals á fimm höggum undir pari fyrir lokadaginn og situr í 20. sæti. Bein útsending frá lokahringnum á morgun hefst kl. 15:00 á Stöð 2 Golf.
Golf Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira